Eiríkur Bergmann: „Davíð ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. maí 2016 21:05 Davíð undirbúinn fyrir átökin. Vísir/Stefán „Mér fannst þær heldur hófstilltar. Það voru nú ekki mikil átök í þessu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur um forsetakappræðurnar á Stöð 2 í kvöld. „Það sem stendur upp úr er hversu varfærin þau þrjú voru, fyrir utan Davíð Oddsson. Þetta var nú ekkert sérstaklega langt. Menn voru ekkert komnir í stuð.“ Eiríkur segir kosningabaráttuna vera á mikilvægum stað og slæmt sé að gera mistök. Þetta hafi frambjóðendurnir fjórir sem talað var við líklegast verið afar varir um. „Mér fannst Davíð nú ekki vera eins og gamli baráttu jaxlinn sem maður man eftir. Það geislaði ekki jafn mikið af honum og oft áður. Hann tók til dæmis athugasemdum spyrlana ekkert sérstaklega vel. Hann hafði mjög íhaldssama sýn á forsetaembættið og stjórnarskránna. Hann gaf ekki mikið fyrir þá lýðræðisumræðu sem hefur verið í gangi undanfarið. Það er mat Eiríks að Andri Snær Magnason hafi verið sá eini sem lýsti afgerandi framtíðarsýn á sjálfu embættinu. Hinir hafi sýnt hálfgert afstöðuleysi.Eiríkur Bergmann.Vísir/Hörður SveinssonKlassískt að hengja merkimiða á keppinautaEiríkur segir að spyrlarnir hafi tekið öðruvísi á Davíð en hinum frambjóðendunum. Það hafi þó aðallega verið vegna þess að Davíð hafi komið öðruvísi fram en hinir. Eiríkur bendir þar á tilraunir Davíðs til þess að reyna tengja Samfylkinguna og Evrópusambandið við Guðna. „Það er klassísk aðferð í íslenskum stjórnmálum að hengja óvinsæla merkimiða á menn og láta þá bera þá, hvort sem þeim líki það betur eða verr. Það tilheyrir taktík sem fer ekkert endilega saman við umræður í forsetakjöri.“ Eiríkur er sammála Davíð hvað varðar fullyrðingu hans um að ekki hafi legið fyrir þingrofstillaga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór að hitta Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum í síðasta mánuði. „Þingrof fer þannig fram að forsætisráðherra leggur beiðni um þingrof fyrir forseta. Frásögn Ólafs og Sigmundar ber saman um það að forsætisráðherra hafi ekki með formlegum hætti krafið forseta um þingrof.“Vel virtist fara með þeim Guðna Th. og Andra Snæ.Vísir/StefánUm málskotsrétt forsetaHelstu skoðanaskiptin virtust þó vera í kringum málskotsrétt forseta sem kemur fram í 26. grein stjórnarskráarinnar. Þar sé afstaða Davíðs afar ólík hinna frambjóðendanna. „Hann virðist hafa eldri sýn á 26. greinina. Að það sé algjörlega sjálfstætt mat forseta að ákveða um beitingu hennar og að almennt geri forseti það ekki. Þetta hefur auðvitað breyst, bæði í meðferðum Ólafs Ragnar og í allri umræðunni um stjórnarskránna. Þar hafa menn talað um að þjóðin eigi að koma að slíku til dæmis með undirskriftalistum. Svo virðist vera að aðrir frambjóðendur hafi verið á þeirri skoðun að málskotið ætti að færast til þjóðarinnar þó svo að forseti geti deilt því með henni. Það yrði reyndar óþarfi ef svo yrði gert, en sakar svo sem ekki. Af þeim öllum var það Guðni sem talaði einna skýrast um að það ákvæði verði að koma í stjórnarskrá.“ Eiríkur er ekki frá því að það hafi verið ólík reynsla að sjá Davíð í kappræðunum í kvöld en að sjá hann í svipuðum aðstæðum hér áður fyrr. „Aðstæðurnar eru náttúrulega þannig að einn frambjóðandi hefur yfirburða fylgi. Davíð er í órafjarlægð frá þeim stuðningi sem hann hefur áður notið í þjóðfélaginu. Hann er allt í einu kominn í stöðu sem hann er mjög óvanur að vera í. Að vera það langt fyrir neðan aðal keppinautinn að það er himinn og haf á milli. Hann er einhvern veginn allt annar maður í þeirri stöðu en maður man eftir. Hann var ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Í beinni: Fyrstu forsetakappræðurnar Hér geturðu horft á fyrstu sjónvarpskappræður forsetaefnanna og sent inn spurningar í beinni. 26. maí 2016 18:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Mér fannst þær heldur hófstilltar. Það voru nú ekki mikil átök í þessu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur um forsetakappræðurnar á Stöð 2 í kvöld. „Það sem stendur upp úr er hversu varfærin þau þrjú voru, fyrir utan Davíð Oddsson. Þetta var nú ekkert sérstaklega langt. Menn voru ekkert komnir í stuð.“ Eiríkur segir kosningabaráttuna vera á mikilvægum stað og slæmt sé að gera mistök. Þetta hafi frambjóðendurnir fjórir sem talað var við líklegast verið afar varir um. „Mér fannst Davíð nú ekki vera eins og gamli baráttu jaxlinn sem maður man eftir. Það geislaði ekki jafn mikið af honum og oft áður. Hann tók til dæmis athugasemdum spyrlana ekkert sérstaklega vel. Hann hafði mjög íhaldssama sýn á forsetaembættið og stjórnarskránna. Hann gaf ekki mikið fyrir þá lýðræðisumræðu sem hefur verið í gangi undanfarið. Það er mat Eiríks að Andri Snær Magnason hafi verið sá eini sem lýsti afgerandi framtíðarsýn á sjálfu embættinu. Hinir hafi sýnt hálfgert afstöðuleysi.Eiríkur Bergmann.Vísir/Hörður SveinssonKlassískt að hengja merkimiða á keppinautaEiríkur segir að spyrlarnir hafi tekið öðruvísi á Davíð en hinum frambjóðendunum. Það hafi þó aðallega verið vegna þess að Davíð hafi komið öðruvísi fram en hinir. Eiríkur bendir þar á tilraunir Davíðs til þess að reyna tengja Samfylkinguna og Evrópusambandið við Guðna. „Það er klassísk aðferð í íslenskum stjórnmálum að hengja óvinsæla merkimiða á menn og láta þá bera þá, hvort sem þeim líki það betur eða verr. Það tilheyrir taktík sem fer ekkert endilega saman við umræður í forsetakjöri.“ Eiríkur er sammála Davíð hvað varðar fullyrðingu hans um að ekki hafi legið fyrir þingrofstillaga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór að hitta Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum í síðasta mánuði. „Þingrof fer þannig fram að forsætisráðherra leggur beiðni um þingrof fyrir forseta. Frásögn Ólafs og Sigmundar ber saman um það að forsætisráðherra hafi ekki með formlegum hætti krafið forseta um þingrof.“Vel virtist fara með þeim Guðna Th. og Andra Snæ.Vísir/StefánUm málskotsrétt forsetaHelstu skoðanaskiptin virtust þó vera í kringum málskotsrétt forseta sem kemur fram í 26. grein stjórnarskráarinnar. Þar sé afstaða Davíðs afar ólík hinna frambjóðendanna. „Hann virðist hafa eldri sýn á 26. greinina. Að það sé algjörlega sjálfstætt mat forseta að ákveða um beitingu hennar og að almennt geri forseti það ekki. Þetta hefur auðvitað breyst, bæði í meðferðum Ólafs Ragnar og í allri umræðunni um stjórnarskránna. Þar hafa menn talað um að þjóðin eigi að koma að slíku til dæmis með undirskriftalistum. Svo virðist vera að aðrir frambjóðendur hafi verið á þeirri skoðun að málskotið ætti að færast til þjóðarinnar þó svo að forseti geti deilt því með henni. Það yrði reyndar óþarfi ef svo yrði gert, en sakar svo sem ekki. Af þeim öllum var það Guðni sem talaði einna skýrast um að það ákvæði verði að koma í stjórnarskrá.“ Eiríkur er ekki frá því að það hafi verið ólík reynsla að sjá Davíð í kappræðunum í kvöld en að sjá hann í svipuðum aðstæðum hér áður fyrr. „Aðstæðurnar eru náttúrulega þannig að einn frambjóðandi hefur yfirburða fylgi. Davíð er í órafjarlægð frá þeim stuðningi sem hann hefur áður notið í þjóðfélaginu. Hann er allt í einu kominn í stöðu sem hann er mjög óvanur að vera í. Að vera það langt fyrir neðan aðal keppinautinn að það er himinn og haf á milli. Hann er einhvern veginn allt annar maður í þeirri stöðu en maður man eftir. Hann var ólíkur þeim sigursæla stjórnmálaforingja sem við áttum að venjast.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27 Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30 Í beinni: Fyrstu forsetakappræðurnar Hér geturðu horft á fyrstu sjónvarpskappræður forsetaefnanna og sent inn spurningar í beinni. 26. maí 2016 18:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Veldu þann frambjóðanda sem þér þótti standa sig best í forsetakappræðum Stöðvar 2 Fjórir tókust á í sjónvarpssal. 26. maí 2016 20:27
Könnun fréttastofu 365: Guðni með 65 prósenta fylgi Davíð Oddsson næstur á eftir með tæp 20 prósent, Andri Snær tæp 8 prósent og Halla Tómasdóttir með 2,5 prósent. 26. maí 2016 18:30
Í beinni: Fyrstu forsetakappræðurnar Hér geturðu horft á fyrstu sjónvarpskappræður forsetaefnanna og sent inn spurningar í beinni. 26. maí 2016 18:30