Erlent

Clinton velur Tim Kaine

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Hillary Clinton, verðandi forsetaframbjóðandi Demókrata, hefur valið Tim Kaine, öldungadeildarþingmann Virginíu, sem varaforsetaefni sitt fyrir. Þetta tilkynnti hún í smáskilaboðum til stuðningsmanna sinna nú í kvöld og á Twitter. Kaine hefur þótt líklegur til að verða valinn. Hann er 58 ára gamall og fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu.

Clinton hafði einnig verið hvött til þess að velja öldungadeildaþingmennina Elizabeth Warren og Sherrod Brown. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hvatti Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Clinton til að velja Kaine.

Áður en Kaine sneri sér að stjórnmálum starfaði hann sem lögmaður og sérhæfði hann sig í málum um borgarleg réttlæti og húsnæði. Hann talar reiprennandi spænsku. Hann hefur áður sýnt fram á að hann getur náð til bæði Demókrata og Repúblikana, sem gæti hjálpað Clinton að ná Repúblikönum sem styðja ekki við bakið á Donald Trump.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×