Tíu nauðganir tilkynntar síðustu tvær vikur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júlí 2016 13:00 vísir/pjetur/anton Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. Það sem af er árinu hafa 88 manns leitað aðstoðar á neyðarmóttökunni. Vikan 11.-17. júlí er enn fremur sú vika, ásamt 13.-19. júní, sem flestir fengu aðstoð neyðarmóttökunnar vegna kynferðisbrota. „Í þeim hópinum núna voru margir þolendur sem ákváðu að kæra,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttökunnar, í samtali við Vísi. Að hennar sögn ákvað um helmingur þolenda að kæra. Druslugangan var gengin um síðustu helgi og telur Hrönn að hún hafi haft jákvæð áhrif. „Þolendur sem hingað hafa leitað hafa verið ákveðnari en áður í að leita sér aðstoðar neyðarmóttökunar eftir brot. Það er mín tilfinning að umræðan og hve áberandi hún er stuðli að því að fólk sé reiðubúnara og öruggara að kæra málin til lögreglu,“ segir Hrönn. Hún bætir því við að starfsfólk neyðarmóttökunnar pressi aldrei á neinn að kæra.Miklar sveiflur í fjölda tilkynntra brota Í skriflegu svari til fréttastofu segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðstjóri ákærusviðs hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að frá 10. júlí hafi fjórtán kynferðisbrot verið tilkynnt til embættisins. „Í flestum tilvikum hafa brotaþolar fylgt málinu eftir með kæru. Rétt er þó að taka fram að lögreglan hefur rannsókn í málunum hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki,“ segir í svari hennar. Af málunum fjórtán þá varða tíu þeirra tilkynntar nauðganir. Fjögur brotanna áttu sér stað fyrir dagsetninguna 10. júlí en hin brotin tíu eftir þá dagsetningu. Sé gert ráð fyrir, þó erfitt sér að fullyrða um slíkt, að ætlað brot hafi átt sér stað í sama mánuði og það var tilkynnt þá eiga að meðaltali, gróft áætlað, sextán brot sér stað í mánuði hverjum. Miklar sveiflur eru í tilkynntum brotum milli mánaða. Sé litið til maí 2015 til maí 2016 hafa tilkynnt mál sveiflast frá fimm málum á mánuði upp í 24 mál. Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Þúsundir gengu fylktu liði í Druslugöngunni Mikill fjöldi fólks var saman kominn í miðborg Reykjavíkur til að taka þátt í Druslugöngunni í ár. 23. júlí 2016 15:29 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 „Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag en hún hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14. 23. júlí 2016 11:14 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Sex manns leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í síðustu viku og fjórir vikuna þar á undan. Það sem af er árinu hafa 88 manns leitað aðstoðar á neyðarmóttökunni. Vikan 11.-17. júlí er enn fremur sú vika, ásamt 13.-19. júní, sem flestir fengu aðstoð neyðarmóttökunnar vegna kynferðisbrota. „Í þeim hópinum núna voru margir þolendur sem ákváðu að kæra,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttökunnar, í samtali við Vísi. Að hennar sögn ákvað um helmingur þolenda að kæra. Druslugangan var gengin um síðustu helgi og telur Hrönn að hún hafi haft jákvæð áhrif. „Þolendur sem hingað hafa leitað hafa verið ákveðnari en áður í að leita sér aðstoðar neyðarmóttökunar eftir brot. Það er mín tilfinning að umræðan og hve áberandi hún er stuðli að því að fólk sé reiðubúnara og öruggara að kæra málin til lögreglu,“ segir Hrönn. Hún bætir því við að starfsfólk neyðarmóttökunnar pressi aldrei á neinn að kæra.Miklar sveiflur í fjölda tilkynntra brota Í skriflegu svari til fréttastofu segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðstjóri ákærusviðs hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að frá 10. júlí hafi fjórtán kynferðisbrot verið tilkynnt til embættisins. „Í flestum tilvikum hafa brotaþolar fylgt málinu eftir með kæru. Rétt er þó að taka fram að lögreglan hefur rannsókn í málunum hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki,“ segir í svari hennar. Af málunum fjórtán þá varða tíu þeirra tilkynntar nauðganir. Fjögur brotanna áttu sér stað fyrir dagsetninguna 10. júlí en hin brotin tíu eftir þá dagsetningu. Sé gert ráð fyrir, þó erfitt sér að fullyrða um slíkt, að ætlað brot hafi átt sér stað í sama mánuði og það var tilkynnt þá eiga að meðaltali, gróft áætlað, sextán brot sér stað í mánuði hverjum. Miklar sveiflur eru í tilkynntum brotum milli mánaða. Sé litið til maí 2015 til maí 2016 hafa tilkynnt mál sveiflast frá fimm málum á mánuði upp í 24 mál.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15 Þúsundir gengu fylktu liði í Druslugöngunni Mikill fjöldi fólks var saman kominn í miðborg Reykjavíkur til að taka þátt í Druslugöngunni í ár. 23. júlí 2016 15:29 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 „Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag en hún hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14. 23. júlí 2016 11:14 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. 19. júlí 2016 19:15
Þúsundir gengu fylktu liði í Druslugöngunni Mikill fjöldi fólks var saman kominn í miðborg Reykjavíkur til að taka þátt í Druslugöngunni í ár. 23. júlí 2016 15:29
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48
„Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag en hún hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14. 23. júlí 2016 11:14