Frakkar eru búnir að klára leikinn með því að komast í 4-0 í fyrri hálfleik. Með þessum grimmi örlögum íslensku strákanna á þessum fyrstu 45 mínútum eru þeir búnir að setja nýtt óvinsælt met í sögu úrslitakeppni EM.
Ísland varð í kvöld fyrsta liðið í sögu keppninnar til að sækja boltann fjórum sinnum í markið sitt fyrir hálfleik.
Olivier Giroud, Paul Pogba, Dimitri Payet og Antoine Griezmann skoruðu mörk franska liðsins í þessum ótrúlega fyrri hálfleik liðsins.
Franska liðið hafði ekki skorað eitt einasta mark í fyrri hálfleik í fyrstu fjórum leikjum sínum á mótinu en bætti heldur betur út því á Stade de France í kvöld.
Íslenska liðið hafði fengið á sig samtals fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir leikinn þar af komu tvö þeirra í fyrri hálfleik.
#FRA 4-0 #ISL (HT) - Francia es el PRIMER equipo que marca CUATRO goles en el primer tiempo de un partido en TODA la historia de la Eurocopa
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 3, 2016