Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Rosengård 0-1 | Blikar óheppnir gegn Svíþjóðarmeisturunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2016 18:15 Ingibjörg Sigurðardóttir tæklar stórstjörnuna Mörtu. vísir/eyþór Breiðablik er 1-0 undir eftir fyrri viðureign sína gegn FC Rosengård í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Svíþjóðarmeistararnir tryggðu sér sigurinn með marki Lottu Schelin snemma í leiknum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kópavogsvelli í dag og tók meðfylgjandi myndir. Stjörnum prýtt lið Rosengård lék gegn spræku liði Blika við erfiðar aðstæður á Kópavogsvelli í dag, þar sem var bæði vindasamt og blautt. Snemma leit út fyrir að það yrði einstefna að marki Blika í leiknum en eftir að hafa hrist af sér skrekkinn spiluðu Blikar vel, sérstaklega í vörn í síðari hálfleik. Esther Arnarsdóttir fékk besta færi Breiðabliks í fyrri hálfleik en Blikum gekk illa að skapa færi í síðari hálfleik. Þær héldu hins vegar góðu varnarskipulagi sem sænsku meistararnir náðu ekki að brjóta niður. Engu að síður á Breiðablik erfitt verkefni fyrir höndum á útivelli þegar liðin mætast í síðari viðureign liðanna ytra eftir viku.Leikmenn í heimsklassa Rosengård er í hópi betri liða Evrópu og sýndi það á löngum köflum í dag. Margir frábærir leikmenn eru í sænska liðinu en þekktustu nöfnin eru Marta, sem hefur verið valin besti leikmaður heims í fimm skipti, og sænski sóknarmaðurinn Lotta Schelin. Fleiri landsliðsmenn eru í liði Rosengård, svo sem Natasha Andanova frá Makedóníu og Lieke Martens frá Hollandi. Báðar áttu frábæran leik í dag. Gestirnir frá Svíþjóð létu slagviðri og mikla rigningu ekki slá sig út af laginu. Rosengård byrjaði leikinn af miklum krafti og komst yfir á 8. mínútu eftir frábæra sókn. Allt byrjaði hjá Mörtu sem gaf laglegan bolta á Martens á vinstri kantinum. Sú hollenska fór auðveldlega fram hjá tveimur Blikum, lagði boltann fyrir Schelin sem skoraði auðveldlega. Svíarnir sóttu stíft á fyrstu fimmtán mínútunum og átti Schelin til að mynda skot í stöng. En Blikarnir náðu að standa þetta af sér og komu sér betur inn í leikinn. Langbesta færi Blika fékk Esther Arnarsdóttir þegar hún brenndi af skoti í markteignum fyrir opnu marki eftir sendingu Fanndísar Friðriksdóttur og frábæran undirbúning Rakelar Hönnudóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur.Frábær varnarleikur Blika Blikar héldu þó haus og spiluðu vel í síðari hálfleik, sérstaklega í vörn þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir átti frábæran dag. Svíarnir komust nokkrum sinnum í álitleg færi, það besta fékk varamaðurinn Ella Masar örfáum mínútum eftir að hún kom inn á en Sonný Lára Þráinsdóttir varði mjög vel frá henni. Það dró af Rosengård eftir því sem leið á leikinn og þær náðu ekki að skapa sér nein færi á lokamínútum leiksins. Breiðablik náði að ógna með skyndisóknum nokkrum sinnum en Svíarnir héldu góðu skipulagi á öftustu varnarlínu og náðu þar með að verja forystu sína. Blikar geta ágætlega við unað, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist í byrjun. Blikar fengu þó sannarlega færi til að skora í leiknum og sýndu að á góðum degi eiga þær vel að geta staðið í jafn sterku liði og Svíþjóðarmeisturum Rosengård.Hallbera: Stolt af mínu liði Hallbera Guðný Gísladóttir átti góðan leik í varnarlínu Breiðabliks eins og félagar hennar í vörninni, sérstaklega í síðari hálfleik. Hún var nokkuð sátt við niðurstöðuna þrátt fyrir tap. „Fyrir leik hefði maður ekki verið ósáttur við 1-0 tap. En við fengum færi til að skora í þessum leik og svekkjandi að hafa ekki gert það,“ sagði Hallbera. „En það er ásættanlegt að fara inn í seinni leikinn með þennan mun. Það þýðir að við eigum enn möguleika.“ Hallbera bendir á að Rosengård á mikilvægan leik gegn Linköping í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudag og að því hafi þær sjálfsagt vilja gera út um leikinn snemma í dag. „Þær komu af miklum krafti inn í leikinn en við náðum að gefa þeim leik allt fram til leiksloka. Ég er stolt af mínu liði.“ Esther Arnarsdóttir fékk besta færi Breiðabliks í leiknum er hún brenndi af fyrir opnu marki. Hallbera segir að hún hafi öðlast dýrmæta reynslu í dag. „Hún er bara 17-18 ára og þetta fer í reynslubankann. Ég held að við munum fá svona færi í seinni leiknum og þá þurfum við að nýta það.“ Hún hefur trú á því að það sé raunhæft verkefni að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. „Við sýndum í seinni hálfleik að þegar við trúum á okkur þá er þetta hægt. Við munum fá færi til að skora í seinni leiknum, því trúi ég.“Þorsteinn: Við förum áfram eftir vító „Ég er aldrei sáttur við að tapa. En við héldum skipulagi og gáfum ekki mörg færi á okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Rosengård í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosengård komst yfir snemma leiks í dag en Blikar létu ekki það slá sig af laginu. „Ég er ánægður með allan leikinn fyrir utan fyrstu 10-15 mínúturnar. Við vorum óöruggar í upphafi leiks en það lagaðist eftir því sem leið á leikinn. Þá þorðum við að gera meira og höfðum meiri trú á því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn segir að það hafi verið skjálfti í hans leikmönnum í upphafi en að þeir hafi unnið sig vel inn í leikinn. „Ég var helst ánægður með það enda vorum við að spila við heimsklassaleikmenn í dag,“ sagði Þorsteinn. Hann hrósaði ungu leikmönnum Breiðabliks fyrir frammistöðuna gegn sterku liði við erfiðar aðstæður. „Arna Dís [Arnþórsdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] voru frábærar og Sonný Lára [Þráinsdóttir] sýndi að hún er besti markvörðurinn sem spilar á Íslandi í dag.“ Þorsteinn ætlar að að nálgast síðari leikinn svipað og þann í dag. „Við ætlum að gefa fá færi á okkur, nýta okkar færi og vinna 1-0. Þá förum við í framlengingu og við komumst svo áfram eftir vítaspyrnukeppni.“Þorsteinn á hliðarlínunni í dag.vísir/eyþórBlikar stóðu í sænsku meisturunum.vísir/eyþór Íslenski boltinn Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira
Breiðablik er 1-0 undir eftir fyrri viðureign sína gegn FC Rosengård í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Svíþjóðarmeistararnir tryggðu sér sigurinn með marki Lottu Schelin snemma í leiknum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kópavogsvelli í dag og tók meðfylgjandi myndir. Stjörnum prýtt lið Rosengård lék gegn spræku liði Blika við erfiðar aðstæður á Kópavogsvelli í dag, þar sem var bæði vindasamt og blautt. Snemma leit út fyrir að það yrði einstefna að marki Blika í leiknum en eftir að hafa hrist af sér skrekkinn spiluðu Blikar vel, sérstaklega í vörn í síðari hálfleik. Esther Arnarsdóttir fékk besta færi Breiðabliks í fyrri hálfleik en Blikum gekk illa að skapa færi í síðari hálfleik. Þær héldu hins vegar góðu varnarskipulagi sem sænsku meistararnir náðu ekki að brjóta niður. Engu að síður á Breiðablik erfitt verkefni fyrir höndum á útivelli þegar liðin mætast í síðari viðureign liðanna ytra eftir viku.Leikmenn í heimsklassa Rosengård er í hópi betri liða Evrópu og sýndi það á löngum köflum í dag. Margir frábærir leikmenn eru í sænska liðinu en þekktustu nöfnin eru Marta, sem hefur verið valin besti leikmaður heims í fimm skipti, og sænski sóknarmaðurinn Lotta Schelin. Fleiri landsliðsmenn eru í liði Rosengård, svo sem Natasha Andanova frá Makedóníu og Lieke Martens frá Hollandi. Báðar áttu frábæran leik í dag. Gestirnir frá Svíþjóð létu slagviðri og mikla rigningu ekki slá sig út af laginu. Rosengård byrjaði leikinn af miklum krafti og komst yfir á 8. mínútu eftir frábæra sókn. Allt byrjaði hjá Mörtu sem gaf laglegan bolta á Martens á vinstri kantinum. Sú hollenska fór auðveldlega fram hjá tveimur Blikum, lagði boltann fyrir Schelin sem skoraði auðveldlega. Svíarnir sóttu stíft á fyrstu fimmtán mínútunum og átti Schelin til að mynda skot í stöng. En Blikarnir náðu að standa þetta af sér og komu sér betur inn í leikinn. Langbesta færi Blika fékk Esther Arnarsdóttir þegar hún brenndi af skoti í markteignum fyrir opnu marki eftir sendingu Fanndísar Friðriksdóttur og frábæran undirbúning Rakelar Hönnudóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur.Frábær varnarleikur Blika Blikar héldu þó haus og spiluðu vel í síðari hálfleik, sérstaklega í vörn þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir átti frábæran dag. Svíarnir komust nokkrum sinnum í álitleg færi, það besta fékk varamaðurinn Ella Masar örfáum mínútum eftir að hún kom inn á en Sonný Lára Þráinsdóttir varði mjög vel frá henni. Það dró af Rosengård eftir því sem leið á leikinn og þær náðu ekki að skapa sér nein færi á lokamínútum leiksins. Breiðablik náði að ógna með skyndisóknum nokkrum sinnum en Svíarnir héldu góðu skipulagi á öftustu varnarlínu og náðu þar með að verja forystu sína. Blikar geta ágætlega við unað, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist í byrjun. Blikar fengu þó sannarlega færi til að skora í leiknum og sýndu að á góðum degi eiga þær vel að geta staðið í jafn sterku liði og Svíþjóðarmeisturum Rosengård.Hallbera: Stolt af mínu liði Hallbera Guðný Gísladóttir átti góðan leik í varnarlínu Breiðabliks eins og félagar hennar í vörninni, sérstaklega í síðari hálfleik. Hún var nokkuð sátt við niðurstöðuna þrátt fyrir tap. „Fyrir leik hefði maður ekki verið ósáttur við 1-0 tap. En við fengum færi til að skora í þessum leik og svekkjandi að hafa ekki gert það,“ sagði Hallbera. „En það er ásættanlegt að fara inn í seinni leikinn með þennan mun. Það þýðir að við eigum enn möguleika.“ Hallbera bendir á að Rosengård á mikilvægan leik gegn Linköping í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudag og að því hafi þær sjálfsagt vilja gera út um leikinn snemma í dag. „Þær komu af miklum krafti inn í leikinn en við náðum að gefa þeim leik allt fram til leiksloka. Ég er stolt af mínu liði.“ Esther Arnarsdóttir fékk besta færi Breiðabliks í leiknum er hún brenndi af fyrir opnu marki. Hallbera segir að hún hafi öðlast dýrmæta reynslu í dag. „Hún er bara 17-18 ára og þetta fer í reynslubankann. Ég held að við munum fá svona færi í seinni leiknum og þá þurfum við að nýta það.“ Hún hefur trú á því að það sé raunhæft verkefni að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. „Við sýndum í seinni hálfleik að þegar við trúum á okkur þá er þetta hægt. Við munum fá færi til að skora í seinni leiknum, því trúi ég.“Þorsteinn: Við förum áfram eftir vító „Ég er aldrei sáttur við að tapa. En við héldum skipulagi og gáfum ekki mörg færi á okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Rosengård í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rosengård komst yfir snemma leiks í dag en Blikar létu ekki það slá sig af laginu. „Ég er ánægður með allan leikinn fyrir utan fyrstu 10-15 mínúturnar. Við vorum óöruggar í upphafi leiks en það lagaðist eftir því sem leið á leikinn. Þá þorðum við að gera meira og höfðum meiri trú á því sem við vorum að gera.“ Þorsteinn segir að það hafi verið skjálfti í hans leikmönnum í upphafi en að þeir hafi unnið sig vel inn í leikinn. „Ég var helst ánægður með það enda vorum við að spila við heimsklassaleikmenn í dag,“ sagði Þorsteinn. Hann hrósaði ungu leikmönnum Breiðabliks fyrir frammistöðuna gegn sterku liði við erfiðar aðstæður. „Arna Dís [Arnþórsdóttir] og Ingibjörg [Sigurðardóttir] voru frábærar og Sonný Lára [Þráinsdóttir] sýndi að hún er besti markvörðurinn sem spilar á Íslandi í dag.“ Þorsteinn ætlar að að nálgast síðari leikinn svipað og þann í dag. „Við ætlum að gefa fá færi á okkur, nýta okkar færi og vinna 1-0. Þá förum við í framlengingu og við komumst svo áfram eftir vítaspyrnukeppni.“Þorsteinn á hliðarlínunni í dag.vísir/eyþórBlikar stóðu í sænsku meisturunum.vísir/eyþór
Íslenski boltinn Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Sjá meira