Leki úr röðum Demókrata sýnir andúð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2016 22:43 Hillary Clinton og Bernie Sanders. Vísir/getty Nítján þúsund tölvupóstsamskipti frá flokksstjórn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa verið birt á uppljóstrunarvef WikiLeaks. Þessi leki sýnir mikla biturð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders, sem barðist við Hillary Clinton um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Clinton varð fyrir valinu en lekinn var birtur áður en hún var kynnt sem forsetaefni flokksins í gær. Þar sést til að mynda hvernig fulltrúar flokksstjórnarinnar gerðu grín að Sanders og stuðningsmönnum hans. Þá efuðust meðlimir flokksstjórnarinnar um trú Sanders á guð. WikiLeaks gefur ekki upp hver lak þessu en greint var frá því í síðasta mánuði að rússneskir hakkarar hefðu brotist inn á tölvukerfi Demókrataflokksins. Stjórnarformaður flokksstjórnarinnar, Debbie Wasserman Schulz, sagði þetta innbrot vera grafalvarlegt mál og að flokkurinn hefði fengið sérfræðingar með sér í lið til að koma í veg fyrir að hakkarar gætu komist yfir fleiri gögn flokksins. WikiLeaks segir þennan leka vera fyrsta hlutann af nokkrum í Hillary-lekanum. Á meðal þeirra sem koma fyrir í þessum leka eru fulltrúar flokksins á borð við Luis Miranda, talsmanns Demókrataflokksins, fjármálastjórum flokksins Scott Corner og Jordan Kaplan en nafntogað fólk úr Demókrataflokknum og Hvíta húsinu áttu samskipti við þau frá janúar í fyrra til maí í ár, að því er fram kemur á vef Wikileaks. Í tölvupóstunum má sjá nokkra andúð flokksstjórnarinnar í garð Sanders áður og eftir að framboði hans var til skamms tíma meinaður aðgangur að lista flokksins yfir líklega kjósendur í desember í fyrra. Framboð Sanders stefndi flokksstjórninni en sátt náðist í málinu og var fallið frá stefnunni í apríl síðastliðnum. Í lekanum á WikiLeaks-síðunni má sjá hvernig mikil ólga ríkti í garð framboð Sanders af hálfu flokkstjórnarinnar eftir þessa stefnu. Tölvupóstssamskipti á milli Luis Miranda og undirmanns hans Mark Paustenbach sýna hvernig þeir ræddu um að sá efasemdarfræjum til að grafa undan framboði Sanders. Veltu þeir fyrir sér hvort þeir gætu komið af stað sögu þess efnis að framboð Sanders væri í molum. Kom sú hugmynd frá Paustenbach. Miranda tók undir hana en sagði það ekki mögulegt því þeim hefði verið ráðlagt frá því. Í einu tölvupósti til fulltrúa flokksstjórnarinnar spyr fulltrúi flokksins, sem aðeins er nafngreindur sem Marshall, hvort Sanders trúi á guð. Sá sagðist hafa einhvers staðar lesið að Sanders væri trúleysingi og það gæti skipt sköpum í kosningabaráttunni. Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Nítján þúsund tölvupóstsamskipti frá flokksstjórn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa verið birt á uppljóstrunarvef WikiLeaks. Þessi leki sýnir mikla biturð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders, sem barðist við Hillary Clinton um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Clinton varð fyrir valinu en lekinn var birtur áður en hún var kynnt sem forsetaefni flokksins í gær. Þar sést til að mynda hvernig fulltrúar flokksstjórnarinnar gerðu grín að Sanders og stuðningsmönnum hans. Þá efuðust meðlimir flokksstjórnarinnar um trú Sanders á guð. WikiLeaks gefur ekki upp hver lak þessu en greint var frá því í síðasta mánuði að rússneskir hakkarar hefðu brotist inn á tölvukerfi Demókrataflokksins. Stjórnarformaður flokksstjórnarinnar, Debbie Wasserman Schulz, sagði þetta innbrot vera grafalvarlegt mál og að flokkurinn hefði fengið sérfræðingar með sér í lið til að koma í veg fyrir að hakkarar gætu komist yfir fleiri gögn flokksins. WikiLeaks segir þennan leka vera fyrsta hlutann af nokkrum í Hillary-lekanum. Á meðal þeirra sem koma fyrir í þessum leka eru fulltrúar flokksins á borð við Luis Miranda, talsmanns Demókrataflokksins, fjármálastjórum flokksins Scott Corner og Jordan Kaplan en nafntogað fólk úr Demókrataflokknum og Hvíta húsinu áttu samskipti við þau frá janúar í fyrra til maí í ár, að því er fram kemur á vef Wikileaks. Í tölvupóstunum má sjá nokkra andúð flokksstjórnarinnar í garð Sanders áður og eftir að framboði hans var til skamms tíma meinaður aðgangur að lista flokksins yfir líklega kjósendur í desember í fyrra. Framboð Sanders stefndi flokksstjórninni en sátt náðist í málinu og var fallið frá stefnunni í apríl síðastliðnum. Í lekanum á WikiLeaks-síðunni má sjá hvernig mikil ólga ríkti í garð framboð Sanders af hálfu flokkstjórnarinnar eftir þessa stefnu. Tölvupóstssamskipti á milli Luis Miranda og undirmanns hans Mark Paustenbach sýna hvernig þeir ræddu um að sá efasemdarfræjum til að grafa undan framboði Sanders. Veltu þeir fyrir sér hvort þeir gætu komið af stað sögu þess efnis að framboð Sanders væri í molum. Kom sú hugmynd frá Paustenbach. Miranda tók undir hana en sagði það ekki mögulegt því þeim hefði verið ráðlagt frá því. Í einu tölvupósti til fulltrúa flokksstjórnarinnar spyr fulltrúi flokksins, sem aðeins er nafngreindur sem Marshall, hvort Sanders trúi á guð. Sá sagðist hafa einhvers staðar lesið að Sanders væri trúleysingi og það gæti skipt sköpum í kosningabaráttunni.
Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira