Innlent

Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Átján kynferðisbrot á útihátíðum voru tilkynnt til Stígamóta í fyrra. Þar af voru tólf nauðganir. Þrjár nauðganir á Þjóðhátíð voru tilkynntar til Neyðarmóttökunnar.
Átján kynferðisbrot á útihátíðum voru tilkynnt til Stígamóta í fyrra. Þar af voru tólf nauðganir. Þrjár nauðganir á Þjóðhátíð voru tilkynntar til Neyðarmóttökunnar. Vísir/Vihelm
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum sendi frá sér tilkynningu nú fyrir hádegið þar sem segir að Lögreglan í Vestmannaeyjum miðli öllum upplýsingum um verkefni sín svo hratt og örugglega sem mögulegt er hverju sinni.Hún segir sama verklag viðhaft allt árið og taki það eingöngu mið af rannsóknarhagsmunum og velferð mögulegra fórnarlamba. 

Ákvörðun Páleyjar að veita ekki fjölmiðlum upplýsingar daginn eftir um hvort og þá hve mörg kynferðisbrot voru tilkynnt á Þjóðhátíð hefur vakið mikla athygli og þykir umdeilt. Umdæmin á Suðurlandi og Vestmannaeyjum skera sig þar úr en önnur umdæmi lögreglu veita upplýsingar um hvort brot hafi verið tilkynnt.

Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari eru sammála um að best væri að verkferlar á landinu væru eins hjá öllum umdæmum. 


Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið fjölmennasta útihátíðin um Verslunarmannahelgina um árabil.Vísir/Vilhelm
Páley bætir við að um komandi Verslunarmannahelgi verði allar upplýsingar veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola.  Undir þetta falla upplýsingar um fjölda brota, eðli þeirra og allar aðrar þær upplýsingar sem almennt eru veittar.

Gagnrýni á ákvörðun Páleyjar snýr að því hvort upplýst hafi verið að kynferðisbrot væri tilkynnt og þá hve mörg. Slíkar upplýsingar hafa verið veittar í áraraðir og vakti því breytt verklag í Vestmannaeyjum athygli fyrir Þjóðhátíð í fyrra.

Lögreglustjórinn segir að öll umræða um að leyna eigi upplýsingum um kynferðisbrot eða draga úr hófi að veita þær sé með öllu á misskilningi eða vanþekkingu byggð.  Þá hvetur Lögreglan í Vestmannaeyjum fjölmiðla og fólk almennt til að ræða sín á milli um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er.  Ábyrgðin sé í öllum tilvikum gerandans og þangað þarf að skila skömminni, segir Páley að lokum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.