„Munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi“ Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2016 11:14 Aðstandendur áætla að um 15 þúsund manns hafi mætt í gönguna á síðasta ári. Vísir/Andri Marinó Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag og segir Hjalti Vigfússon, einn aðstandenda göngunnar, að gangan verði gengin þar til kynferðislegu ofbeldi hafi verið útrýmt úr íslensku samfélagi. Druslugangan hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14 og þaðan verður gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og svo er endað á Austurvelli þar sem haldnar verða ræður og tónlistarmenn koma fram. Gangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis, en gangan hefur stækkað ört með hverju ári, allt frá því að hún var fyrst haldin árið 2011. Þannig mættu 15 þúsund manns í gönguna í fyrra og eiga aðstandendur ekki von á færri í ár.Fræðsla og forvirkar aðgerðir Hjalti segir að í ár sé sérstök áhersla lögð á fræðslu og forvirkar aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Hann segir að innanríkisráðuneytið hafi unnið vel að því síðustu árin að bæta kerfið þegar kemur að þessum málum. „Við viljum að sjálfsögðu að sem fæstir þurfi að leita inn í þetta kerfi. Það er það sem við erum að kalla eftir núna, að samfélagið bregðist við og að stjórnvöld geri það líka með því að innleiða forvarnarfræðslu í alla grunnskóla og öll skólastig,“ segir Hjalti.Hjalti VigfússonVísir/GVAÁ Facebook-síðu göngunnar segir að meginmarkmið göngunnar sé að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. „Við berjumst gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið, eða sé nokkurn tímann, þolenda þess að kenna. Sú er nefnilega aldrei raunin“. Á Austurvelli munu Guðrún Ögmundsdóttir, Júlía Birgisdóttir og Hjálmar Sigmarsson flytja ræður en að ræðum loknum koma fram Hildur, Hemúllinn og Friðrik Dór og flytja lög.Nú hafa kynferðisbrot verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Gefur það göngunni og ykkar málstað aukinn kraft?„Ekki spurning og það sýnir nauðsyn göngunnar, fyrst og fremst. Þó að margt hafi breyst síðan við byrjuðum að ganga Druslugönguna árið 2011 þá er enn mjög langt í land. Ofbeldi á sér enn stað og við munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi. Við getum það ekki nema allt samfélagið sameinist um það,“ segir Hjalti. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Druslugangan verður gengin í sjötta sinn í dag og segir Hjalti Vigfússon, einn aðstandenda göngunnar, að gangan verði gengin þar til kynferðislegu ofbeldi hafi verið útrýmt úr íslensku samfélagi. Druslugangan hefst við Hallgrímskirkju klukkan 14 og þaðan verður gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og svo er endað á Austurvelli þar sem haldnar verða ræður og tónlistarmenn koma fram. Gangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis, en gangan hefur stækkað ört með hverju ári, allt frá því að hún var fyrst haldin árið 2011. Þannig mættu 15 þúsund manns í gönguna í fyrra og eiga aðstandendur ekki von á færri í ár.Fræðsla og forvirkar aðgerðir Hjalti segir að í ár sé sérstök áhersla lögð á fræðslu og forvirkar aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Hann segir að innanríkisráðuneytið hafi unnið vel að því síðustu árin að bæta kerfið þegar kemur að þessum málum. „Við viljum að sjálfsögðu að sem fæstir þurfi að leita inn í þetta kerfi. Það er það sem við erum að kalla eftir núna, að samfélagið bregðist við og að stjórnvöld geri það líka með því að innleiða forvarnarfræðslu í alla grunnskóla og öll skólastig,“ segir Hjalti.Hjalti VigfússonVísir/GVAÁ Facebook-síðu göngunnar segir að meginmarkmið göngunnar sé að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi skilur eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, hjá gerendum. „Við berjumst gegn orðræðu sem gefur til kynna að kynferðislegt ofbeldi geti verið, eða sé nokkurn tímann, þolenda þess að kenna. Sú er nefnilega aldrei raunin“. Á Austurvelli munu Guðrún Ögmundsdóttir, Júlía Birgisdóttir og Hjálmar Sigmarsson flytja ræður en að ræðum loknum koma fram Hildur, Hemúllinn og Friðrik Dór og flytja lög.Nú hafa kynferðisbrot verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Gefur það göngunni og ykkar málstað aukinn kraft?„Ekki spurning og það sýnir nauðsyn göngunnar, fyrst og fremst. Þó að margt hafi breyst síðan við byrjuðum að ganga Druslugönguna árið 2011 þá er enn mjög langt í land. Ofbeldi á sér enn stað og við munum ganga Druslugöngu þar til að kynferðisofbeldi verður útrýmt úr íslensku samfélagi. Við getum það ekki nema allt samfélagið sameinist um það,“ segir Hjalti.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira