Álverið verði af verulegum tekjum verði af vinnustöðvuninni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 12:25 Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir flest benda til að kaupendur snúi sér annað þegar hætt verði að skipa áli um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. vísir Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, telur að verulegt tekjutap muni hljótast af vinnustöðvun starfsmanna við hafnarsvæði fyrirtækisins. Flest bendi til að kaupendur snúi sér annað þegar hætt verði að skipa áli um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. „Þetta er mjög alvarleg staða þegar fyrirtækið getur ekki komið til með að standa við afhendingu á vöru sem það er að selja. Þannig að þetta er mjög afgerandi þrýstingur á fyrirtækið og viðkvæmt fyrir því að geta ekki staðið skil á þeirri vöru sem það er að framleiða. Kaupendurnir eru ekki eingöngu bundnir af því að fá ál frá ÍSAL. Þeir geta snúið sér til annarra framleiðanda þannig að þetta er mjög alvarlegur þrýstingur,“ segir Gylfi. Félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar samþykktu á mánudag ótímabundna og takmarkaða vinnustöðvun sem hefst á miðnætti 24. febrúar. Vinnustöðvunin nær til þeirra starfsmanna sem tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar- og vinnusvæði álversins í Straumsvík. Það þýðir það að engu áli verður skipað um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. Gylfi segir þessar aðgerðir hafa verið nauðsynlegar til að knýja fram kjarabætur fyrir starfsmenn. „Í öllu þessu samstarfi stjórnenda fyrirtækisins með starfsmönnum þá höfum við náð að tryggja það að það er meiri áreiðanleiki af afhendingu vöru frá ÍSAL til kaupenda frá Evrópu heldur en frá öðrum álfyrirtækjum í Evrópu. Þannig að þetta eru samskipti og samstarf sem hefur verið með stjórnendum og starfsmönnum í þessu ferli öllu og skiptir miklu máli,“ segir hann. Þá segir hann stöðuna sem upp sé komna grafalvarlega og útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða. „Það hlýtur að vera mjög alvarlegt skref í þessari baráttu vegna þess að útflutningsbann hlýtur að koma mjög alvarlega við fyrirtækið.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Samþykktu vinnustöðvun hjá Rio Tinto Alcan Vinnustöðvunin felur það í sér að engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn. 16. febrúar 2016 13:21 Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, telur að verulegt tekjutap muni hljótast af vinnustöðvun starfsmanna við hafnarsvæði fyrirtækisins. Flest bendi til að kaupendur snúi sér annað þegar hætt verði að skipa áli um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. „Þetta er mjög alvarleg staða þegar fyrirtækið getur ekki komið til með að standa við afhendingu á vöru sem það er að selja. Þannig að þetta er mjög afgerandi þrýstingur á fyrirtækið og viðkvæmt fyrir því að geta ekki staðið skil á þeirri vöru sem það er að framleiða. Kaupendurnir eru ekki eingöngu bundnir af því að fá ál frá ÍSAL. Þeir geta snúið sér til annarra framleiðanda þannig að þetta er mjög alvarlegur þrýstingur,“ segir Gylfi. Félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar samþykktu á mánudag ótímabundna og takmarkaða vinnustöðvun sem hefst á miðnætti 24. febrúar. Vinnustöðvunin nær til þeirra starfsmanna sem tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar- og vinnusvæði álversins í Straumsvík. Það þýðir það að engu áli verður skipað um borð í skip við Straumsvíkurhöfn. Gylfi segir þessar aðgerðir hafa verið nauðsynlegar til að knýja fram kjarabætur fyrir starfsmenn. „Í öllu þessu samstarfi stjórnenda fyrirtækisins með starfsmönnum þá höfum við náð að tryggja það að það er meiri áreiðanleiki af afhendingu vöru frá ÍSAL til kaupenda frá Evrópu heldur en frá öðrum álfyrirtækjum í Evrópu. Þannig að þetta eru samskipti og samstarf sem hefur verið með stjórnendum og starfsmönnum í þessu ferli öllu og skiptir miklu máli,“ segir hann. Þá segir hann stöðuna sem upp sé komna grafalvarlega og útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða. „Það hlýtur að vera mjög alvarlegt skref í þessari baráttu vegna þess að útflutningsbann hlýtur að koma mjög alvarlega við fyrirtækið.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Samþykktu vinnustöðvun hjá Rio Tinto Alcan Vinnustöðvunin felur það í sér að engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn. 16. febrúar 2016 13:21 Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35
Samþykktu vinnustöðvun hjá Rio Tinto Alcan Vinnustöðvunin felur það í sér að engu áli verður skipað um borð í skip í Straumsvíkurhöfn. 16. febrúar 2016 13:21
Vinnustöðvun í Straumsvík: "Mikill kurr og mikil reiði í starfsmönnum“ Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir að vinnustöðvun félagsmanna sem starfa á hafnarsvæði álversins í Straumsvík sé eitt skrefið af mörgum í þeirri vegferð að knýja fram nýjan kjarasamning. 16. febrúar 2016 14:11
Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17