Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 14:15 Kísilmálmverksmiðjan var gangsett fyrir rúmum tveimur vikum og hafa íbúar kvartað yfir reykmengun síðan þá. Mynd/reykjanesbær Tæplega sextán hundruð manns hafa skrifað undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær eru margir íbúar Reykjanesbæjar óánægðir með kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Brunalykt hefur borist frá verksmiðjunni og hefur einn íbúi greinst með efnabruna vegna reyksins. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, segir lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur en á allra næstu dögum eigi það vandamál að vera úr sögunni þegar ofninn verður keyrður upp í fullt álag. Aðspurður hvort lyktarlaus mengun muni þá berast frá ofnunum segir Kristleifur verksmiðjuna vera með starfslefyi frá Umhverfisstofnun sem miðist við ákveðin mörk og hægt sé að skoða mælingarnar á andvari.is. „Við höfum á þessum tíma aldrei nálgast viðmiðunarmörkin, við erum langt, langt undir þeim öllum. Höfum verið það allan þennan tíma þrátt fyrir þessa lykt. Þannig að mengunin er langt innan við það sem heitir viðmiðunarmörk eða nokkur hættumörk,” segir Kristleifur. En nú er þetta einn af fjórum ofnum sem um era ð ræða.Hvað með þegar hinir þrír verða settir í gang? Mega íbúar gera ráð fyrir að það verði byrjunarörðugleikar líka þá? „Við skulum reikna með að reynslan sem við fáum af þessi starti hjálpi okkur til að komast miklu betur í gegnum það, þegar að því kemur.” Kristleifur segir starfsfólk verksmiðjunnar vera stálslegið og ekki sýna nein einkenni efnabruna. En að fyrirtækið þurfa að standa sig betur að koma upplýsingum út í samfélagið. „Þetta er stór vinnustaður og fjölbreytt störf fyrir fólk með menntun af ólíku tagi. Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið og við stefnum að því eins fljótt og hægt er.” Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Tæplega sextán hundruð manns hafa skrifað undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær eru margir íbúar Reykjanesbæjar óánægðir með kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Brunalykt hefur borist frá verksmiðjunni og hefur einn íbúi greinst með efnabruna vegna reyksins. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, segir lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur en á allra næstu dögum eigi það vandamál að vera úr sögunni þegar ofninn verður keyrður upp í fullt álag. Aðspurður hvort lyktarlaus mengun muni þá berast frá ofnunum segir Kristleifur verksmiðjuna vera með starfslefyi frá Umhverfisstofnun sem miðist við ákveðin mörk og hægt sé að skoða mælingarnar á andvari.is. „Við höfum á þessum tíma aldrei nálgast viðmiðunarmörkin, við erum langt, langt undir þeim öllum. Höfum verið það allan þennan tíma þrátt fyrir þessa lykt. Þannig að mengunin er langt innan við það sem heitir viðmiðunarmörk eða nokkur hættumörk,” segir Kristleifur. En nú er þetta einn af fjórum ofnum sem um era ð ræða.Hvað með þegar hinir þrír verða settir í gang? Mega íbúar gera ráð fyrir að það verði byrjunarörðugleikar líka þá? „Við skulum reikna með að reynslan sem við fáum af þessi starti hjálpi okkur til að komast miklu betur í gegnum það, þegar að því kemur.” Kristleifur segir starfsfólk verksmiðjunnar vera stálslegið og ekki sýna nein einkenni efnabruna. En að fyrirtækið þurfa að standa sig betur að koma upplýsingum út í samfélagið. „Þetta er stór vinnustaður og fjölbreytt störf fyrir fólk með menntun af ólíku tagi. Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið og við stefnum að því eins fljótt og hægt er.”
Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51
Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30
Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent