Payet bjargaði Frökkum með geggjuðu marki í opnunarleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2016 21:00 Dmitri Payet var aðalmaðurinn í kvöld. vísir/afp Frakkland hafði betur gegn Rúmeníu, 2-1, í opnunarleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram á Stade de France í Saint-Denis. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oliver Giroud Frökkum yfir með skallamarki á 57. mínútu. Hann stökk upp samhliða rúmenska markverðinum Tatarusanu og stangaði boltann í netið eftir sendingu frá Dmitri Payet. Kannski hefði átt að dæma aukaspyrnu á Giroud sem fór með olnbogann í hendurnar á markverðinum áður en hann skallaði boltann í autt netið. Hann slapp með skrekkinn og Frakkar komnir í 1-0. Giroud hefur verið í miklum ham fyrir Frakka að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu sex leikjum fyrir franska landsliðið. Á 65. mínútu fengu Rúmenar vítaspyrnu þegar Patrice Evra braut klaufalega af sér í teignum. Bogdan Stancu fór á punktinn og skoraði örugglega framhjá Hugo Lloris í markinu. Þegar allt stefndi í 1-1 jafntefli kom Dimitri Payet, leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni, gestgjöfunum til bjargar með algjörlega frábæru marki á 89. mínútu. Payet fékk sendingu fyrir utan teiginn frá N'Golo Kante og þrumaði boltanum hnitmiðað með vinstri fæti í samskeytin fjær. Algjörlega óverjandi og gæti verið eitt af mörkum keppninnar. Lokatölur, 2-1, og Frakkarnir byrja á sigri. Payet lagði upp fyrra markið, skoraði sigurmarkið og átti í heildina frábæran leik. Hann lagði upp átta færi fyrir félaga sína í leiknum en Giroud skoraði úr því sjötta sem hann lagði upp. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Frakkland hafði betur gegn Rúmeníu, 2-1, í opnunarleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram á Stade de France í Saint-Denis. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Oliver Giroud Frökkum yfir með skallamarki á 57. mínútu. Hann stökk upp samhliða rúmenska markverðinum Tatarusanu og stangaði boltann í netið eftir sendingu frá Dmitri Payet. Kannski hefði átt að dæma aukaspyrnu á Giroud sem fór með olnbogann í hendurnar á markverðinum áður en hann skallaði boltann í autt netið. Hann slapp með skrekkinn og Frakkar komnir í 1-0. Giroud hefur verið í miklum ham fyrir Frakka að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu sex leikjum fyrir franska landsliðið. Á 65. mínútu fengu Rúmenar vítaspyrnu þegar Patrice Evra braut klaufalega af sér í teignum. Bogdan Stancu fór á punktinn og skoraði örugglega framhjá Hugo Lloris í markinu. Þegar allt stefndi í 1-1 jafntefli kom Dimitri Payet, leikmaður West Ham í ensku úrvalsdeildinni, gestgjöfunum til bjargar með algjörlega frábæru marki á 89. mínútu. Payet fékk sendingu fyrir utan teiginn frá N'Golo Kante og þrumaði boltanum hnitmiðað með vinstri fæti í samskeytin fjær. Algjörlega óverjandi og gæti verið eitt af mörkum keppninnar. Lokatölur, 2-1, og Frakkarnir byrja á sigri. Payet lagði upp fyrra markið, skoraði sigurmarkið og átti í heildina frábæran leik. Hann lagði upp átta færi fyrir félaga sína í leiknum en Giroud skoraði úr því sjötta sem hann lagði upp.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira