Fríkirkjan hýsir Menningarsetur múslima yfir ramadan: „Þetta eru bræður okkar og systur“ Bjarki Ármannsson skrifar 10. júní 2016 16:31 Bænahald Menningarseturs múslima fór fram utandyra í síðustu viku þar sem félagsmenn komast ekki lengur inn í Ýmishúsið. Vísir/Stefán „Þetta er bara í anda þessa Jesú Krists sem gekk um forðum. Ekki kannski endilega trúarstofnana en það er í anda Jesú Krists.“ Þetta segir séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni, aðspurður hvernig það kom til að Fríkirkjan bauð Menningarsetri múslima afnot af safnaðarheimili sínu á meðan ramadan stendur yfir. Sem kunnugt er, var menningarsetrið borið út úr húsnæði sínu við Skógarhlíð í liðinni viku.RÚV greindi fyrst frá samkomulagi Fríkirkjunnar og menningarsetursins.Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni.Vísir/Stefán„Ég var bara, eins og aðrir, áhorfandi að þessum deilum innan íslamska samfélagsins og varð vitni að þessum átökum fyrir utan Ýmishúsið,“ segir Hjörtur. „En eftir stendur að það er hópur fólks hér sem, á sínum helgasta tíma, er húsnæðislaus og á götunni. Mér fannst það bara hluti af okkar kristilega náungakærleik að veita þeim húsaskjól og vettvang fyrir sitt helgihald.“Sjá einnig: Hnefar á lofti við Ýmishúsið Hjörtur bætir því við að honum þyki ánægjulegt að fá að bjóða upp á íslamskt bænahald í Fríkirkjunni. Kirkjan hafi áður hýst athafnir að hætti búddista, hindúa og gyðinga en aldrei múslima. „Þetta eru nú systurtrúarbrögð í raun, allar þessar þrjár stóru eingyðistrúarhefðir: Gyðingdómur, kristni og íslam,“ segir Hjörtur. „Þetta eru bræður okkar og systur, þó að áherslur okkar séu ólíkar. Og raunar eru þær gjörólíkar, því við í Fríkirkjunni höfum lagt áherslu á víðsýni, umburðarlyndi, frjálslyndi og mannréttindi. Þannig að við erum jafnvel tveir ólíkir pólar, við höfum varað við bókstafstrú. En þegar bræður okkar og systur eru illa sett og á hrakhólum viljum við vinna svona kærleiksverk.“Sjá einnig: Segir ummæli um samkynhneigð tekin úr samhengi Fríkirkjan hafði samband í gær til að bjóða menningarsetrinu afnot af safnaðarheimilinu um óráðinn tíma. Hjörtur segir sambúðina hafa gengið mjög vel í dag. Bænahald menningarsetursins hafi verið fagurt og friðsælt, þó að nokkuð fjölmennt hafi verið. Tengdar fréttir Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49 Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
„Þetta er bara í anda þessa Jesú Krists sem gekk um forðum. Ekki kannski endilega trúarstofnana en það er í anda Jesú Krists.“ Þetta segir séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni, aðspurður hvernig það kom til að Fríkirkjan bauð Menningarsetri múslima afnot af safnaðarheimili sínu á meðan ramadan stendur yfir. Sem kunnugt er, var menningarsetrið borið út úr húsnæði sínu við Skógarhlíð í liðinni viku.RÚV greindi fyrst frá samkomulagi Fríkirkjunnar og menningarsetursins.Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni.Vísir/Stefán„Ég var bara, eins og aðrir, áhorfandi að þessum deilum innan íslamska samfélagsins og varð vitni að þessum átökum fyrir utan Ýmishúsið,“ segir Hjörtur. „En eftir stendur að það er hópur fólks hér sem, á sínum helgasta tíma, er húsnæðislaus og á götunni. Mér fannst það bara hluti af okkar kristilega náungakærleik að veita þeim húsaskjól og vettvang fyrir sitt helgihald.“Sjá einnig: Hnefar á lofti við Ýmishúsið Hjörtur bætir því við að honum þyki ánægjulegt að fá að bjóða upp á íslamskt bænahald í Fríkirkjunni. Kirkjan hafi áður hýst athafnir að hætti búddista, hindúa og gyðinga en aldrei múslima. „Þetta eru nú systurtrúarbrögð í raun, allar þessar þrjár stóru eingyðistrúarhefðir: Gyðingdómur, kristni og íslam,“ segir Hjörtur. „Þetta eru bræður okkar og systur, þó að áherslur okkar séu ólíkar. Og raunar eru þær gjörólíkar, því við í Fríkirkjunni höfum lagt áherslu á víðsýni, umburðarlyndi, frjálslyndi og mannréttindi. Þannig að við erum jafnvel tveir ólíkir pólar, við höfum varað við bókstafstrú. En þegar bræður okkar og systur eru illa sett og á hrakhólum viljum við vinna svona kærleiksverk.“Sjá einnig: Segir ummæli um samkynhneigð tekin úr samhengi Fríkirkjan hafði samband í gær til að bjóða menningarsetrinu afnot af safnaðarheimilinu um óráðinn tíma. Hjörtur segir sambúðina hafa gengið mjög vel í dag. Bænahald menningarsetursins hafi verið fagurt og friðsælt, þó að nokkuð fjölmennt hafi verið.
Tengdar fréttir Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49 Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49
Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53
Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06