Fríkirkjan hýsir Menningarsetur múslima yfir ramadan: „Þetta eru bræður okkar og systur“ Bjarki Ármannsson skrifar 10. júní 2016 16:31 Bænahald Menningarseturs múslima fór fram utandyra í síðustu viku þar sem félagsmenn komast ekki lengur inn í Ýmishúsið. Vísir/Stefán „Þetta er bara í anda þessa Jesú Krists sem gekk um forðum. Ekki kannski endilega trúarstofnana en það er í anda Jesú Krists.“ Þetta segir séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni, aðspurður hvernig það kom til að Fríkirkjan bauð Menningarsetri múslima afnot af safnaðarheimili sínu á meðan ramadan stendur yfir. Sem kunnugt er, var menningarsetrið borið út úr húsnæði sínu við Skógarhlíð í liðinni viku.RÚV greindi fyrst frá samkomulagi Fríkirkjunnar og menningarsetursins.Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni.Vísir/Stefán„Ég var bara, eins og aðrir, áhorfandi að þessum deilum innan íslamska samfélagsins og varð vitni að þessum átökum fyrir utan Ýmishúsið,“ segir Hjörtur. „En eftir stendur að það er hópur fólks hér sem, á sínum helgasta tíma, er húsnæðislaus og á götunni. Mér fannst það bara hluti af okkar kristilega náungakærleik að veita þeim húsaskjól og vettvang fyrir sitt helgihald.“Sjá einnig: Hnefar á lofti við Ýmishúsið Hjörtur bætir því við að honum þyki ánægjulegt að fá að bjóða upp á íslamskt bænahald í Fríkirkjunni. Kirkjan hafi áður hýst athafnir að hætti búddista, hindúa og gyðinga en aldrei múslima. „Þetta eru nú systurtrúarbrögð í raun, allar þessar þrjár stóru eingyðistrúarhefðir: Gyðingdómur, kristni og íslam,“ segir Hjörtur. „Þetta eru bræður okkar og systur, þó að áherslur okkar séu ólíkar. Og raunar eru þær gjörólíkar, því við í Fríkirkjunni höfum lagt áherslu á víðsýni, umburðarlyndi, frjálslyndi og mannréttindi. Þannig að við erum jafnvel tveir ólíkir pólar, við höfum varað við bókstafstrú. En þegar bræður okkar og systur eru illa sett og á hrakhólum viljum við vinna svona kærleiksverk.“Sjá einnig: Segir ummæli um samkynhneigð tekin úr samhengi Fríkirkjan hafði samband í gær til að bjóða menningarsetrinu afnot af safnaðarheimilinu um óráðinn tíma. Hjörtur segir sambúðina hafa gengið mjög vel í dag. Bænahald menningarsetursins hafi verið fagurt og friðsælt, þó að nokkuð fjölmennt hafi verið. Tengdar fréttir Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49 Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
„Þetta er bara í anda þessa Jesú Krists sem gekk um forðum. Ekki kannski endilega trúarstofnana en það er í anda Jesú Krists.“ Þetta segir séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni, aðspurður hvernig það kom til að Fríkirkjan bauð Menningarsetri múslima afnot af safnaðarheimili sínu á meðan ramadan stendur yfir. Sem kunnugt er, var menningarsetrið borið út úr húsnæði sínu við Skógarhlíð í liðinni viku.RÚV greindi fyrst frá samkomulagi Fríkirkjunnar og menningarsetursins.Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni.Vísir/Stefán„Ég var bara, eins og aðrir, áhorfandi að þessum deilum innan íslamska samfélagsins og varð vitni að þessum átökum fyrir utan Ýmishúsið,“ segir Hjörtur. „En eftir stendur að það er hópur fólks hér sem, á sínum helgasta tíma, er húsnæðislaus og á götunni. Mér fannst það bara hluti af okkar kristilega náungakærleik að veita þeim húsaskjól og vettvang fyrir sitt helgihald.“Sjá einnig: Hnefar á lofti við Ýmishúsið Hjörtur bætir því við að honum þyki ánægjulegt að fá að bjóða upp á íslamskt bænahald í Fríkirkjunni. Kirkjan hafi áður hýst athafnir að hætti búddista, hindúa og gyðinga en aldrei múslima. „Þetta eru nú systurtrúarbrögð í raun, allar þessar þrjár stóru eingyðistrúarhefðir: Gyðingdómur, kristni og íslam,“ segir Hjörtur. „Þetta eru bræður okkar og systur, þó að áherslur okkar séu ólíkar. Og raunar eru þær gjörólíkar, því við í Fríkirkjunni höfum lagt áherslu á víðsýni, umburðarlyndi, frjálslyndi og mannréttindi. Þannig að við erum jafnvel tveir ólíkir pólar, við höfum varað við bókstafstrú. En þegar bræður okkar og systur eru illa sett og á hrakhólum viljum við vinna svona kærleiksverk.“Sjá einnig: Segir ummæli um samkynhneigð tekin úr samhengi Fríkirkjan hafði samband í gær til að bjóða menningarsetrinu afnot af safnaðarheimilinu um óráðinn tíma. Hjörtur segir sambúðina hafa gengið mjög vel í dag. Bænahald menningarsetursins hafi verið fagurt og friðsælt, þó að nokkuð fjölmennt hafi verið.
Tengdar fréttir Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49 Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Kröfu Menningarseturs múslima vísað frá Hæstarétti Ekki var hægt að hafna útburðarkröfu Stofnunar múslima þar sem útburðurinn hafði þegar átt sér stað. 8. júní 2016 16:49
Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. 3. júní 2016 15:53
Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06