Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. júlí 2016 19:15 Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum hyggist viðhalda sama verklagi og í fyrra, að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en eftir hátíðina, þegar lögregla telur það tímabært. „Við höfum nú yfirleitt tilkynnt um fjölda fíkniefnamála og líkamsrása sem gerast á almannafæri. Að sjálfsögðu ef það er einhver almannahætta þá tilkynnum við það og upplýsum gesti um það jafnóðum. Markmið okkar á þessari hátíð er auðvitað að allir fari heilir heim. Þetta er bara verklag sem gildir allt árið um kring. Gildir allstaðar. Viðkvæmustu málin fara ekki jafnóðum í fjölmiðla,“ segir hún. Páley bendir á að kynferðisbrot séu sérlega viðkvæm. „Við erum bara á svo litlu landi. Um leið og það er búið að tilkynna að það hafi orðið brot þá fer fólk að leggja saman tvo og tvo,“ segir hún. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin. Við erum ekki að sjá þessi brot, sem betur fer og vonandi munum við ekki sjá það og reynum að fyrirbyggja með öflugri gæslu og svona, þessi almannafærisbrot. Og það er náttúrlega það sem sífellt er verkefni lögreglu. Að reyna að tryggja löggæslu á almannafæri og allstaðar svo fólk sé óhullt þar sem það er á gangi á ýmsum vettvangi. En það er erfiðara við að eiga, og þess vegna eru þetta svona viðkvæm brot, þau gerast mjög oft á milli tengdra og nátengdra aðila inni í lokuðu rými.“ Páley vill taka skýrt fram að mikið sé lagt upp úr góðri gæslu á Þjóðhátíð. 27 lögreglumenn verða að störfum auk 100 manns í gæslu á vegum Þjóðhátíðarnefndar. Læknar og hjúkrunarfræðingar verða starfandi í dalnum auk sálgæsluteymis. „Við reynum að gera allt sem við getum til að tryggja öryggi gesta og það er auðvitað alltaf okkar markmið.“ Tengdar fréttir Þrír leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis frá því um helgina Verkefnisstjóri neyðarmóttökunnar segir að einhverjir leiti til móttökunnar flestar helgar ársins. 27. ágúst 2015 16:07 Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53 Elliði stendur með ákvörðun Páleyjar Elliði Vignisson segir það rétta ákvörðun að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. 19. júlí 2016 13:05 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar ekki að upplýsa fjölmiðla um tilkynnt kynferðisbrot sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrr en eftir hátíðina. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir brotin vera sérlega viðkvæm þar sem þau gerist oft á milli tengdra aðila í lokuðu rými. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum hyggist viðhalda sama verklagi og í fyrra, að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en eftir hátíðina, þegar lögregla telur það tímabært. „Við höfum nú yfirleitt tilkynnt um fjölda fíkniefnamála og líkamsrása sem gerast á almannafæri. Að sjálfsögðu ef það er einhver almannahætta þá tilkynnum við það og upplýsum gesti um það jafnóðum. Markmið okkar á þessari hátíð er auðvitað að allir fari heilir heim. Þetta er bara verklag sem gildir allt árið um kring. Gildir allstaðar. Viðkvæmustu málin fara ekki jafnóðum í fjölmiðla,“ segir hún. Páley bendir á að kynferðisbrot séu sérlega viðkvæm. „Við erum bara á svo litlu landi. Um leið og það er búið að tilkynna að það hafi orðið brot þá fer fólk að leggja saman tvo og tvo,“ segir hún. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin. Við erum ekki að sjá þessi brot, sem betur fer og vonandi munum við ekki sjá það og reynum að fyrirbyggja með öflugri gæslu og svona, þessi almannafærisbrot. Og það er náttúrlega það sem sífellt er verkefni lögreglu. Að reyna að tryggja löggæslu á almannafæri og allstaðar svo fólk sé óhullt þar sem það er á gangi á ýmsum vettvangi. En það er erfiðara við að eiga, og þess vegna eru þetta svona viðkvæm brot, þau gerast mjög oft á milli tengdra og nátengdra aðila inni í lokuðu rými.“ Páley vill taka skýrt fram að mikið sé lagt upp úr góðri gæslu á Þjóðhátíð. 27 lögreglumenn verða að störfum auk 100 manns í gæslu á vegum Þjóðhátíðarnefndar. Læknar og hjúkrunarfræðingar verða starfandi í dalnum auk sálgæsluteymis. „Við reynum að gera allt sem við getum til að tryggja öryggi gesta og það er auðvitað alltaf okkar markmið.“
Tengdar fréttir Þrír leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis frá því um helgina Verkefnisstjóri neyðarmóttökunnar segir að einhverjir leiti til móttökunnar flestar helgar ársins. 27. ágúst 2015 16:07 Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00 Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53 Elliði stendur með ákvörðun Páleyjar Elliði Vignisson segir það rétta ákvörðun að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. 19. júlí 2016 13:05 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Sjá meira
Þrír leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis frá því um helgina Verkefnisstjóri neyðarmóttökunnar segir að einhverjir leiti til móttökunnar flestar helgar ársins. 27. ágúst 2015 16:07
Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra Lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki upplýsa um tilkynnt kynferðisbrot á Þjóðhátíð fyrr en nokkur tími er liðinn frá hinum meintu brotum. Lögreglustjórinn segir þetta auka líkur á góðri frásögn. Fagaðilar segja rétt að upplýsa um 19. júlí 2016 07:00
Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53
Elliði stendur með ákvörðun Páleyjar Elliði Vignisson segir það rétta ákvörðun að upplýsa ekki um tilkynnt kynferðisbrot. 19. júlí 2016 13:05