Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 3. október 2016 17:49 Pólverjar fjölmenntu á mótmæli í dag. MYND/AFP Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata hefur skrifað opið bréf til þingmanna pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar þar í landi sem gerir fóstureyðingar ólöglegar og gengur þannig gróflega gegn mannréttindum. Mikil mótmæli hafa geysað meðal Pólverja í dag vegna frumvarpsins en Íslendingar sýndu Pólverjum samstöðu með mótmælum á Austurvelli í dag. Þrjátíu þingmenn hafa þegar skrifað undir bréfið og koma þeir úr öllum flokkum á Alþingi. Í tilkynningu frá Pírötum segir að fleiri undirskriftir eigi mögulega eftir að bætast við. Í bréfinu eru þingmenn í Póllandi hvattir til þess að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, kvenréttindi og jafnrétti til heibrigðisþjónustu, þar með talið skipulags á fjölskylduhögum. Íslensku þingmennirnir lýsa í bréfinu þungum áhyggjum af lagafrumvarpinu og skora á pólska þingmenn að afturkalla það. „Við viljum minna pólska þingið á hina sameiginlegu alþjóðlegu ábyrgð og skyldu sem bæði Ísland og Pólland bera til þess að útrýma öllu misrétti gagnvart konum,“ segir meðal annars í bréfinu. „...við höfum hug á því að koma á framfæri viðhorfum okkar þess efnis að öruggar fóstureyðingar eru nauðsynlegur þáttur í rétti kvenna til andlegs og líkamlegs sjálfræðis,“ segir enn fremur. Þeir þingmenn sem undirrituðu bréfið voru: Ásta Guðrún Helgadóttir, (P) Svandís Svavarsdóttir, (V) Oddný Harðardóttir, (S) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, (S) Guðmundur Steingrímsson, (A) Björt Ólafsdóttir, (A) Brynhildur Pétursdóttir, (A) Ögmundur Jónasson, (V) Jóhanna María Sigmundsdóttir, (B) Össur Skarphéðinsson, (S) Helgi Hrafn Gunnarsson, (P) Katrín Jakobsdóttir, (V) Óttarr Proppé, (Æ) Birgitta Jónsdóttir, (P) Katrín Júlíusdóttir, (S) Ólína Kjerúlf Þórðardóttir, (S) Árni Páll Árnason, (S) Elsa Lára Arnardóttir, (B) Líneik Anna Sævarsdóttir, (B) Karl Garðarsson, (B) Páll Valur Björnsson, (A) Steinunn Þóra Árnadóttir, (V) Helgi Hjörvar, (S) Róbert Marshall, (A) Birgir Ármansson, (B) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, (V) Steingrímur J. Sigfússon, (V) Silja Dögg Gunnarsdóttir, (B) Kristján L. Möller, (S) Unnur Brá Konráðsdóttir, (D) Tengdar fréttir Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata hefur skrifað opið bréf til þingmanna pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar þar í landi sem gerir fóstureyðingar ólöglegar og gengur þannig gróflega gegn mannréttindum. Mikil mótmæli hafa geysað meðal Pólverja í dag vegna frumvarpsins en Íslendingar sýndu Pólverjum samstöðu með mótmælum á Austurvelli í dag. Þrjátíu þingmenn hafa þegar skrifað undir bréfið og koma þeir úr öllum flokkum á Alþingi. Í tilkynningu frá Pírötum segir að fleiri undirskriftir eigi mögulega eftir að bætast við. Í bréfinu eru þingmenn í Póllandi hvattir til þess að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, kvenréttindi og jafnrétti til heibrigðisþjónustu, þar með talið skipulags á fjölskylduhögum. Íslensku þingmennirnir lýsa í bréfinu þungum áhyggjum af lagafrumvarpinu og skora á pólska þingmenn að afturkalla það. „Við viljum minna pólska þingið á hina sameiginlegu alþjóðlegu ábyrgð og skyldu sem bæði Ísland og Pólland bera til þess að útrýma öllu misrétti gagnvart konum,“ segir meðal annars í bréfinu. „...við höfum hug á því að koma á framfæri viðhorfum okkar þess efnis að öruggar fóstureyðingar eru nauðsynlegur þáttur í rétti kvenna til andlegs og líkamlegs sjálfræðis,“ segir enn fremur. Þeir þingmenn sem undirrituðu bréfið voru: Ásta Guðrún Helgadóttir, (P) Svandís Svavarsdóttir, (V) Oddný Harðardóttir, (S) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, (S) Guðmundur Steingrímsson, (A) Björt Ólafsdóttir, (A) Brynhildur Pétursdóttir, (A) Ögmundur Jónasson, (V) Jóhanna María Sigmundsdóttir, (B) Össur Skarphéðinsson, (S) Helgi Hrafn Gunnarsson, (P) Katrín Jakobsdóttir, (V) Óttarr Proppé, (Æ) Birgitta Jónsdóttir, (P) Katrín Júlíusdóttir, (S) Ólína Kjerúlf Þórðardóttir, (S) Árni Páll Árnason, (S) Elsa Lára Arnardóttir, (B) Líneik Anna Sævarsdóttir, (B) Karl Garðarsson, (B) Páll Valur Björnsson, (A) Steinunn Þóra Árnadóttir, (V) Helgi Hjörvar, (S) Róbert Marshall, (A) Birgir Ármansson, (B) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, (V) Steingrímur J. Sigfússon, (V) Silja Dögg Gunnarsdóttir, (B) Kristján L. Möller, (S) Unnur Brá Konráðsdóttir, (D)
Tengdar fréttir Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13