Vill vita hversu mikið Aron og „útlendingarnir“ elska Bandaríkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2016 09:45 Clint Dempsey er frá Texas en Aron úr Grafarvogi en báðir spila fyrir Bandaríkin. vísir/getty Abby Wambach, fyrrverandi framherji bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, efast um ást „útlendinganna“ í karlalandsliðinu á Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í viðtali við hana í New York Times. Wambach er langt frá því hrifin af stefnu Jürgens Klinsmanns, þjálfara karlaliðsins, að sækja leikmenn í bandaríska liðið sem eru ekki frá Bandaríkjunum en hafa tengingu við Bandaríkin. Klinsmann hefur sótt nokkra Þjóðverja, Norðmanninn Mix Diskerud og auðvitað Íslendinginn Aron Jóhannsson sem bjó í Alabama þar til hann var þriggja ára gamall. Það er í raun eina tenging Arons við Bandaríkin en hann á að baki 19 landsleiki og spilaði á HM 2014 fyrir liðið.Sjá einnig:Wambach viðurkennir að hafa verið háð áfengi og lyfseðilsskyldum lyfjum Wambach, sem kvaddi bandaríska liðið fyrr á þessu ári eftir 255 leiki og 184 mörk, hefur áður talað opinskátt um andúð sína á Klinsmann en hún sagði í viðtali við ESPN á síðasta ári að hún vill láta reka þjóðverjann. „Ég myndi reka Jürgen [Klinsmann]. Ég tel að þessi tilraun með hann sem landsliðsþjálfara hafi ekki gengið upp. Hann hefur ekki einbeitt nægilega vel að uppbyggingu yngri leikmanna. Þó að hann segi það þá hefur hann ekki gert það að mínu mati," sagði Wambach og bætti við: „Það að hann hafi komið inn með fullt af erlendum leikmönnum inn í liðið er eitthvað sem ég mun aldrei trúa á. Í mínu hjarta trúi ég ekki á slík vinnubrögð.“Abby Wambach vill helst að Bandaríkjamenn spili fyrir Bandaríkin.vísir/gettyNógu mikil ást? Í viðtalinu í New York Times beinir Wambach spjótum sínum frekar að leikmönnunum sjálfum. Hún segist ekki sammála því sem Klinsmann hefur gert en það sé hennar skoðun og hún hafi rétt á henni. „Mér finnst það svolítið skrítið að strákar sem hafa aldrei búið í Bandaríkjunum spili fyrir Bandaríkin því þeir náðu að redda sér vegabréfi. Fyrir mér lítur þetta út eins og þeir voru ekki nógu góðir til að spila fyrir sín landslið og koma því hingað,“ segir Wambach sem efast um hvort þeir hafi metnaðinn til að standa sig vel fyrir þjóð sem þeir eru ekki frá. „Hafa þeir þetta drápseðli sem þarf til? Ég veit það ekki. Ég væri til í að setjast niður með Mix Diskerud og sumum af þessum strákum og ræða þetta við þá.“ „Ég væri til í að skilja hversu mikið þeir elska landið sitt. Ég trúi að hægt sé að elska tvö lönd en ég væri til í að heyra það frá þeim og ég held að fleiri væru til í að heyra það.“ „Ef á endanum þetta er heimskuleg skoðun mun ég rétta upp hönd og viðurkenna mistök mín en ég vil eiga þessar samræður,“ segir Abby Wambach. Fótbolti Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Abby Wambach, fyrrverandi framherji bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, efast um ást „útlendinganna“ í karlalandsliðinu á Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í viðtali við hana í New York Times. Wambach er langt frá því hrifin af stefnu Jürgens Klinsmanns, þjálfara karlaliðsins, að sækja leikmenn í bandaríska liðið sem eru ekki frá Bandaríkjunum en hafa tengingu við Bandaríkin. Klinsmann hefur sótt nokkra Þjóðverja, Norðmanninn Mix Diskerud og auðvitað Íslendinginn Aron Jóhannsson sem bjó í Alabama þar til hann var þriggja ára gamall. Það er í raun eina tenging Arons við Bandaríkin en hann á að baki 19 landsleiki og spilaði á HM 2014 fyrir liðið.Sjá einnig:Wambach viðurkennir að hafa verið háð áfengi og lyfseðilsskyldum lyfjum Wambach, sem kvaddi bandaríska liðið fyrr á þessu ári eftir 255 leiki og 184 mörk, hefur áður talað opinskátt um andúð sína á Klinsmann en hún sagði í viðtali við ESPN á síðasta ári að hún vill láta reka þjóðverjann. „Ég myndi reka Jürgen [Klinsmann]. Ég tel að þessi tilraun með hann sem landsliðsþjálfara hafi ekki gengið upp. Hann hefur ekki einbeitt nægilega vel að uppbyggingu yngri leikmanna. Þó að hann segi það þá hefur hann ekki gert það að mínu mati," sagði Wambach og bætti við: „Það að hann hafi komið inn með fullt af erlendum leikmönnum inn í liðið er eitthvað sem ég mun aldrei trúa á. Í mínu hjarta trúi ég ekki á slík vinnubrögð.“Abby Wambach vill helst að Bandaríkjamenn spili fyrir Bandaríkin.vísir/gettyNógu mikil ást? Í viðtalinu í New York Times beinir Wambach spjótum sínum frekar að leikmönnunum sjálfum. Hún segist ekki sammála því sem Klinsmann hefur gert en það sé hennar skoðun og hún hafi rétt á henni. „Mér finnst það svolítið skrítið að strákar sem hafa aldrei búið í Bandaríkjunum spili fyrir Bandaríkin því þeir náðu að redda sér vegabréfi. Fyrir mér lítur þetta út eins og þeir voru ekki nógu góðir til að spila fyrir sín landslið og koma því hingað,“ segir Wambach sem efast um hvort þeir hafi metnaðinn til að standa sig vel fyrir þjóð sem þeir eru ekki frá. „Hafa þeir þetta drápseðli sem þarf til? Ég veit það ekki. Ég væri til í að setjast niður með Mix Diskerud og sumum af þessum strákum og ræða þetta við þá.“ „Ég væri til í að skilja hversu mikið þeir elska landið sitt. Ég trúi að hægt sé að elska tvö lönd en ég væri til í að heyra það frá þeim og ég held að fleiri væru til í að heyra það.“ „Ef á endanum þetta er heimskuleg skoðun mun ég rétta upp hönd og viðurkenna mistök mín en ég vil eiga þessar samræður,“ segir Abby Wambach.
Fótbolti Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira