Telja samninga leiða til ofbeitar Snærós Sindradóttir skrifar 14. júlí 2016 07:00 Sauðfjárbændur samþykktu búvörusamninginn með 60 prósent atkvæða gegn 37. Visir/Antonbrink Sauðfjárbændur á Vestfjörðum og Ströndum eru gríðarlega óánægðir með nýjan búvörusamning sem nú er til skoðunar í atvinnuveganefnd Alþingis. Sauðfjárbændur samþykktu samninginn í mars með 60,4 prósentum atkvæða gegn 37,3 prósentum. Formenn félaga sauðfjárbænda á Vestfjörðum og í Strandasýslu telja að nánast enginn á þeirra svæði hafi samþykkt samninginn. „Í vor létum við reikna út fyrir okkur hvernig samningurinn kæmi í heild út fyrir svæðið. Þeir útreikningar sýndu það sem við vissum fyrir, að þetta eru jaðarfjandsamlegir samningar,“ segir Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Samkvæmt sauðfjársamningnum verður greiðslumark lagt niður í núverandi mynd. Hingað til hafa bændur sem telja sig þurfa ríkisstuðning geta keypt sig inn í kerfið með þeim hætti en nú á að hætta þessum stuðningi á næstu tíu árum og taka frekar upp sjóð sem styrkir alla með jafnari hætti, óháð því hversu mikinn stuðning viðkomandi þarf. Jóhann Pétur segir að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi því bændur fá greitt hærra framleiðslugjald og gripagjald. Það sé ekki endilega jákvætt. „Mín skoðun er að aukning framleiðslunnar verði á svæði sem ber hana ekki. Þá fara menn að ganga á landgæði. Þetta er mjög heimskulegur samningur og ekki í neinni sátt við landgræðslu,“ segir Jóhann Pétur. Ítrekaðar fréttir hafa verið sagðar af því síðastliðin ár að kjötfjöll standi eftir að hausti þegar kemur að sláturtíð. Framboð sé langt umfram eftirspurn.Jóhann Pétur segir að ekki hafi gengið vel að selja og að sláturleyfishafar hafi lækkað afurðaverð, til dæmis hafi afurðaverð á ærkjöti lækkað verulega. „Þannig að það er ekkert í spilunum sem segir að það eigi að fara út í þá vitleysu að búa til samning sem hvetur til framleiðslu. Menn eru alltaf að tala um einhverjar patentlausnir núna og sjá fyrir sér að eyða einum milljarði í markaðssetningu í útlöndum á samningstímanum. En síðastliðin þrjátíu ár hefur Ameríka alltaf verið að koma en svo gerist ekkert,“ segir Jóhann Pétur og spyr: „Er það eitthvað sem almenningur vill? Að ríkisstuðningur komi á hvert framleitt kíló sem svo er selt úr landi?“ Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal á Ströndum og formaður sauðfjárbænda í Strandasýslu, segir blóðugt að sjá hvernig stuðningurinn er fluttur af landsvæðinu og til bænda sem stunda sauðfjárbúskap með öðrum störfum eða sem áhugamál. „Það er náttúrulega landbúnaðarráðherra sem þá var, Sigurður Ingi Jóhannesson af Suðurlandi, og formaður Bændasamtakanna, sem er Vestlendingur, sem gera þennan samning. Þeir eru að semja fyrir sín héröð.“ Á Ströndum var gerð skýrsla um áhrif búvörusamningsins á bændur. „Það eru ekkert sérstaklega margir bændur í Strandasýslu en það fara 50 milljónir út úr héraðinu bara á síðasta ári samningsins. Það eru dæmi um að bændur tapi milljónum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Sauðfjárbændur á Vestfjörðum og Ströndum eru gríðarlega óánægðir með nýjan búvörusamning sem nú er til skoðunar í atvinnuveganefnd Alþingis. Sauðfjárbændur samþykktu samninginn í mars með 60,4 prósentum atkvæða gegn 37,3 prósentum. Formenn félaga sauðfjárbænda á Vestfjörðum og í Strandasýslu telja að nánast enginn á þeirra svæði hafi samþykkt samninginn. „Í vor létum við reikna út fyrir okkur hvernig samningurinn kæmi í heild út fyrir svæðið. Þeir útreikningar sýndu það sem við vissum fyrir, að þetta eru jaðarfjandsamlegir samningar,“ segir Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum. Samkvæmt sauðfjársamningnum verður greiðslumark lagt niður í núverandi mynd. Hingað til hafa bændur sem telja sig þurfa ríkisstuðning geta keypt sig inn í kerfið með þeim hætti en nú á að hætta þessum stuðningi á næstu tíu árum og taka frekar upp sjóð sem styrkir alla með jafnari hætti, óháð því hversu mikinn stuðning viðkomandi þarf. Jóhann Pétur segir að samningurinn sé framleiðsluhvetjandi því bændur fá greitt hærra framleiðslugjald og gripagjald. Það sé ekki endilega jákvætt. „Mín skoðun er að aukning framleiðslunnar verði á svæði sem ber hana ekki. Þá fara menn að ganga á landgæði. Þetta er mjög heimskulegur samningur og ekki í neinni sátt við landgræðslu,“ segir Jóhann Pétur. Ítrekaðar fréttir hafa verið sagðar af því síðastliðin ár að kjötfjöll standi eftir að hausti þegar kemur að sláturtíð. Framboð sé langt umfram eftirspurn.Jóhann Pétur segir að ekki hafi gengið vel að selja og að sláturleyfishafar hafi lækkað afurðaverð, til dæmis hafi afurðaverð á ærkjöti lækkað verulega. „Þannig að það er ekkert í spilunum sem segir að það eigi að fara út í þá vitleysu að búa til samning sem hvetur til framleiðslu. Menn eru alltaf að tala um einhverjar patentlausnir núna og sjá fyrir sér að eyða einum milljarði í markaðssetningu í útlöndum á samningstímanum. En síðastliðin þrjátíu ár hefur Ameríka alltaf verið að koma en svo gerist ekkert,“ segir Jóhann Pétur og spyr: „Er það eitthvað sem almenningur vill? Að ríkisstuðningur komi á hvert framleitt kíló sem svo er selt úr landi?“ Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal á Ströndum og formaður sauðfjárbænda í Strandasýslu, segir blóðugt að sjá hvernig stuðningurinn er fluttur af landsvæðinu og til bænda sem stunda sauðfjárbúskap með öðrum störfum eða sem áhugamál. „Það er náttúrulega landbúnaðarráðherra sem þá var, Sigurður Ingi Jóhannesson af Suðurlandi, og formaður Bændasamtakanna, sem er Vestlendingur, sem gera þennan samning. Þeir eru að semja fyrir sín héröð.“ Á Ströndum var gerð skýrsla um áhrif búvörusamningsins á bændur. „Það eru ekkert sérstaklega margir bændur í Strandasýslu en það fara 50 milljónir út úr héraðinu bara á síðasta ári samningsins. Það eru dæmi um að bændur tapi milljónum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira