Stefnir í að pólsk yfirvöld hætti við umdeilda fóstureyðingarlöggjöf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2016 14:57 Konur í Varsjá mótmæla áformum stjórnarinnar um allsherjarbann við fóstureyðingum. vísir/epa Fyrirhugaðar breytingar pólskra yfirvalda á fóstureyðingarlöggjöf munu ekki ganga í gegn að sögn ráðherra í ríkisstjórn Póllands. Segir hann að fjölmenn mótmæli pólskra kvenna á mánudaginn þar sem þúsundir andstæðinga breytingana lagði niður störf til þess að sýna andstöðu við breytingarnar. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu. Samkvæmt nýju lögunum, em þykja afar umdeild, yrði gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu nema ef móðirin er í lífshættu. Viðurlög við fóstureyðingum yrðu fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Jaroslaw Gowin, menntamála- og vísindaráðherra í pólsku stjórninni segir að mótmælin hafi breytt afstöðu ríkistjórnarinnar sem hafi fengið lexíu í auðmýkt frá pólskum konum en mótmæli þeirra voru meðal annars innblásin af kvennafrídeginum hér á landi árið 1975 þegar um 25 þúsund konur á Íslandi lögðu niður störf og mótmæltu kynbundnum launamismun á útifundi á Lækjartorgi. Ólíklegt sé að málið muni ganga í gegn Auk mótmælanna hefur alþjóðasamfélagið þrýst á pólsk yfirvöld um að hætta við breytingarnar, þar á meðal íslenskir þingmenn auk þess sem að haldinn var samstöðufundur á Austurvelli. Ræða á stöðu kvenna í Póllandi á sérstökum fundi í Evrópuþinginu í dag. Í dag sagði forseti öldungardeildar pólska þingsins, Stanislaw Karcewski, að öldungadeildin myndi ekki hefja umræðu um nýju löggjöfina og að neðri deild þingsins, sem er valdameiri en öldungadeildin, yrði að taka afstöðu til málsins fyrst. Eftir ummæli ráðherrans þykir ólíklegt að ríkisstjórn Póllands muni þrýsta lögunum í gegnum þingið. Tengdar fréttir Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Pólskar konur mótmæltu Áformum pólsku ríkisstjórnarinnar um að banna fóstureyðingar var harðlega mótmælt í gær með kvennaverkfalli og fjöldafundum víða í Evrópu. 4. október 2016 07:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar pólskra yfirvalda á fóstureyðingarlöggjöf munu ekki ganga í gegn að sögn ráðherra í ríkisstjórn Póllands. Segir hann að fjölmenn mótmæli pólskra kvenna á mánudaginn þar sem þúsundir andstæðinga breytingana lagði niður störf til þess að sýna andstöðu við breytingarnar. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu. Samkvæmt nýju lögunum, em þykja afar umdeild, yrði gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu nema ef móðirin er í lífshættu. Viðurlög við fóstureyðingum yrðu fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Jaroslaw Gowin, menntamála- og vísindaráðherra í pólsku stjórninni segir að mótmælin hafi breytt afstöðu ríkistjórnarinnar sem hafi fengið lexíu í auðmýkt frá pólskum konum en mótmæli þeirra voru meðal annars innblásin af kvennafrídeginum hér á landi árið 1975 þegar um 25 þúsund konur á Íslandi lögðu niður störf og mótmæltu kynbundnum launamismun á útifundi á Lækjartorgi. Ólíklegt sé að málið muni ganga í gegn Auk mótmælanna hefur alþjóðasamfélagið þrýst á pólsk yfirvöld um að hætta við breytingarnar, þar á meðal íslenskir þingmenn auk þess sem að haldinn var samstöðufundur á Austurvelli. Ræða á stöðu kvenna í Póllandi á sérstökum fundi í Evrópuþinginu í dag. Í dag sagði forseti öldungardeildar pólska þingsins, Stanislaw Karcewski, að öldungadeildin myndi ekki hefja umræðu um nýju löggjöfina og að neðri deild þingsins, sem er valdameiri en öldungadeildin, yrði að taka afstöðu til málsins fyrst. Eftir ummæli ráðherrans þykir ólíklegt að ríkisstjórn Póllands muni þrýsta lögunum í gegnum þingið.
Tengdar fréttir Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Pólskar konur mótmæltu Áformum pólsku ríkisstjórnarinnar um að banna fóstureyðingar var harðlega mótmælt í gær með kvennaverkfalli og fjöldafundum víða í Evrópu. 4. október 2016 07:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49
Pólskar konur mótmæltu Áformum pólsku ríkisstjórnarinnar um að banna fóstureyðingar var harðlega mótmælt í gær með kvennaverkfalli og fjöldafundum víða í Evrópu. 4. október 2016 07:00