Landsliðsmaðurinn Haukur Heiðar Hauksson var í byrjunarliði AIK sem vann 1-0 sigur á Europa frá Gíbraltar á Vinavöllum í kvöld.
Þetta var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en seinni leikurinn fer fram á Victoria Stadium á Gíbraltar eftir viku.
Það tók Svíana 89 mínútur að brjóta Europa niður en varamaðurinn Carlos Strandberg kom boltanum þá framhjá Javi Munoz í marki gestanna.
Lið frá Gíbraltar hafa verið mikið í fréttunum í þessari viku en í fyrradag vann Lincoln Red Imps mjög svo óvæntan sigur á skoska stórliðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Haukur Heiðar var tekinn af velli á 78. mínútu en hann fékk að líta gula spjaldið fimm mínútum áður.
Haukur Heiðar og félagar gerðu betur en Celtic og unnu lið frá Gíbraltar

Tengdar fréttir

Brendan Rodgers skammast sín ekki fyrir tapið á Gíbraltar í gær
Stjóraferill Brendan Rodgers hjá skoska félaginu Celtic byrjaði ekki glæsilega því liðið tapaði óvænt 1-0 á Gíbraltar í gær í fyrri leik sínum á móti Lincoln Red Imps í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.