Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júlí 2016 11:48 Átján kynferðisbrot á útihátíðum voru tilkynnt til Stígamóta í fyrra. Þar af voru tólf nauðganir. Þrjár nauðganir á Þjóðhátíð voru tilkynntar til Neyðarmóttökunnar. Vísir/Vihelm Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum sendi frá sér tilkynningu nú fyrir hádegið þar sem segir að Lögreglan í Vestmannaeyjum miðli öllum upplýsingum um verkefni sín svo hratt og örugglega sem mögulegt er hverju sinni.Hún segir sama verklag viðhaft allt árið og taki það eingöngu mið af rannsóknarhagsmunum og velferð mögulegra fórnarlamba. Ákvörðun Páleyjar að veita ekki fjölmiðlum upplýsingar daginn eftir um hvort og þá hve mörg kynferðisbrot voru tilkynnt á Þjóðhátíð hefur vakið mikla athygli og þykir umdeilt. Umdæmin á Suðurlandi og Vestmannaeyjum skera sig þar úr en önnur umdæmi lögreglu veita upplýsingar um hvort brot hafi verið tilkynnt. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari eru sammála um að best væri að verkferlar á landinu væru eins hjá öllum umdæmum. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið fjölmennasta útihátíðin um Verslunarmannahelgina um árabil.Vísir/Vilhelm Páley bætir við að um komandi Verslunarmannahelgi verði allar upplýsingar veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Undir þetta falla upplýsingar um fjölda brota, eðli þeirra og allar aðrar þær upplýsingar sem almennt eru veittar. Gagnrýni á ákvörðun Páleyjar snýr að því hvort upplýst hafi verið að kynferðisbrot væri tilkynnt og þá hve mörg. Slíkar upplýsingar hafa verið veittar í áraraðir og vakti því breytt verklag í Vestmannaeyjum athygli fyrir Þjóðhátíð í fyrra. Lögreglustjórinn segir að öll umræða um að leyna eigi upplýsingum um kynferðisbrot eða draga úr hófi að veita þær sé með öllu á misskilningi eða vanþekkingu byggð. Þá hvetur Lögreglan í Vestmannaeyjum fjölmiðla og fólk almennt til að ræða sín á milli um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er. Ábyrgðin sé í öllum tilvikum gerandans og þangað þarf að skila skömminni, segir Páley að lokum. Tengdar fréttir Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26 Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04 Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum sendi frá sér tilkynningu nú fyrir hádegið þar sem segir að Lögreglan í Vestmannaeyjum miðli öllum upplýsingum um verkefni sín svo hratt og örugglega sem mögulegt er hverju sinni.Hún segir sama verklag viðhaft allt árið og taki það eingöngu mið af rannsóknarhagsmunum og velferð mögulegra fórnarlamba. Ákvörðun Páleyjar að veita ekki fjölmiðlum upplýsingar daginn eftir um hvort og þá hve mörg kynferðisbrot voru tilkynnt á Þjóðhátíð hefur vakið mikla athygli og þykir umdeilt. Umdæmin á Suðurlandi og Vestmannaeyjum skera sig þar úr en önnur umdæmi lögreglu veita upplýsingar um hvort brot hafi verið tilkynnt. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari eru sammála um að best væri að verkferlar á landinu væru eins hjá öllum umdæmum. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið fjölmennasta útihátíðin um Verslunarmannahelgina um árabil.Vísir/Vilhelm Páley bætir við að um komandi Verslunarmannahelgi verði allar upplýsingar veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola. Undir þetta falla upplýsingar um fjölda brota, eðli þeirra og allar aðrar þær upplýsingar sem almennt eru veittar. Gagnrýni á ákvörðun Páleyjar snýr að því hvort upplýst hafi verið að kynferðisbrot væri tilkynnt og þá hve mörg. Slíkar upplýsingar hafa verið veittar í áraraðir og vakti því breytt verklag í Vestmannaeyjum athygli fyrir Þjóðhátíð í fyrra. Lögreglustjórinn segir að öll umræða um að leyna eigi upplýsingum um kynferðisbrot eða draga úr hófi að veita þær sé með öllu á misskilningi eða vanþekkingu byggð. Þá hvetur Lögreglan í Vestmannaeyjum fjölmiðla og fólk almennt til að ræða sín á milli um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er. Ábyrgðin sé í öllum tilvikum gerandans og þangað þarf að skila skömminni, segir Páley að lokum.
Tengdar fréttir Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26 Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04 Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26
Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04
Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14