Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Rosengård 0-1 | Blikar óheppnir gegn Svíþjóðarmeisturunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2016 18:15 Ingibjörg Sigurðardóttir tæklar stórstjörnuna Mörtu. vísir/eyþór Breiðablik er 1-0 undir eftir fyrri viðureign sína gegn FC Rosengård í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Svíþjóðarmeistararnir tryggðu sér sigurinn með marki Lottu Schelin snemma í leiknum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kópavogsvelli í dag og tók meðfylgjandi myndir. Stjörnum prýtt lið Rosengård lék gegn spræku liði Blika við erfiðar aðstæður á Kópavogsvelli í dag, þar sem var bæði vindasamt og blautt. Snemma leit út fyrir að það yrði einstefna að marki Blika í leiknum en eftir að hafa hrist af sér skrekkinn spiluðu Blikar vel, sérstaklega í vörn í síðari hálfleik. Esther Arnarsdóttir fékk besta færi Breiðabliks í fyrri hálfleik en Blikum gekk illa að skapa færi í síðari hálfleik. Þær héldu hins vegar góðu varnarskipulagi sem sænsku meistararnir náðu ekki að brjóta niður. Engu að síður á Breiðablik erfitt verkefni fyrir höndum á útivelli þegar liðin mætast í síðari viðureign liðanna ytra eftir viku.Leikmenn í heimsklassa Rosengård er í hópi betri liða Evrópu og sýndi það á löngum köflum í dag. Margir frábærir leikmenn eru í sænska liðinu en þekktustu nöfnin eru Marta, sem hefur verið valin besti leikmaður heims í fimm skipti, og sænski sóknarmaðurinn Lotta Schelin. Fleiri landsliðsmenn eru í liði Rosengård, svo sem Natasha Andanova frá Makedóníu og Lieke Martens frá Hollandi. Báðar áttu frábæran leik í dag. Gestirnir frá Svíþjóð létu slagviðri og mikla rigningu ekki slá sig út af laginu. Rosengård byrjaði leikinn af miklum krafti og komst yfir á 8. mínútu eftir frábæra sókn. Allt byrjaði hjá Mörtu sem gaf laglegan bolta á Martens á vinstri kantinum. Sú hollenska fór auðveldlega fram hjá tveimur Blikum, lagði boltann fyrir Schelin sem skoraði auðveldlega. Svíarnir sóttu stíft á fyrstu fimmtán mínútunum og átti Schelin til að mynda skot í stöng. En Blikarnir náðu að standa þetta af sér og komu sér betur inn í leikinn. Langbesta færi Blika fékk Esther Arnarsdóttir þegar hún brenndi af skoti í markteignum fyrir opnu marki eftir sendingu Fanndísar Friðriksdóttur og frábæran undirbúning Rakelar Hönnudóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur.Frábær varnarleikur Blika Blikar héldu þó haus og spiluðu vel í síðari hálfleik, sérstaklega í vörn þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir átti frábæran dag. Svíarnir komust nokkrum sinnum í álitleg færi, það besta fékk varamaðurinn Ella Masar örfáum mínútum eftir að hún kom inn á en Sonný Lára Þráinsdóttir varði mjög vel frá henni. Það dró af Rosengård eftir því sem leið á leikinn og þær náðu ekki að skapa sér nein færi á lokamínútum leiksins. Breiðablik náði að ógna með skyndisóknum nokkrum sinnum en Svíarnir héldu góðu skipulagi á öftustu varnarlínu og náðu þar með að verja forystu sína. Blikar geta ágætlega við unað, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist í byrjun. Blikar fengu þó sannarlega færi til að skora í leiknum og sýndu að á góðum degi eiga þær vel að geta staðið í jafn sterku liði og Svíþjóðarmeisturum Rosengård.Hallbera: Stolt af mínu liði Hallbera Guðný Gísladóttir átti góðan leik í varnarlínu Breiðabliks eins og félagar hennar í vörninni, sérstaklega í síðari hálfleik. Hún var nokkuð sátt við niðurstöðuna þrátt fyrir tap. „Fyrir leik hefði maður ekki verið ósáttur við 1-0 tap. En við fengum færi til að skora í þessum leik og svekkjandi að hafa ekki gert það,“ sagði Hallbera. „En það er ásættanlegt að fara inn í seinni leikinn með þennan mun. Það þýðir að við eigum enn möguleika.“ Hallbera bendir á að Rosengård á mikilvægan leik gegn Linköping í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudag og að því hafi þær sjálfsagt vilja gera út um leikinn snemma í dag. „Þær komu af miklum krafti inn í leikinn en við náðum að gefa þeim leik allt fram til leiksloka. Ég er stolt af mínu liði.“ Esther Arnarsdóttir fékk besta færi Breiðabliks í leiknum er hún brenndi af fyrir opnu marki. Hallbera segir að hún hafi öðlast dýrmæta reynslu í dag. „Hún er bara 17-18 ára og þetta fer í reynslubankann. Ég held að við munum fá svona færi í seinni leiknum og þá þurfum við að nýta það.“ Hún hefur trú á því að það sé raunhæft verkefni að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. „Við sýndum í seinni hálfleik að þegar við trúum á okkur þá er þetta hægt. Við munum fá færi til að skora í seinni leiknum, því trúi ég.“Þorsteinn: Við förum áfram eftir vító „Ég er aldrei sáttur við að tapa. En við héldum skipulagi og gáfum ekki mörg færi á okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Rosengård í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosengård komst yfir snemma leiks í dag en Blikar létu ekki það slá sig af laginu. „Ég er ánægður með allan leikinn fyrir utan fyrstu 10-15 mínúturnar. Við vorum óöruggar í upphafi leiks en það lagaðist eftir því sem leið á leikinn. Þá þorðum við að gera meira og höfðum meiri trú á því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn segir að það hafi verið skjálfti í hans leikmönnum í upphafi en að þeir hafi unnið sig vel inn í leikinn. „Ég var helst ánægður með það enda vorum við að spila við heimsklassaleikmenn í dag,“ sagði Þorsteinn. Hann hrósaði ungu leikmönnum Breiðabliks fyrir frammistöðuna gegn sterku liði við erfiðar aðstæður. „Arna Dís [Arnþórsdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] voru frábærar og Sonný Lára [Þráinsdóttir] sýndi að hún er besti markvörðurinn sem spilar á Íslandi í dag.“ Þorsteinn ætlar að að nálgast síðari leikinn svipað og þann í dag. „Við ætlum að gefa fá færi á okkur, nýta okkar færi og vinna 1-0. Þá förum við í framlengingu og við komumst svo áfram eftir vítaspyrnukeppni.“Þorsteinn á hliðarlínunni í dag.vísir/eyþórBlikar stóðu í sænsku meisturunum.vísir/eyþór Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Sjá meira
Breiðablik er 1-0 undir eftir fyrri viðureign sína gegn FC Rosengård í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Svíþjóðarmeistararnir tryggðu sér sigurinn með marki Lottu Schelin snemma í leiknum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kópavogsvelli í dag og tók meðfylgjandi myndir. Stjörnum prýtt lið Rosengård lék gegn spræku liði Blika við erfiðar aðstæður á Kópavogsvelli í dag, þar sem var bæði vindasamt og blautt. Snemma leit út fyrir að það yrði einstefna að marki Blika í leiknum en eftir að hafa hrist af sér skrekkinn spiluðu Blikar vel, sérstaklega í vörn í síðari hálfleik. Esther Arnarsdóttir fékk besta færi Breiðabliks í fyrri hálfleik en Blikum gekk illa að skapa færi í síðari hálfleik. Þær héldu hins vegar góðu varnarskipulagi sem sænsku meistararnir náðu ekki að brjóta niður. Engu að síður á Breiðablik erfitt verkefni fyrir höndum á útivelli þegar liðin mætast í síðari viðureign liðanna ytra eftir viku.Leikmenn í heimsklassa Rosengård er í hópi betri liða Evrópu og sýndi það á löngum köflum í dag. Margir frábærir leikmenn eru í sænska liðinu en þekktustu nöfnin eru Marta, sem hefur verið valin besti leikmaður heims í fimm skipti, og sænski sóknarmaðurinn Lotta Schelin. Fleiri landsliðsmenn eru í liði Rosengård, svo sem Natasha Andanova frá Makedóníu og Lieke Martens frá Hollandi. Báðar áttu frábæran leik í dag. Gestirnir frá Svíþjóð létu slagviðri og mikla rigningu ekki slá sig út af laginu. Rosengård byrjaði leikinn af miklum krafti og komst yfir á 8. mínútu eftir frábæra sókn. Allt byrjaði hjá Mörtu sem gaf laglegan bolta á Martens á vinstri kantinum. Sú hollenska fór auðveldlega fram hjá tveimur Blikum, lagði boltann fyrir Schelin sem skoraði auðveldlega. Svíarnir sóttu stíft á fyrstu fimmtán mínútunum og átti Schelin til að mynda skot í stöng. En Blikarnir náðu að standa þetta af sér og komu sér betur inn í leikinn. Langbesta færi Blika fékk Esther Arnarsdóttir þegar hún brenndi af skoti í markteignum fyrir opnu marki eftir sendingu Fanndísar Friðriksdóttur og frábæran undirbúning Rakelar Hönnudóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur.Frábær varnarleikur Blika Blikar héldu þó haus og spiluðu vel í síðari hálfleik, sérstaklega í vörn þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir átti frábæran dag. Svíarnir komust nokkrum sinnum í álitleg færi, það besta fékk varamaðurinn Ella Masar örfáum mínútum eftir að hún kom inn á en Sonný Lára Þráinsdóttir varði mjög vel frá henni. Það dró af Rosengård eftir því sem leið á leikinn og þær náðu ekki að skapa sér nein færi á lokamínútum leiksins. Breiðablik náði að ógna með skyndisóknum nokkrum sinnum en Svíarnir héldu góðu skipulagi á öftustu varnarlínu og náðu þar með að verja forystu sína. Blikar geta ágætlega við unað, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist í byrjun. Blikar fengu þó sannarlega færi til að skora í leiknum og sýndu að á góðum degi eiga þær vel að geta staðið í jafn sterku liði og Svíþjóðarmeisturum Rosengård.Hallbera: Stolt af mínu liði Hallbera Guðný Gísladóttir átti góðan leik í varnarlínu Breiðabliks eins og félagar hennar í vörninni, sérstaklega í síðari hálfleik. Hún var nokkuð sátt við niðurstöðuna þrátt fyrir tap. „Fyrir leik hefði maður ekki verið ósáttur við 1-0 tap. En við fengum færi til að skora í þessum leik og svekkjandi að hafa ekki gert það,“ sagði Hallbera. „En það er ásættanlegt að fara inn í seinni leikinn með þennan mun. Það þýðir að við eigum enn möguleika.“ Hallbera bendir á að Rosengård á mikilvægan leik gegn Linköping í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudag og að því hafi þær sjálfsagt vilja gera út um leikinn snemma í dag. „Þær komu af miklum krafti inn í leikinn en við náðum að gefa þeim leik allt fram til leiksloka. Ég er stolt af mínu liði.“ Esther Arnarsdóttir fékk besta færi Breiðabliks í leiknum er hún brenndi af fyrir opnu marki. Hallbera segir að hún hafi öðlast dýrmæta reynslu í dag. „Hún er bara 17-18 ára og þetta fer í reynslubankann. Ég held að við munum fá svona færi í seinni leiknum og þá þurfum við að nýta það.“ Hún hefur trú á því að það sé raunhæft verkefni að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. „Við sýndum í seinni hálfleik að þegar við trúum á okkur þá er þetta hægt. Við munum fá færi til að skora í seinni leiknum, því trúi ég.“Þorsteinn: Við förum áfram eftir vító „Ég er aldrei sáttur við að tapa. En við héldum skipulagi og gáfum ekki mörg færi á okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Rosengård í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosengård komst yfir snemma leiks í dag en Blikar létu ekki það slá sig af laginu. „Ég er ánægður með allan leikinn fyrir utan fyrstu 10-15 mínúturnar. Við vorum óöruggar í upphafi leiks en það lagaðist eftir því sem leið á leikinn. Þá þorðum við að gera meira og höfðum meiri trú á því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn segir að það hafi verið skjálfti í hans leikmönnum í upphafi en að þeir hafi unnið sig vel inn í leikinn. „Ég var helst ánægður með það enda vorum við að spila við heimsklassaleikmenn í dag,“ sagði Þorsteinn. Hann hrósaði ungu leikmönnum Breiðabliks fyrir frammistöðuna gegn sterku liði við erfiðar aðstæður. „Arna Dís [Arnþórsdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] voru frábærar og Sonný Lára [Þráinsdóttir] sýndi að hún er besti markvörðurinn sem spilar á Íslandi í dag.“ Þorsteinn ætlar að að nálgast síðari leikinn svipað og þann í dag. „Við ætlum að gefa fá færi á okkur, nýta okkar færi og vinna 1-0. Þá förum við í framlengingu og við komumst svo áfram eftir vítaspyrnukeppni.“Þorsteinn á hliðarlínunni í dag.vísir/eyþórBlikar stóðu í sænsku meisturunum.vísir/eyþór
Íslenski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Sjá meira