Ísland ekki bara besta lið Norðurlanda heldur það langbesta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 09:00 Vísir/EPA og Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Alexis hefur reiknað listann út og hann hefur haft rétt fyrir sér hingað til. Samkvæmt hans útreikningum mun íslenska liðið fara alla leið upp í 22. sæti listans eftir frábæran árangur sinn á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Ísland komst í átta liða úrslitin. Ísland hefur hæst komist í 23. sæti listans og mun því bæta það met þegar listinn verður gefinn út. Íslenska liðinu vantaði heldur ekki mikið í viðbót til að vera ofar en Slóvakía sem er í næsta sætinu fyrir ofan. Ísland er áfram besta lið Norðurlanda en bætir sína stöðu talsvert gagnvart frændþjóðum sínum. Í raun má segja að Ísland sé nú orðið langbesta lið Norðurlanda ef marka má FIFA-listann. Íslenska liðið var einu sæti ofar en Svíþjóð og þremur sætum ofar en Danmörk á júnílistanum. Á sama tíma og Ísland tekur risastökk þá lækka Svíar og Danir sig á listanum samkvæmt spá Alexis Martín-Tamayo. Ísland verður því 18 sætum ofar en Svíþjóð (40. sæti) og 22 sætum ofar en Danmörk (44. sæti) á næsta FIFA-lista. Norðmenn eru síðan áfram í 51. sætinu. Ísland vann Austurríki og England á EM 2016 og bæði þau lið lækka sig. Englendingar fara reyndar bara niður um tvö sæti og niður í það þrettánda en Austurríkismenn verða hinsvegar fjórtán sætum neðar en á síðasta lista eða í 24. sætinu. Það er heldur ekki að hjálpa Portúgal að ná „bara" í jafntefli á móti Íslandi því nýkrýndir Evrópumeistarar fara aðeins upp um tvö sæti og verða í sjötta sætinu á nýja FIFA-listanum. Nýi FIFA-listinn verður formlega gefinn út á fimmtudagsmorguninn og Ísland getur því ekki formlega kallað sig langbesta lið Norðurlanda fyrr en eftir þrjá daga.Os adelanto el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el jueves 14-Julio. ¡¡¡Viva el fútbol!!! pic.twitter.com/CeEweKd1Ck— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun hoppa upp um heil tólf sæti á nýjum FIFA-lista sem verður gefinn út á fimmtudaginn en þetta kemur fram í spá spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Alexis hefur reiknað listann út og hann hefur haft rétt fyrir sér hingað til. Samkvæmt hans útreikningum mun íslenska liðið fara alla leið upp í 22. sæti listans eftir frábæran árangur sinn á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Ísland komst í átta liða úrslitin. Ísland hefur hæst komist í 23. sæti listans og mun því bæta það met þegar listinn verður gefinn út. Íslenska liðinu vantaði heldur ekki mikið í viðbót til að vera ofar en Slóvakía sem er í næsta sætinu fyrir ofan. Ísland er áfram besta lið Norðurlanda en bætir sína stöðu talsvert gagnvart frændþjóðum sínum. Í raun má segja að Ísland sé nú orðið langbesta lið Norðurlanda ef marka má FIFA-listann. Íslenska liðið var einu sæti ofar en Svíþjóð og þremur sætum ofar en Danmörk á júnílistanum. Á sama tíma og Ísland tekur risastökk þá lækka Svíar og Danir sig á listanum samkvæmt spá Alexis Martín-Tamayo. Ísland verður því 18 sætum ofar en Svíþjóð (40. sæti) og 22 sætum ofar en Danmörk (44. sæti) á næsta FIFA-lista. Norðmenn eru síðan áfram í 51. sætinu. Ísland vann Austurríki og England á EM 2016 og bæði þau lið lækka sig. Englendingar fara reyndar bara niður um tvö sæti og niður í það þrettánda en Austurríkismenn verða hinsvegar fjórtán sætum neðar en á síðasta lista eða í 24. sætinu. Það er heldur ekki að hjálpa Portúgal að ná „bara" í jafntefli á móti Íslandi því nýkrýndir Evrópumeistarar fara aðeins upp um tvö sæti og verða í sjötta sætinu á nýja FIFA-listanum. Nýi FIFA-listinn verður formlega gefinn út á fimmtudagsmorguninn og Ísland getur því ekki formlega kallað sig langbesta lið Norðurlanda fyrr en eftir þrjá daga.Os adelanto el TOP-60 del próximo Ranking FIFA que será publicado el jueves 14-Julio. ¡¡¡Viva el fútbol!!! pic.twitter.com/CeEweKd1Ck— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira