Ómögulegt að gulusótt komi til Íslands án moskítóflugna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Kongómaður fær bólusetningu við gulusótt í Kisenso-hverfi Kinshasa, höfuðborgar Austur-Kongó. Save the Children fara nú af stað með bólusetningarherferð í borginni en óttast er að sjúkdómurinn verði heimsfaraldur. Nordicphotos/AFP „Ef við tölum bara um Ísland þá búum við svo vel að við erum ekki með vektorinn sem ber gulusótt í okkur, moskítóflugurnar,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Þar að auki segir hún að til sé árangursríkt bóluefni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að alþjóðagóðgerðarsamtökin Save the Children vara við heimsfaraldri gulusóttar. Save the Children og heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna ráðast nú í umfangsmikil bólusetningarverkefni í Austur-Kongó og Angóla þar sem faraldur geisar. „Á meðan við erum ekki með moskítóflugur er eiginlega ómögulegt að faraldurinn komi hingað,“ segir Guðrún og bætir við: „. Við þyrftum að vera með moskítóflugurnar til að stinga okkur. Þetta er eins og með Zika-veiruna og alla þessa sjúkdóma sem berast með moskítóflugum. Ef maður er ekki með moskítóflugur hér, og við skulum vona að það haldist svoleiðis, þá getum við andað út hérna innanlands.“ Þar sem sjúkdómurinn smitast ekki á milli manna myndi það heldur ekki valda faraldri ef maður með gulusótt kæmi til landsins. Þrátt fyrir það er sjúkdómurinn tilkynningaskyldur til sóttvarnalæknis á Íslandi þar sem hann telst geta ógnað almannaheill. Gulusótt geisar nú í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó. Það segir Guðrún óvenjulegt. „Mér skilst að þetta sé að fara út í stórborgarumhverfi. Oftast hefur þetta haldist í frumskógunum en allt í einu kemur þetta inn í Kinshasa, margmilljónaborg, og þá þarf að bregðast við því.“ Á þessu ári hafa 400 látist vegna gulusóttar í Angóla og Austur-Kongó. Í tilkynningu Landlæknisembættisins frá því í apríl segir að árlega látist um 60 þúsund af völdum gulusóttar. „Gulusótt hefur verið til lengi og mér skilst að það hafi komið upp faraldrar af og til. Kannski er þessi stærri en áður, ég veit ekki alveg um það,“ segir Guðrún. Mælst er til þess að Íslendingar sem hyggja á ferðir til landa þar sem gulusótt er láti bólusetja sig fyrir sjúkdómnum að minnsta kosti tíu dögum áður en haldið er af stað. Það þurfi einnig að láta skrá í alþjóðlegt bólusetningarskírteini svo ferðamenn fái að fara inn í viðkomandi land. „Ef fólk hyggur á ferðalög til þessara landa þá þarf það að athuga hvort það þurfi að láta bólusetja sig gegn gulusótt. Það hefur verið gert lengi,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Zíka Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
„Ef við tölum bara um Ísland þá búum við svo vel að við erum ekki með vektorinn sem ber gulusótt í okkur, moskítóflugurnar,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá embætti Landlæknis. Þar að auki segir hún að til sé árangursríkt bóluefni. Fréttablaðið greindi frá því í gær að alþjóðagóðgerðarsamtökin Save the Children vara við heimsfaraldri gulusóttar. Save the Children og heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna ráðast nú í umfangsmikil bólusetningarverkefni í Austur-Kongó og Angóla þar sem faraldur geisar. „Á meðan við erum ekki með moskítóflugur er eiginlega ómögulegt að faraldurinn komi hingað,“ segir Guðrún og bætir við: „. Við þyrftum að vera með moskítóflugurnar til að stinga okkur. Þetta er eins og með Zika-veiruna og alla þessa sjúkdóma sem berast með moskítóflugum. Ef maður er ekki með moskítóflugur hér, og við skulum vona að það haldist svoleiðis, þá getum við andað út hérna innanlands.“ Þar sem sjúkdómurinn smitast ekki á milli manna myndi það heldur ekki valda faraldri ef maður með gulusótt kæmi til landsins. Þrátt fyrir það er sjúkdómurinn tilkynningaskyldur til sóttvarnalæknis á Íslandi þar sem hann telst geta ógnað almannaheill. Gulusótt geisar nú í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó. Það segir Guðrún óvenjulegt. „Mér skilst að þetta sé að fara út í stórborgarumhverfi. Oftast hefur þetta haldist í frumskógunum en allt í einu kemur þetta inn í Kinshasa, margmilljónaborg, og þá þarf að bregðast við því.“ Á þessu ári hafa 400 látist vegna gulusóttar í Angóla og Austur-Kongó. Í tilkynningu Landlæknisembættisins frá því í apríl segir að árlega látist um 60 þúsund af völdum gulusóttar. „Gulusótt hefur verið til lengi og mér skilst að það hafi komið upp faraldrar af og til. Kannski er þessi stærri en áður, ég veit ekki alveg um það,“ segir Guðrún. Mælst er til þess að Íslendingar sem hyggja á ferðir til landa þar sem gulusótt er láti bólusetja sig fyrir sjúkdómnum að minnsta kosti tíu dögum áður en haldið er af stað. Það þurfi einnig að láta skrá í alþjóðlegt bólusetningarskírteini svo ferðamenn fái að fara inn í viðkomandi land. „Ef fólk hyggur á ferðalög til þessara landa þá þarf það að athuga hvort það þurfi að láta bólusetja sig gegn gulusótt. Það hefur verið gert lengi,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Zíka Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira