Hinn eldfljóti Dion Acoff er á förum frá Þrótti og mun spila með Valsmönnum næsta sumar.
Þetta er staðfest á heimasíðu Þróttara í dag. Acoff er mjög öflugur leikmaður og ljóst að það yrði erfitt fyrir Þróttara að halda honum er liðið féll úr Pepsi-deildinni.
Leikamðurinn er 25 ára gamall og var búinn að spila tvö tímabil með Þrótturum. Alls lék hann 45 leiki fyrir Þrótt og skoraði í þeim leikjum níu mörk.
Fleiri lið sýndu þessum skemmtilega leikmanni áhuga en Valur hafði betur í baráttunni um Acoff.
Acoff á leiðinni til Vals
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn


Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Fleiri fréttir
