1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2016 23:36 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/EPA Forsætisráðherra Tyrklands hefur gefið út að pólitískum hreinsunum í landinu sé hvergi nærri lokið eftir valdaránstilraunina fyrir tæpum tveimur vikum. Rúmlega 15.000 hafa verið handteknir vegna gruns um tengsl við skipulagningu á valdaránstilrauninni og eru 8.000 enn í haldi, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian af ástandinu. Tugþúsundir til viðbótar hafa verið fjarlægðir úr embættismannakerfi landsins en Guardian hefur eftir tyrknesku fréttastofunni Andolu að 1.700 herforingjar hafi verið leystir frá störfum eftir valdaránstilraunina. Tugum fjölmiðla fjölmiðla hefur verið lokað, þar á meðal 45 dagblöðum og 16 sjónvarpsstöðvum. Tyrknesk yfirvöld hafa sakað klerkinn Fethullah Gulen um að standa að baki valdaránstilrauninni en forsætisráðherra landsins, Binali Yildirim, segir rannsókn málsins enn í fullum gangi. „Það er enn verið að leita að fólki. Það gæti leitt til frekari handtaka og varðhalds. Ferlinu er ekki lokið.“ Orkumálaráðherra landsins Berat Albayrak, sem er tengdasonur forsetans Recep Tayyip Erdogan, sagði tyrknesk yfirvöld hafa verið búin að leggja á ráðin um mikla hreinsun í hernum og öðrum stofnunum landsins. Átti að gera það til að hreinsa kerfið af öllum tengslum við Gulen. Ummæli Albayrak benda til að þessi hreyfing innan hersins hafi lagt í valdaránstilraunina því hún hafði heyrt af því að til stæði að leggjast í slíkar hreinsanir. Talið er að tilkynnt verði um róttæka breytingu á hernum þegar æðsta herráð landsins kemur saman á morgun. Rúmlega 10 þúsund hermenn og 358 hershöfðingjar hafa verið í haldi sem hefur skilið eftir stórt skarð í valdaskipan hersins. Tengdar fréttir Ætlar að skipuleggja herinn á ný með hraði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að tyrkneski herinn verði endurskipulagður á mjög stuttum tíma. 23. júlí 2016 07:00 Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 Pyntingar og ill meðferð staðfest í Tyrklandi Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands. 26. júlí 2016 23:36 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands hefur gefið út að pólitískum hreinsunum í landinu sé hvergi nærri lokið eftir valdaránstilraunina fyrir tæpum tveimur vikum. Rúmlega 15.000 hafa verið handteknir vegna gruns um tengsl við skipulagningu á valdaránstilrauninni og eru 8.000 enn í haldi, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins The Guardian af ástandinu. Tugþúsundir til viðbótar hafa verið fjarlægðir úr embættismannakerfi landsins en Guardian hefur eftir tyrknesku fréttastofunni Andolu að 1.700 herforingjar hafi verið leystir frá störfum eftir valdaránstilraunina. Tugum fjölmiðla fjölmiðla hefur verið lokað, þar á meðal 45 dagblöðum og 16 sjónvarpsstöðvum. Tyrknesk yfirvöld hafa sakað klerkinn Fethullah Gulen um að standa að baki valdaránstilrauninni en forsætisráðherra landsins, Binali Yildirim, segir rannsókn málsins enn í fullum gangi. „Það er enn verið að leita að fólki. Það gæti leitt til frekari handtaka og varðhalds. Ferlinu er ekki lokið.“ Orkumálaráðherra landsins Berat Albayrak, sem er tengdasonur forsetans Recep Tayyip Erdogan, sagði tyrknesk yfirvöld hafa verið búin að leggja á ráðin um mikla hreinsun í hernum og öðrum stofnunum landsins. Átti að gera það til að hreinsa kerfið af öllum tengslum við Gulen. Ummæli Albayrak benda til að þessi hreyfing innan hersins hafi lagt í valdaránstilraunina því hún hafði heyrt af því að til stæði að leggjast í slíkar hreinsanir. Talið er að tilkynnt verði um róttæka breytingu á hernum þegar æðsta herráð landsins kemur saman á morgun. Rúmlega 10 þúsund hermenn og 358 hershöfðingjar hafa verið í haldi sem hefur skilið eftir stórt skarð í valdaskipan hersins.
Tengdar fréttir Ætlar að skipuleggja herinn á ný með hraði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að tyrkneski herinn verði endurskipulagður á mjög stuttum tíma. 23. júlí 2016 07:00 Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 Pyntingar og ill meðferð staðfest í Tyrklandi Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands. 26. júlí 2016 23:36 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Ætlar að skipuleggja herinn á ný með hraði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að tyrkneski herinn verði endurskipulagður á mjög stuttum tíma. 23. júlí 2016 07:00
Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08
Pyntingar og ill meðferð staðfest í Tyrklandi Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands. 26. júlí 2016 23:36