Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júlí 2016 13:00 vísir/pjetur/anton Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. Það sem af er árinu hafa 88 manns leitað aðstoðar á neyðarmóttökunni. Vikan 11.-17. júlí er enn fremur sú vika, ásamt 13.-19. júní, sem flestir fengu aðstoð neyðarmóttökunnar vegna kynferðisbrota. „Í þeim hópinum núna voru margir þolendur sem ákváðu að kæra,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttökunnar, í samtali við Vísi. Að hennar sögn ákvað um helmingur þolenda að kæra. Druslugangan var gengin um síðustu helgi og telur Hrönn að hún hafi haft jákvæð áhrif. „Þolendur sem hingað hafa leitað hafa verið ákveðnari en áður í að leita sér aðstoðar neyðarmóttökunar eftir brot. Það er mín tilfinning að umræðan og hve áberandi hún er stuðli að því að fólk sé reiðubúnara og öruggara að kæra málin til lögreglu,“ segir Hrönn. Hún bætir því við að starfsfólk neyðarmóttökunnar pressi aldrei á neinn að kæra.Miklar sveiflur í fjölda tilkynntra brota Í skriflegu svari til fréttastofu segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðstjóri ákærusviðs hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að frá 10. júlí hafi fjórtán kynferðisbrot verið tilkynnt til embættisins. „Í flestum tilvikum hafa brotaþolar fylgt málinu eftir með kæru. Rétt er þó að taka fram að lögreglan hefur rannsókn í málunum hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki,“ segir í svari hennar. Af málunum fjórtán þá varða tíu þeirra tilkynntar nauðganir. Fjögur brotanna áttu sér stað fyrir dagsetninguna 10. júlí en hin brotin tíu eftir þá dagsetningu. Sé gert ráð fyrir, þó erfitt sér að fullyrða um slíkt, að ætlað brot hafi átt sér stað í sama mánuði og það var tilkynnt þá eiga að meðaltali, gróft áætlað, sextán brot sér stað í mánuði hverjum. Miklar sveiflur eru í tilkynntum brotum milli mánaða. Sé litið til maí 2015 til maí 2016 hafa tilkynnt mál sveiflast frá fimm málum á mánuði upp í 24 mál. Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Þúsundir gengu fylktu liði í Druslugöngunni Mikill fjöldi fólks var saman kominn í miðborg Reykjavíkur til að taka þátt í Druslugöngunni í ár. 23. júlí 2016 15:29 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 „Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag en hún hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14. 23. júlí 2016 11:14 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. Það sem af er árinu hafa 88 manns leitað aðstoðar á neyðarmóttökunni. Vikan 11.-17. júlí er enn fremur sú vika, ásamt 13.-19. júní, sem flestir fengu aðstoð neyðarmóttökunnar vegna kynferðisbrota. „Í þeim hópinum núna voru margir þolendur sem ákváðu að kæra,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttökunnar, í samtali við Vísi. Að hennar sögn ákvað um helmingur þolenda að kæra. Druslugangan var gengin um síðustu helgi og telur Hrönn að hún hafi haft jákvæð áhrif. „Þolendur sem hingað hafa leitað hafa verið ákveðnari en áður í að leita sér aðstoðar neyðarmóttökunar eftir brot. Það er mín tilfinning að umræðan og hve áberandi hún er stuðli að því að fólk sé reiðubúnara og öruggara að kæra málin til lögreglu,“ segir Hrönn. Hún bætir því við að starfsfólk neyðarmóttökunnar pressi aldrei á neinn að kæra.Miklar sveiflur í fjölda tilkynntra brota Í skriflegu svari til fréttastofu segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðstjóri ákærusviðs hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að frá 10. júlí hafi fjórtán kynferðisbrot verið tilkynnt til embættisins. „Í flestum tilvikum hafa brotaþolar fylgt málinu eftir með kæru. Rétt er þó að taka fram að lögreglan hefur rannsókn í málunum hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki,“ segir í svari hennar. Af málunum fjórtán þá varða tíu þeirra tilkynntar nauðganir. Fjögur brotanna áttu sér stað fyrir dagsetninguna 10. júlí en hin brotin tíu eftir þá dagsetningu. Sé gert ráð fyrir, þó erfitt sér að fullyrða um slíkt, að ætlað brot hafi átt sér stað í sama mánuði og það var tilkynnt þá eiga að meðaltali, gróft áætlað, sextán brot sér stað í mánuði hverjum. Miklar sveiflur eru í tilkynntum brotum milli mánaða. Sé litið til maí 2015 til maí 2016 hafa tilkynnt mál sveiflast frá fimm málum á mánuði upp í 24 mál.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Þúsundir gengu fylktu liði í Druslugöngunni Mikill fjöldi fólks var saman kominn í miðborg Reykjavíkur til að taka þátt í Druslugöngunni í ár. 23. júlí 2016 15:29 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 „Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag en hún hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14. 23. júlí 2016 11:14 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15
Þúsundir gengu fylktu liði í Druslugöngunni Mikill fjöldi fólks var saman kominn í miðborg Reykjavíkur til að taka þátt í Druslugöngunni í ár. 23. júlí 2016 15:29
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48
„Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag en hún hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14. 23. júlí 2016 11:14