Telja samninga leiða til ofbeitar Snærós Sindradóttir skrifar 14. júlí 2016 07:00 Sauðfjárbændur samþykktu búvörusamninginn með 60 prósent atkvæða gegn 37. Visir/Antonbrink Sauðfjárbændur á Vestfjörðum og Ströndum eru gríðarlega óánægðir með nýjan búvörusamning sem nú er til skoðunar í atvinnuveganefnd Alþingis. Sauðfjárbændur samþykktu samninginn í mars með 60,4 prósentum atkvæða gegn 37,3 prósentum. Formenn félaga sauðfjárbænda á Vestfjörðum og í Strandasýslu telja að nánast enginn á þeirra svæði hafi samþykkt samninginn. „Í vor létum við reikna út fyrir okkur hvernig samningurinn kæmi í heild út fyrir svæðið. Þeir útreikningar sýndu það sem við vissum fyrir, að þetta eru jaðarfjandsamlegir samningar,“ segir Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Samkvæmt sauðfjársamningnum verður greiðslumark lagt niður í núverandi mynd. Hingað til hafa bændur sem telja sig þurfa ríkisstuðning geta keypt sig inn í kerfið með þeim hætti en nú á að hætta þessum stuðningi á næstu tíu árum og taka frekar upp sjóð sem styrkir alla með jafnari hætti, óháð því hversu mikinn stuðning viðkomandi þarf. Jóhann Pétur segir að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi því bændur fá greitt hærra framleiðslugjald og gripagjald. Það sé ekki endilega jákvætt. „Mín skoðun er að aukning framleiðslunnar verði á svæði sem ber hana ekki. Þá fara menn að ganga á landgæði. Þetta er mjög heimskulegur samningur og ekki í neinni sátt við landgræðslu,“ segir Jóhann Pétur. Ítrekaðar fréttir hafa verið sagðar af því síðastliðin ár að kjötfjöll standi eftir að hausti þegar kemur að sláturtíð. Framboð sé langt umfram eftirspurn.Jóhann Pétur segir að ekki hafi gengið vel að selja og að sláturleyfishafar hafi lækkað afurðaverð, til dæmis hafi afurðaverð á ærkjöti lækkað verulega. „Þannig að það er ekkert í spilunum sem segir að það eigi að fara út í þá vitleysu að búa til samning sem hvetur til framleiðslu. Menn eru alltaf að tala um einhverjar patentlausnir núna og sjá fyrir sér að eyða einum milljarði í markaðssetningu í útlöndum á samningstímanum. En síðastliðin þrjátíu ár hefur Ameríka alltaf verið að koma en svo gerist ekkert,“ segir Jóhann Pétur og spyr: „Er það eitthvað sem almenningur vill? Að ríkisstuðningur komi á hvert framleitt kíló sem svo er selt úr landi?“ Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal á Ströndum og formaður sauðfjárbænda í Strandasýslu, segir blóðugt að sjá hvernig stuðningurinn er fluttur af landsvæðinu og til bænda sem stunda sauðfjárbúskap með öðrum störfum eða sem áhugamál. „Það er náttúrulega landbúnaðarráðherra sem þá var, Sigurður Ingi Jóhannesson af Suðurlandi, og formaður Bændasamtakanna, sem er Vestlendingur, sem gera þennan samning. Þeir eru að semja fyrir sín héröð.“ Á Ströndum var gerð skýrsla um áhrif búvörusamningsins á bændur. „Það eru ekkert sérstaklega margir bændur í Strandasýslu en það fara 50 milljónir út úr héraðinu bara á síðasta ári samningsins. Það eru dæmi um að bændur tapi milljónum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Sauðfjárbændur á Vestfjörðum og Ströndum eru gríðarlega óánægðir með nýjan búvörusamning sem nú er til skoðunar í atvinnuveganefnd Alþingis. Sauðfjárbændur samþykktu samninginn í mars með 60,4 prósentum atkvæða gegn 37,3 prósentum. Formenn félaga sauðfjárbænda á Vestfjörðum og í Strandasýslu telja að nánast enginn á þeirra svæði hafi samþykkt samninginn. „Í vor létum við reikna út fyrir okkur hvernig samningurinn kæmi í heild út fyrir svæðið. Þeir útreikningar sýndu það sem við vissum fyrir, að þetta eru jaðarfjandsamlegir samningar,“ segir Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Samkvæmt sauðfjársamningnum verður greiðslumark lagt niður í núverandi mynd. Hingað til hafa bændur sem telja sig þurfa ríkisstuðning geta keypt sig inn í kerfið með þeim hætti en nú á að hætta þessum stuðningi á næstu tíu árum og taka frekar upp sjóð sem styrkir alla með jafnari hætti, óháð því hversu mikinn stuðning viðkomandi þarf. Jóhann Pétur segir að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi því bændur fá greitt hærra framleiðslugjald og gripagjald. Það sé ekki endilega jákvætt. „Mín skoðun er að aukning framleiðslunnar verði á svæði sem ber hana ekki. Þá fara menn að ganga á landgæði. Þetta er mjög heimskulegur samningur og ekki í neinni sátt við landgræðslu,“ segir Jóhann Pétur. Ítrekaðar fréttir hafa verið sagðar af því síðastliðin ár að kjötfjöll standi eftir að hausti þegar kemur að sláturtíð. Framboð sé langt umfram eftirspurn.Jóhann Pétur segir að ekki hafi gengið vel að selja og að sláturleyfishafar hafi lækkað afurðaverð, til dæmis hafi afurðaverð á ærkjöti lækkað verulega. „Þannig að það er ekkert í spilunum sem segir að það eigi að fara út í þá vitleysu að búa til samning sem hvetur til framleiðslu. Menn eru alltaf að tala um einhverjar patentlausnir núna og sjá fyrir sér að eyða einum milljarði í markaðssetningu í útlöndum á samningstímanum. En síðastliðin þrjátíu ár hefur Ameríka alltaf verið að koma en svo gerist ekkert,“ segir Jóhann Pétur og spyr: „Er það eitthvað sem almenningur vill? Að ríkisstuðningur komi á hvert framleitt kíló sem svo er selt úr landi?“ Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal á Ströndum og formaður sauðfjárbænda í Strandasýslu, segir blóðugt að sjá hvernig stuðningurinn er fluttur af landsvæðinu og til bænda sem stunda sauðfjárbúskap með öðrum störfum eða sem áhugamál. „Það er náttúrulega landbúnaðarráðherra sem þá var, Sigurður Ingi Jóhannesson af Suðurlandi, og formaður Bændasamtakanna, sem er Vestlendingur, sem gera þennan samning. Þeir eru að semja fyrir sín héröð.“ Á Ströndum var gerð skýrsla um áhrif búvörusamningsins á bændur. „Það eru ekkert sérstaklega margir bændur í Strandasýslu en það fara 50 milljónir út úr héraðinu bara á síðasta ári samningsins. Það eru dæmi um að bændur tapi milljónum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira