Telja samninga leiða til ofbeitar Snærós Sindradóttir skrifar 14. júlí 2016 07:00 Sauðfjárbændur samþykktu búvörusamninginn með 60 prósent atkvæða gegn 37. Visir/Antonbrink Sauðfjárbændur á Vestfjörðum og Ströndum eru gríðarlega óánægðir með nýjan búvörusamning sem nú er til skoðunar í atvinnuveganefnd Alþingis. Sauðfjárbændur samþykktu samninginn í mars með 60,4 prósentum atkvæða gegn 37,3 prósentum. Formenn félaga sauðfjárbænda á Vestfjörðum og í Strandasýslu telja að nánast enginn á þeirra svæði hafi samþykkt samninginn. „Í vor létum við reikna út fyrir okkur hvernig samningurinn kæmi í heild út fyrir svæðið. Þeir útreikningar sýndu það sem við vissum fyrir, að þetta eru jaðarfjandsamlegir samningar,“ segir Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Samkvæmt sauðfjársamningnum verður greiðslumark lagt niður í núverandi mynd. Hingað til hafa bændur sem telja sig þurfa ríkisstuðning geta keypt sig inn í kerfið með þeim hætti en nú á að hætta þessum stuðningi á næstu tíu árum og taka frekar upp sjóð sem styrkir alla með jafnari hætti, óháð því hversu mikinn stuðning viðkomandi þarf. Jóhann Pétur segir að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi því bændur fá greitt hærra framleiðslugjald og gripagjald. Það sé ekki endilega jákvætt. „Mín skoðun er að aukning framleiðslunnar verði á svæði sem ber hana ekki. Þá fara menn að ganga á landgæði. Þetta er mjög heimskulegur samningur og ekki í neinni sátt við landgræðslu,“ segir Jóhann Pétur. Ítrekaðar fréttir hafa verið sagðar af því síðastliðin ár að kjötfjöll standi eftir að hausti þegar kemur að sláturtíð. Framboð sé langt umfram eftirspurn.Jóhann Pétur segir að ekki hafi gengið vel að selja og að sláturleyfishafar hafi lækkað afurðaverð, til dæmis hafi afurðaverð á ærkjöti lækkað verulega. „Þannig að það er ekkert í spilunum sem segir að það eigi að fara út í þá vitleysu að búa til samning sem hvetur til framleiðslu. Menn eru alltaf að tala um einhverjar patentlausnir núna og sjá fyrir sér að eyða einum milljarði í markaðssetningu í útlöndum á samningstímanum. En síðastliðin þrjátíu ár hefur Ameríka alltaf verið að koma en svo gerist ekkert,“ segir Jóhann Pétur og spyr: „Er það eitthvað sem almenningur vill? Að ríkisstuðningur komi á hvert framleitt kíló sem svo er selt úr landi?“ Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal á Ströndum og formaður sauðfjárbænda í Strandasýslu, segir blóðugt að sjá hvernig stuðningurinn er fluttur af landsvæðinu og til bænda sem stunda sauðfjárbúskap með öðrum störfum eða sem áhugamál. „Það er náttúrulega landbúnaðarráðherra sem þá var, Sigurður Ingi Jóhannesson af Suðurlandi, og formaður Bændasamtakanna, sem er Vestlendingur, sem gera þennan samning. Þeir eru að semja fyrir sín héröð.“ Á Ströndum var gerð skýrsla um áhrif búvörusamningsins á bændur. „Það eru ekkert sérstaklega margir bændur í Strandasýslu en það fara 50 milljónir út úr héraðinu bara á síðasta ári samningsins. Það eru dæmi um að bændur tapi milljónum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Sauðfjárbændur á Vestfjörðum og Ströndum eru gríðarlega óánægðir með nýjan búvörusamning sem nú er til skoðunar í atvinnuveganefnd Alþingis. Sauðfjárbændur samþykktu samninginn í mars með 60,4 prósentum atkvæða gegn 37,3 prósentum. Formenn félaga sauðfjárbænda á Vestfjörðum og í Strandasýslu telja að nánast enginn á þeirra svæði hafi samþykkt samninginn. „Í vor létum við reikna út fyrir okkur hvernig samningurinn kæmi í heild út fyrir svæðið. Þeir útreikningar sýndu það sem við vissum fyrir, að þetta eru jaðarfjandsamlegir samningar,“ segir Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Samkvæmt sauðfjársamningnum verður greiðslumark lagt niður í núverandi mynd. Hingað til hafa bændur sem telja sig þurfa ríkisstuðning geta keypt sig inn í kerfið með þeim hætti en nú á að hætta þessum stuðningi á næstu tíu árum og taka frekar upp sjóð sem styrkir alla með jafnari hætti, óháð því hversu mikinn stuðning viðkomandi þarf. Jóhann Pétur segir að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi því bændur fá greitt hærra framleiðslugjald og gripagjald. Það sé ekki endilega jákvætt. „Mín skoðun er að aukning framleiðslunnar verði á svæði sem ber hana ekki. Þá fara menn að ganga á landgæði. Þetta er mjög heimskulegur samningur og ekki í neinni sátt við landgræðslu,“ segir Jóhann Pétur. Ítrekaðar fréttir hafa verið sagðar af því síðastliðin ár að kjötfjöll standi eftir að hausti þegar kemur að sláturtíð. Framboð sé langt umfram eftirspurn.Jóhann Pétur segir að ekki hafi gengið vel að selja og að sláturleyfishafar hafi lækkað afurðaverð, til dæmis hafi afurðaverð á ærkjöti lækkað verulega. „Þannig að það er ekkert í spilunum sem segir að það eigi að fara út í þá vitleysu að búa til samning sem hvetur til framleiðslu. Menn eru alltaf að tala um einhverjar patentlausnir núna og sjá fyrir sér að eyða einum milljarði í markaðssetningu í útlöndum á samningstímanum. En síðastliðin þrjátíu ár hefur Ameríka alltaf verið að koma en svo gerist ekkert,“ segir Jóhann Pétur og spyr: „Er það eitthvað sem almenningur vill? Að ríkisstuðningur komi á hvert framleitt kíló sem svo er selt úr landi?“ Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal á Ströndum og formaður sauðfjárbænda í Strandasýslu, segir blóðugt að sjá hvernig stuðningurinn er fluttur af landsvæðinu og til bænda sem stunda sauðfjárbúskap með öðrum störfum eða sem áhugamál. „Það er náttúrulega landbúnaðarráðherra sem þá var, Sigurður Ingi Jóhannesson af Suðurlandi, og formaður Bændasamtakanna, sem er Vestlendingur, sem gera þennan samning. Þeir eru að semja fyrir sín héröð.“ Á Ströndum var gerð skýrsla um áhrif búvörusamningsins á bændur. „Það eru ekkert sérstaklega margir bændur í Strandasýslu en það fara 50 milljónir út úr héraðinu bara á síðasta ári samningsins. Það eru dæmi um að bændur tapi milljónum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira