Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. janúar 2016 18:29 Aldís Hilmarsdóttir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir. vísir/heiða/stefán Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, og Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, funduðu í dag. Þetta staðfestir Aldís í samtali við Vísi en vill ekki upplýsa um efni fundarins. Samkvæmt frétt á vef Ríkisútvarpsins voru samskipti Aldísar og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, til umræðu. „Ég óskaði sjálf eftir fundinum en ég bað um hann skömmu fyrir jól. Hann frestaðist vegna fría og anna,“ segir Aldís. Hún telur að það sem fram á fundinum sé ekki fjölmiðlaefni og ætlar ekki að upplýsa um það. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Sigríður Björk viðrað þá skoðun sína að færa Aldísi úr starfi sem yfirmaður fíkniefnadeildar og finna henni annað hlutverk. Samkvæmt frétt á vef Fréttatímans eru Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, andvígir því að Aldís verði færð úr núverandi stöðu sinni. „Ég veit ekkert um fundinn eða hvað fór þar fram og tjái mig ekki um hann,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í samtali við Vísi. „Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að verið er að fara yfir stöðu fíkniefnadeildarinnar og skoða skipulag innan lögreglunnar.“ Sigríður Björk hefur áður sagt að verið sé að endurskipuleggja innra skipulag en það gerði hún í viðtali í Íslandi í dag fyrir tveimur dögum. Líkt og fjallað hefur verið um hafa mál tveggja starfsmanna fíkniefnadeildarinnar verið til skoðunar að undanförnu. Í vikunni var tilkynnt um að ríkissaksóknari hefði mál annars mannsins hjá sér en héraðssaksóknari fer með hitt. Ekki náðist í Ólöfu Nordal við vinnslu fréttarinnar. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, og Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, funduðu í dag. Þetta staðfestir Aldís í samtali við Vísi en vill ekki upplýsa um efni fundarins. Samkvæmt frétt á vef Ríkisútvarpsins voru samskipti Aldísar og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, til umræðu. „Ég óskaði sjálf eftir fundinum en ég bað um hann skömmu fyrir jól. Hann frestaðist vegna fría og anna,“ segir Aldís. Hún telur að það sem fram á fundinum sé ekki fjölmiðlaefni og ætlar ekki að upplýsa um það. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Sigríður Björk viðrað þá skoðun sína að færa Aldísi úr starfi sem yfirmaður fíkniefnadeildar og finna henni annað hlutverk. Samkvæmt frétt á vef Fréttatímans eru Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, andvígir því að Aldís verði færð úr núverandi stöðu sinni. „Ég veit ekkert um fundinn eða hvað fór þar fram og tjái mig ekki um hann,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í samtali við Vísi. „Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að verið er að fara yfir stöðu fíkniefnadeildarinnar og skoða skipulag innan lögreglunnar.“ Sigríður Björk hefur áður sagt að verið sé að endurskipuleggja innra skipulag en það gerði hún í viðtali í Íslandi í dag fyrir tveimur dögum. Líkt og fjallað hefur verið um hafa mál tveggja starfsmanna fíkniefnadeildarinnar verið til skoðunar að undanförnu. Í vikunni var tilkynnt um að ríkissaksóknari hefði mál annars mannsins hjá sér en héraðssaksóknari fer með hitt. Ekki náðist í Ólöfu Nordal við vinnslu fréttarinnar.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00
Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00