Oliver Giroud skoraði fyrra mark Frakka gegn Rúmenum í opnunarleik EM 2016 sem gestgjafarnir unnu, 2-1, með ótrúlegu sigurmarkið Dimitri Payet.
Heit umræða skapaðist í Sumarmessunni um fyrra markið sem Frakkar skoruðu. Þar var að verki Oliver Giroud eftir sendingu frá Payet en hann virtist brjóta á markverðinum áður en hann skallaði boltann í netið.
Sjá einnig:Sjáðu ótrúlegt mark Payet gegn Rúmeníu | Myndband
„Þetta mark er bara kolólöglegt. Þið sjáið að hann veður með hendurnar út í olnbogann á honum,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport HD í kvöld en þar er farið yfir alla leikina á EM og í Copa America klukkan 22.00 öll kvöld.
„Það er rétt. Sprotadómarinn á að sjá þetta og dómarinn er líka í beinni línu,“ sagði Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net, sem var gestur í þættinum.
„Þetta verður skráð sem hörmuleg dómaramistök,“ sagði Hjörvar.
Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Hjörvar um markið hans Giroud: „Þetta mark er bara kolólöglegt“
Tengdar fréttir

Sjáðu ótrúlegt mark Payet gegn Rúmeníu | Myndband
Dimitri Payet tryggði Frökkum sigurinn í opnunarleik EM með ótrúlegu marki á 89. mínútu leiksins.

Payet bjargaði Frökkum með geggjuðu marki í opnunarleiknum
West Ham-maðurinn skoraði stórkostlegt sigurmark í fyrsta leik EM þar sem Frakkland lagði Rúmeníu, 2-1.

Gestgjafarnir með söguna með sér í liði
Frakkar eru taldir líklegir til afreka á EM á heimavelli. Liðið er sterkt og svo er sagan þeim hagstæð. Frakkar eru með frábæra blöndu leikmanna í sínu liði.

Úr 2. deildinni í byrjunarlið Frakklands á EM á tveimur árum
N'Golo Kante spilaði í næstefstu deild Frakklands fyrir tveimur árum en er nú Englandsmeistari og í byrjunarliðinu í opnunarleik EM.

Pogba með viðurnefnið rakað og litað í hárið
Pogboom er mættur til leiks á EM og er að sjálfsögðu í byrjunarliði Frakklands.