Edda Garðars: KR er ekki Fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 10:00 Edda Garðarsdóttir sem leikmaður KR og þjálfari KR. Vísir/Samsett mynd Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR í Pepsi-deild kvenna, hefur heldur betur safnað að sér sterkum leikmönnum síðan að tímabilinu lauk. Fjórar landsliðskonur, fyrrverandi og núverandi, hafa samið við KR fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir hafa spilað saman 265 A-landsleiki en þær léku allar með KR á árum áður. Edda fer yfir stöðu mála hjá KR-liðinu í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag en KR rétt náði að bjarga sér frá falli í lokaumferðinni í haust. „Ég ætla alls ekki að fara að tala um að nú getum við orðið meistarar eða eitthvað slíkt. Það væri algjör geðveiki. Við náðum að taka „kvikmyndalegan“ viðsnúning í hálfleik gegn ÍA í lokaumferðinni og héldum okkur þannig uppi í deildinni, þannig að mér finnst við ekkert geta verið kokhraustar,“ sagði Edda í viðtalinu við Sindra. Hún var staðráðin í að breyta um taktík en KR-liðið var með fjóra erlenda leikmenn í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég er tiltölulega ný í þessu starfi og finnst þetta svolítið óþægilegt. Maður fær endalausar ábendingar um hina og þessa erlendu leikmenn og þetta er svo mikið lotterí. Maður krossleggur bara fingur þegar þær koma um vorið. Ég vil ekki hafa þetta svona. Þegar Þórunn, Katrín og Hólmfríður vildu koma heim þá tók maður því auðvitað bara fagnandi,“ sagði Edda í viðtalinu. „Mig langar að treysta á KR-inga og mínar stelpur. Ég vil ekki fá erlenda leikmenn sem ég þekki ekki. Ég er mun spenntari fyrir því að fá íslenska leikmenn sem mér lýst vel a, metnaðarfullar stelpur sem vilja breytingar. Mér finnst mjög gaman að hjálpa ungum leikmönnum að stíga sín fyrstu skref, þó að ég sé að fá gamlar með til að lyfta þessu upp. Þær eru KR-ingar og ég tel að það skipti máli, þó að nútímafótbolti sé eins og hann er," sagði Eddda. Edda skýtur líka á stjórnina í Fram sem vill ekkert með kvennalið félagsins gera og hefur enn ekki ráðið þjálfara eins og kom fram í sameiginlegum pistli frá leikmönnum Safamýrarliðsins í vikunni. „KR er ekki Fram, ef þú ert að spyrja að því. Ef maður horfir til baka þá kom þarna tími um 2008 eða 2009, þegar hópur leikmanna KR hafði tækifæri til að komast í atvinnumennsku. Við misstum liðið bara út á einu bretti. það er ekkert fyrst núna sem KR er að reyna að rífa þetta upp og stjórnin hefur alltaf verið boðin og búin að hjálpa til. Það kom mér bara meira á óvart en ekki hve mikill stuðningurinn hefur verið úr öllum áttum,“ sagði Edda. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira
Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR í Pepsi-deild kvenna, hefur heldur betur safnað að sér sterkum leikmönnum síðan að tímabilinu lauk. Fjórar landsliðskonur, fyrrverandi og núverandi, hafa samið við KR fyrir næsta tímabil. Leikmennirnir Hólmfríður Magnúsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir hafa spilað saman 265 A-landsleiki en þær léku allar með KR á árum áður. Edda fer yfir stöðu mála hjá KR-liðinu í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag en KR rétt náði að bjarga sér frá falli í lokaumferðinni í haust. „Ég ætla alls ekki að fara að tala um að nú getum við orðið meistarar eða eitthvað slíkt. Það væri algjör geðveiki. Við náðum að taka „kvikmyndalegan“ viðsnúning í hálfleik gegn ÍA í lokaumferðinni og héldum okkur þannig uppi í deildinni, þannig að mér finnst við ekkert geta verið kokhraustar,“ sagði Edda í viðtalinu við Sindra. Hún var staðráðin í að breyta um taktík en KR-liðið var með fjóra erlenda leikmenn í Pepsi-deildinni í sumar. „Ég er tiltölulega ný í þessu starfi og finnst þetta svolítið óþægilegt. Maður fær endalausar ábendingar um hina og þessa erlendu leikmenn og þetta er svo mikið lotterí. Maður krossleggur bara fingur þegar þær koma um vorið. Ég vil ekki hafa þetta svona. Þegar Þórunn, Katrín og Hólmfríður vildu koma heim þá tók maður því auðvitað bara fagnandi,“ sagði Edda í viðtalinu. „Mig langar að treysta á KR-inga og mínar stelpur. Ég vil ekki fá erlenda leikmenn sem ég þekki ekki. Ég er mun spenntari fyrir því að fá íslenska leikmenn sem mér lýst vel a, metnaðarfullar stelpur sem vilja breytingar. Mér finnst mjög gaman að hjálpa ungum leikmönnum að stíga sín fyrstu skref, þó að ég sé að fá gamlar með til að lyfta þessu upp. Þær eru KR-ingar og ég tel að það skipti máli, þó að nútímafótbolti sé eins og hann er," sagði Eddda. Edda skýtur líka á stjórnina í Fram sem vill ekkert með kvennalið félagsins gera og hefur enn ekki ráðið þjálfara eins og kom fram í sameiginlegum pistli frá leikmönnum Safamýrarliðsins í vikunni. „KR er ekki Fram, ef þú ert að spyrja að því. Ef maður horfir til baka þá kom þarna tími um 2008 eða 2009, þegar hópur leikmanna KR hafði tækifæri til að komast í atvinnumennsku. Við misstum liðið bara út á einu bretti. það er ekkert fyrst núna sem KR er að reyna að rífa þetta upp og stjórnin hefur alltaf verið boðin og búin að hjálpa til. Það kom mér bara meira á óvart en ekki hve mikill stuðningurinn hefur verið úr öllum áttum,“ sagði Edda.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira