Stjórnandi hjá United Silicon: „Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 14:15 Kísilmálmverksmiðjan var gangsett fyrir rúmum tveimur vikum og hafa íbúar kvartað yfir reykmengun síðan þá. Mynd/reykjanesbær Tæplega sextán hundruð manns hafa skrifað undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær eru margir íbúar Reykjanesbæjar óánægðir með kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Brunalykt hefur borist frá verksmiðjunni og hefur einn íbúi greinst með efnabruna vegna reyksins. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, segir lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur en á allra næstu dögum eigi það vandamál að vera úr sögunni þegar ofninn verður keyrður upp í fullt álag. Aðspurður hvort lyktarlaus mengun muni þá berast frá ofnunum segir Kristleifur verksmiðjuna vera með starfslefyi frá Umhverfisstofnun sem miðist við ákveðin mörk og hægt sé að skoða mælingarnar á andvari.is. „Við höfum á þessum tíma aldrei nálgast viðmiðunarmörkin, við erum langt, langt undir þeim öllum. Höfum verið það allan þennan tíma þrátt fyrir þessa lykt. Þannig að mengunin er langt innan við það sem heitir viðmiðunarmörk eða nokkur hættumörk,” segir Kristleifur. En nú er þetta einn af fjórum ofnum sem um era ð ræða.Hvað með þegar hinir þrír verða settir í gang? Mega íbúar gera ráð fyrir að það verði byrjunarörðugleikar líka þá? „Við skulum reikna með að reynslan sem við fáum af þessi starti hjálpi okkur til að komast miklu betur í gegnum það, þegar að því kemur.” Kristleifur segir starfsfólk verksmiðjunnar vera stálslegið og ekki sýna nein einkenni efnabruna. En að fyrirtækið þurfa að standa sig betur að koma upplýsingum út í samfélagið. „Þetta er stór vinnustaður og fjölbreytt störf fyrir fólk með menntun af ólíku tagi. Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið og við stefnum að því eins fljótt og hægt er.” Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Tæplega sextán hundruð manns hafa skrifað undir áskorun um að fleiri kísilver rísi ekki í Helguvík vegna óánægju með hina nýgangsettu verksmiðju. Eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær eru margir íbúar Reykjanesbæjar óánægðir með kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Brunalykt hefur borist frá verksmiðjunni og hefur einn íbúi greinst með efnabruna vegna reyksins. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, segir lyktina hafa borist yfir bæinn þar sem nýræstur ofn hafi ekki verið nægilega heitur en á allra næstu dögum eigi það vandamál að vera úr sögunni þegar ofninn verður keyrður upp í fullt álag. Aðspurður hvort lyktarlaus mengun muni þá berast frá ofnunum segir Kristleifur verksmiðjuna vera með starfslefyi frá Umhverfisstofnun sem miðist við ákveðin mörk og hægt sé að skoða mælingarnar á andvari.is. „Við höfum á þessum tíma aldrei nálgast viðmiðunarmörkin, við erum langt, langt undir þeim öllum. Höfum verið það allan þennan tíma þrátt fyrir þessa lykt. Þannig að mengunin er langt innan við það sem heitir viðmiðunarmörk eða nokkur hættumörk,” segir Kristleifur. En nú er þetta einn af fjórum ofnum sem um era ð ræða.Hvað með þegar hinir þrír verða settir í gang? Mega íbúar gera ráð fyrir að það verði byrjunarörðugleikar líka þá? „Við skulum reikna með að reynslan sem við fáum af þessi starti hjálpi okkur til að komast miklu betur í gegnum það, þegar að því kemur.” Kristleifur segir starfsfólk verksmiðjunnar vera stálslegið og ekki sýna nein einkenni efnabruna. En að fyrirtækið þurfa að standa sig betur að koma upplýsingum út í samfélagið. „Þetta er stór vinnustaður og fjölbreytt störf fyrir fólk með menntun af ólíku tagi. Við ætlum að koma þessum vinnustað í sátt og samlyndi við samfélagið og við stefnum að því eins fljótt og hægt er.”
Tengdar fréttir Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51 Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30 Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Tugir kvartana hafa borist Umhverfisstofnun vegna mengunar frá kísilveri Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu mæta á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar næsta fimmtudag til að ræða málið. 25. nóvember 2016 12:51
Fyrsta kísilmálmverksmiðja á Íslandi gangsett í dag Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík var gangsett í dag en en hún er fyrsta kísilmálmsverksmiðjan á Íslandi. Þrjú hundruð starfsmenn unnu í verksmiðjunni á byggingartíma hennar en í dag starfa 62 við kísilframleiðsluna. 13. nóvember 2016 19:30
Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn. 26. nóvember 2016 20:45