Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 3. október 2016 17:49 Pólverjar fjölmenntu á mótmæli í dag. MYND/AFP Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata hefur skrifað opið bréf til þingmanna pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar þar í landi sem gerir fóstureyðingar ólöglegar og gengur þannig gróflega gegn mannréttindum. Mikil mótmæli hafa geysað meðal Pólverja í dag vegna frumvarpsins en Íslendingar sýndu Pólverjum samstöðu með mótmælum á Austurvelli í dag. Þrjátíu þingmenn hafa þegar skrifað undir bréfið og koma þeir úr öllum flokkum á Alþingi. Í tilkynningu frá Pírötum segir að fleiri undirskriftir eigi mögulega eftir að bætast við. Í bréfinu eru þingmenn í Póllandi hvattir til þess að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, kvenréttindi og jafnrétti til heibrigðisþjónustu, þar með talið skipulags á fjölskylduhögum. Íslensku þingmennirnir lýsa í bréfinu þungum áhyggjum af lagafrumvarpinu og skora á pólska þingmenn að afturkalla það. „Við viljum minna pólska þingið á hina sameiginlegu alþjóðlegu ábyrgð og skyldu sem bæði Ísland og Pólland bera til þess að útrýma öllu misrétti gagnvart konum,“ segir meðal annars í bréfinu. „...við höfum hug á því að koma á framfæri viðhorfum okkar þess efnis að öruggar fóstureyðingar eru nauðsynlegur þáttur í rétti kvenna til andlegs og líkamlegs sjálfræðis,“ segir enn fremur. Þeir þingmenn sem undirrituðu bréfið voru: Ásta Guðrún Helgadóttir, (P) Svandís Svavarsdóttir, (V) Oddný Harðardóttir, (S) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, (S) Guðmundur Steingrímsson, (A) Björt Ólafsdóttir, (A) Brynhildur Pétursdóttir, (A) Ögmundur Jónasson, (V) Jóhanna María Sigmundsdóttir, (B) Össur Skarphéðinsson, (S) Helgi Hrafn Gunnarsson, (P) Katrín Jakobsdóttir, (V) Óttarr Proppé, (Æ) Birgitta Jónsdóttir, (P) Katrín Júlíusdóttir, (S) Ólína Kjerúlf Þórðardóttir, (S) Árni Páll Árnason, (S) Elsa Lára Arnardóttir, (B) Líneik Anna Sævarsdóttir, (B) Karl Garðarsson, (B) Páll Valur Björnsson, (A) Steinunn Þóra Árnadóttir, (V) Helgi Hjörvar, (S) Róbert Marshall, (A) Birgir Ármansson, (B) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, (V) Steingrímur J. Sigfússon, (V) Silja Dögg Gunnarsdóttir, (B) Kristján L. Möller, (S) Unnur Brá Konráðsdóttir, (D) Tengdar fréttir Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata hefur skrifað opið bréf til þingmanna pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar þar í landi sem gerir fóstureyðingar ólöglegar og gengur þannig gróflega gegn mannréttindum. Mikil mótmæli hafa geysað meðal Pólverja í dag vegna frumvarpsins en Íslendingar sýndu Pólverjum samstöðu með mótmælum á Austurvelli í dag. Þrjátíu þingmenn hafa þegar skrifað undir bréfið og koma þeir úr öllum flokkum á Alþingi. Í tilkynningu frá Pírötum segir að fleiri undirskriftir eigi mögulega eftir að bætast við. Í bréfinu eru þingmenn í Póllandi hvattir til þess að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, kvenréttindi og jafnrétti til heibrigðisþjónustu, þar með talið skipulags á fjölskylduhögum. Íslensku þingmennirnir lýsa í bréfinu þungum áhyggjum af lagafrumvarpinu og skora á pólska þingmenn að afturkalla það. „Við viljum minna pólska þingið á hina sameiginlegu alþjóðlegu ábyrgð og skyldu sem bæði Ísland og Pólland bera til þess að útrýma öllu misrétti gagnvart konum,“ segir meðal annars í bréfinu. „...við höfum hug á því að koma á framfæri viðhorfum okkar þess efnis að öruggar fóstureyðingar eru nauðsynlegur þáttur í rétti kvenna til andlegs og líkamlegs sjálfræðis,“ segir enn fremur. Þeir þingmenn sem undirrituðu bréfið voru: Ásta Guðrún Helgadóttir, (P) Svandís Svavarsdóttir, (V) Oddný Harðardóttir, (S) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, (S) Guðmundur Steingrímsson, (A) Björt Ólafsdóttir, (A) Brynhildur Pétursdóttir, (A) Ögmundur Jónasson, (V) Jóhanna María Sigmundsdóttir, (B) Össur Skarphéðinsson, (S) Helgi Hrafn Gunnarsson, (P) Katrín Jakobsdóttir, (V) Óttarr Proppé, (Æ) Birgitta Jónsdóttir, (P) Katrín Júlíusdóttir, (S) Ólína Kjerúlf Þórðardóttir, (S) Árni Páll Árnason, (S) Elsa Lára Arnardóttir, (B) Líneik Anna Sævarsdóttir, (B) Karl Garðarsson, (B) Páll Valur Björnsson, (A) Steinunn Þóra Árnadóttir, (V) Helgi Hjörvar, (S) Róbert Marshall, (A) Birgir Ármansson, (B) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, (V) Steingrímur J. Sigfússon, (V) Silja Dögg Gunnarsdóttir, (B) Kristján L. Möller, (S) Unnur Brá Konráðsdóttir, (D)
Tengdar fréttir Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Sjá meira
Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag. 3. október 2016 10:13