Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. janúar 2016 23:00 Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Kristins í upphafi leiksins. Vísir/getty Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum í æfingarleik sem lauk rétt í þessu í Los Angeles. Íslenska liðið komst yfir í tvígang en bandaríska liðinu tókst að svara fyrir mörkin og stela sigrinum undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. Fimm íslenskir leikmenn léku fyrstu leiki sína fyrir A-landsliðið í dag og sýndu þeir á köflum góða takta. Var um að ræða þriðja og síðasta landsleik Íslands í janúar en líkt og í fyrri tveimur leikjum liðsins voru margir nýjir og óreyndir leikmenn í hópnum. Kristinn Steindórsson sem kannaðist eflaust við marga leikmenn bandaríska liðsins eftir dvöl sína hjá Columbus Crew kom Íslandi yfir í upphafi leiksins. Fór skot hans fór af varnarmanni og framhjá Luis Robles í bandaríska markinu. Hafði Kristinn reynt fyrirgjöf inn í teiginn og var samviskusamlega mættur til þess að taka seinni boltann, setti boltann á vinstri og skaut á markið. Heimamenn voru hinsvegar ekki lengi að svara og var þar að verki einn besti framherji liðsins, Jozy Altidore eftir gott samspil við Michael Bradley. Mátti sjá að bandaríska liðið var búið að eyða undanförnum vikum saman þegar Bradley galopnaði vörn íslenska liðsins með góðri sendingu og Altidore setti boltann yfir Ögmund í íslenska markinu. Bandaríska liðið var sterkara í fyrri hálfleik án þess að skapa sér færi á meðan íslenska liðið sat aftar á vellinum og beitti skyndisóknum. Fékk Aron Sigurðarson besta færi Íslands stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann kom inn á hægri fótinn eftir sendingu Eiðs Smára Guðjohnsen en skot hans fór yfir markið. Fóru liðin því inn í hálfleikinn jöfn en Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson gerðu þrjár breytingar í hálfleik. Nýliðarnir Diego Jóhannesson, Aron Elís Þrándarson og Hjörtur Hermannsson komu allir inná og var íslenska liðið ekki lengi að ná forskotinu á ný.Birkir Már reynir hér að stöðva leikmann bandaríska liðsins.Vísir/GettyFékk þá Aron Sigurðarson aftur sendingu við vítateigslínuna, kom inn á hægri fótinn en í þetta skiptið lagði hann boltann í fjærhornið. Snyrtilega gert hjá Aroni sem var einn sprækasti leikmaður liðsins í dag í sínum fyrsta landsleik. Tíu mínútum síðar voru Bandaríkjamenn aftur búnir að jafna metin en þar var að verki varnarmaðurinn Michael Orozco eftir hornspyrnu. Virtist vera brotið á Ögmundi í aðdraganda hornsins en dómarinn dæmdi ekkert og uppskáru heimamenn jöfnunarmarkið þess í stað. Skallaði þá Steve Birnbaum fyrirgjöf Jozy Altidore aftur inn í teiginn og Orozco var mættur á fjærstöng til þess að skalla boltann í netið af stuttu færi. Birkir Már Sævarsson fékk færi til þess að koma Íslandi aftur yfir eftir góðan sprett en skot hans fór beint á Robles í marki bandaríska liðsins. Heimamenn færðu sig framar á vellinum eftir því sem leið á leikinn og fengu færi til þess að bæta við marki en íslenska liðinu tókst vel að loka á allar sóknaraðgerðir bandaríska liðsins. Undir lok venjulegs leiktíma tókst bandaríska liðinu að skora sigurmark leiksins og var þar á ferðinni varamaðurinn Birnbaum. Átti Bradley þá góða aukaspyrnu inn á vítateiginn sem Birnbaum stangaði í netið af stuttu færi og tryggði Bandaríkjunum sigurinn. Það gafst ekki tími til þess að svara markinu og lauk leiknum með 3-2 sigri Bandaríkjanna en það var margt jákvætt til þess að taka úr leiknum. Fimm nýliðar fengu eldskírn sína með landsliðinu í dag og nýtti Aron Sigurðarson tækifærið vel en hann skoraði annað mark Íslands og var einn af sprækustu mönnum leiksins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum í æfingarleik sem lauk rétt í þessu í Los Angeles. Íslenska liðið komst yfir í tvígang en bandaríska liðinu tókst að svara fyrir mörkin og stela sigrinum undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. Fimm íslenskir leikmenn léku fyrstu leiki sína fyrir A-landsliðið í dag og sýndu þeir á köflum góða takta. Var um að ræða þriðja og síðasta landsleik Íslands í janúar en líkt og í fyrri tveimur leikjum liðsins voru margir nýjir og óreyndir leikmenn í hópnum. Kristinn Steindórsson sem kannaðist eflaust við marga leikmenn bandaríska liðsins eftir dvöl sína hjá Columbus Crew kom Íslandi yfir í upphafi leiksins. Fór skot hans fór af varnarmanni og framhjá Luis Robles í bandaríska markinu. Hafði Kristinn reynt fyrirgjöf inn í teiginn og var samviskusamlega mættur til þess að taka seinni boltann, setti boltann á vinstri og skaut á markið. Heimamenn voru hinsvegar ekki lengi að svara og var þar að verki einn besti framherji liðsins, Jozy Altidore eftir gott samspil við Michael Bradley. Mátti sjá að bandaríska liðið var búið að eyða undanförnum vikum saman þegar Bradley galopnaði vörn íslenska liðsins með góðri sendingu og Altidore setti boltann yfir Ögmund í íslenska markinu. Bandaríska liðið var sterkara í fyrri hálfleik án þess að skapa sér færi á meðan íslenska liðið sat aftar á vellinum og beitti skyndisóknum. Fékk Aron Sigurðarson besta færi Íslands stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann kom inn á hægri fótinn eftir sendingu Eiðs Smára Guðjohnsen en skot hans fór yfir markið. Fóru liðin því inn í hálfleikinn jöfn en Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson gerðu þrjár breytingar í hálfleik. Nýliðarnir Diego Jóhannesson, Aron Elís Þrándarson og Hjörtur Hermannsson komu allir inná og var íslenska liðið ekki lengi að ná forskotinu á ný.Birkir Már reynir hér að stöðva leikmann bandaríska liðsins.Vísir/GettyFékk þá Aron Sigurðarson aftur sendingu við vítateigslínuna, kom inn á hægri fótinn en í þetta skiptið lagði hann boltann í fjærhornið. Snyrtilega gert hjá Aroni sem var einn sprækasti leikmaður liðsins í dag í sínum fyrsta landsleik. Tíu mínútum síðar voru Bandaríkjamenn aftur búnir að jafna metin en þar var að verki varnarmaðurinn Michael Orozco eftir hornspyrnu. Virtist vera brotið á Ögmundi í aðdraganda hornsins en dómarinn dæmdi ekkert og uppskáru heimamenn jöfnunarmarkið þess í stað. Skallaði þá Steve Birnbaum fyrirgjöf Jozy Altidore aftur inn í teiginn og Orozco var mættur á fjærstöng til þess að skalla boltann í netið af stuttu færi. Birkir Már Sævarsson fékk færi til þess að koma Íslandi aftur yfir eftir góðan sprett en skot hans fór beint á Robles í marki bandaríska liðsins. Heimamenn færðu sig framar á vellinum eftir því sem leið á leikinn og fengu færi til þess að bæta við marki en íslenska liðinu tókst vel að loka á allar sóknaraðgerðir bandaríska liðsins. Undir lok venjulegs leiktíma tókst bandaríska liðinu að skora sigurmark leiksins og var þar á ferðinni varamaðurinn Birnbaum. Átti Bradley þá góða aukaspyrnu inn á vítateiginn sem Birnbaum stangaði í netið af stuttu færi og tryggði Bandaríkjunum sigurinn. Það gafst ekki tími til þess að svara markinu og lauk leiknum með 3-2 sigri Bandaríkjanna en það var margt jákvætt til þess að taka úr leiknum. Fimm nýliðar fengu eldskírn sína með landsliðinu í dag og nýtti Aron Sigurðarson tækifærið vel en hann skoraði annað mark Íslands og var einn af sprækustu mönnum leiksins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Sjá meira