Blaðamenn Washington Post afhjúpa Donald Trump í nýrri bók Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 23:25 Fasteignamógúllinn Donald Trump flýgur yfir Manhattan-eyju á 9. áratugnum. vísir/getty Hvikul hollusta Donald Trump bæði í viðskiptum og pólitík er afhjúpuð í nýrri bók sem teymi blaðamanna Washington Post hafa skrifað en bókin kom út í dag. Talið er að hún dragi mjög úr trúverðugleika Trump sem er eins og kunnugt er forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í nóvember. Alls komu um tuttugu blaðamenn að gerð bókarinnar á þriggja mánaða tímabili fyrr á árinu en þeir tóku fjölda viðtala við Trump sem spanna um tuttugu klukkutíma.Ítarlega er fjallað um bókina á vef Guardian en þar segir meðal annars að blaðamennirnir hafa spurt hann út í það hversu ört hann skipti um stjórnmálaflokk á árunum 1999 til 2012. Trump sagði að það að flakka á milli flokka hefði einfaldlega hentað honum vel. „Þetta var bara af praktískum ástæðum því ef þú ætlar að fara í framboð þá verðurðu að eignast vini.“ Þá neitaði hann að svara spurningunni um hvort hann hefði einhvern tímann kosið Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans nú, en hann hélt eitt sinn samkomu til að safna peningum í kosningasjóði Clinton auk þess sem hann studdi við fjárhagslega við kosningabaráttu hennar sex sinnum á tíu árum. Trump segir að hann hafi litið á það sem skyldu að láta sér líka við fólk, þar á meðal Clinton-hjónin. Blaðamennirnir fjalla einnig um hina ýmsu viðskiptagjörninga Trump og ræða meðal annars við fólk sem varð fyrir barðinu á honum í tengslum við byggingu fasteignar á Flórída þar sem Trump bar takmarkaða viðskiptalega ábyrgð og lánaði aðeins nafn sitt fyrir verkefnið. Í bókinni kemur hins vegar fram að einn aðalverktakinn í verkefninu hafi verið maður sem hafði gerst sekur um fjársvik í New York sem tengdust mafíunni. Aðspurður um tengsl sín við manninn kveðst Trump varla hafa þekkt hann. Sjá umfjöllun Guardian um bókina hér. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton með töluvert forskot á Trump Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump. 19. ágúst 2016 19:48 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Hvikul hollusta Donald Trump bæði í viðskiptum og pólitík er afhjúpuð í nýrri bók sem teymi blaðamanna Washington Post hafa skrifað en bókin kom út í dag. Talið er að hún dragi mjög úr trúverðugleika Trump sem er eins og kunnugt er forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í nóvember. Alls komu um tuttugu blaðamenn að gerð bókarinnar á þriggja mánaða tímabili fyrr á árinu en þeir tóku fjölda viðtala við Trump sem spanna um tuttugu klukkutíma.Ítarlega er fjallað um bókina á vef Guardian en þar segir meðal annars að blaðamennirnir hafa spurt hann út í það hversu ört hann skipti um stjórnmálaflokk á árunum 1999 til 2012. Trump sagði að það að flakka á milli flokka hefði einfaldlega hentað honum vel. „Þetta var bara af praktískum ástæðum því ef þú ætlar að fara í framboð þá verðurðu að eignast vini.“ Þá neitaði hann að svara spurningunni um hvort hann hefði einhvern tímann kosið Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans nú, en hann hélt eitt sinn samkomu til að safna peningum í kosningasjóði Clinton auk þess sem hann studdi við fjárhagslega við kosningabaráttu hennar sex sinnum á tíu árum. Trump segir að hann hafi litið á það sem skyldu að láta sér líka við fólk, þar á meðal Clinton-hjónin. Blaðamennirnir fjalla einnig um hina ýmsu viðskiptagjörninga Trump og ræða meðal annars við fólk sem varð fyrir barðinu á honum í tengslum við byggingu fasteignar á Flórída þar sem Trump bar takmarkaða viðskiptalega ábyrgð og lánaði aðeins nafn sitt fyrir verkefnið. Í bókinni kemur hins vegar fram að einn aðalverktakinn í verkefninu hafi verið maður sem hafði gerst sekur um fjársvik í New York sem tengdust mafíunni. Aðspurður um tengsl sín við manninn kveðst Trump varla hafa þekkt hann. Sjá umfjöllun Guardian um bókina hér.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton með töluvert forskot á Trump Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump. 19. ágúst 2016 19:48 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Clinton með töluvert forskot á Trump Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump. 19. ágúst 2016 19:48
Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17
Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30