Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 11:48 Angelo Uyleman átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. Vísir/Ernir Angelo Uyleman, 29 ára gamall hollenskur ríkisborgari sem ákærður er fyrir að hafa flutt rúmlega 20 kíló af amfetamíni og um 2,6 kíló af kókaíni hingað til lands með Norrænu í september í fyrra átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í „fallega ferð til Íslands” eins og hann orðaði það fyrir dómi í dag. Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi frá því sem hann sagði hjá lögreglu á sínum tíma þar sem hann kvaðst hafa vitað af fíkniefnunum í bílnum sem hann fór með hingað til lands. Í dag sagðist hann ekki hafa vitað af efnunum.Tvisvar til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum, Hollendingi og tveimur Íslendingum, vegna fíkniefnainnflutningsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Angelo var fyrstur sakborninga til að bera vitni og kvaðst hann hafa verið beðinn um að fara í ferðina af hollenskum manni sem hann nafngreindi fyrir dómi í dag. „Það var talað um skemmtilega ferð sem ég átti að fara í til Íslands og ég átti að fá pening fyrir það en ég vissi ekki hvað var í bílnum,” sagði Angelo í dag en hann bar vitni á hollensku með aðstoð túlks. Angelo kom í tvígang hingað til lands í september 2015. Hann kom hingað á bíl með Norrænu en fíkniefnin voru falin í þremur pökkum í bílnum. Angelo kom til Seyðisfjarðar ásamt hollenskri konu þann 22. september. Þau keyrðu þaðan til Hafnar í Hornafirði og héldu svo áfram daginn eftir frá Höfn til höfuðborgarsvæðisins. Daginn eftir keyrðu þau síðan til Keflavíkur, skildu bílinn eftir á skammtímastæði við Keflavíkurflugvöll og héldu af landi brott.Grunaði ekki að neitt væri „í ólagi“ Angelo kom svo aftur hingað til lands mánudaginn 28. ásamt hinum hollenska manninum sem ákærður er í málinu. Þeir keyrðu að bænum Stóra Knarrarnesi þar sem þeir voru handteknir af lögreglu. Fíkniefnin í pökkunum þremur fundust síðar við leit í bílnm. Angelo kvaðst fyrir dómi í dag hafa vitað af þremur pökkum í bílnum en hann sagðist ekki hafa vitað hvað væri í þeim. Hann hafi ekki grunað að neitt væri „í ólagi“ þegar hann fór til Íslands eins og hann orðaði það. Hann sagði að fyrst hefði verið talað um pakkana í bílnum tveimur til þremur vikum áður en hann fór í ferðina. Angelo hafi fengið bíl til umráða; hann vissi ekki hver átti bílinn en hann hafi verið skráður á hann fyrir ferðina. Þegar hingað var komið sagðist Angelo hafa fengið leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara í gegnum síma frá manninum sem bað hann um að fara í ferðina. Þá hafi sá maður einnig látið hann hafa skriflegar leiðbeiningar um hvað Angelo ætti að gera og fundust þær í bílnum við leit lögreglu. Var að deyja úr stressi Við lok skýrslutökunnar fyrir dómi í dag bar saksóknari í málinu skýrslu sem tekin var af Angelo hjá lögreglu undir hann. Hjá lögreglu kvaðst Angelo hafa vitað að það væru fíkniefni í bílnum; um það hafði verið rætt úti í Hollandi áður en hann fór til Íslands, en fyrir dómi í dag sagðist Angelo ekki hafa vitað af fíkniefnunum í bílnum. Saksóknari spurði hann hvers vegna framburður hans fyrir dómi í dag væri að öllu leyti í samræmi við framburð hans hjá lögreglu fyrir utan þetta atriði. Angelo sagðist ekki muna eftir þessum framburði sínum hjá lögreglu en þegar saksóknari spurði hann nánar út í málið sagði hann: „Ég hef sagt þetta vegna þess að ég var að deyja úr stressi og hausinn minn var í rugli en núna er ég miklu rólegri og veit betur hvað var að gerast.” Tengdar fréttir Systir Hreiðars Más um Angelo: „Einstaklega hlýr og góður drengur“ Angelo Uijleman, Hollendingur sem nú sætir farbanni vegna aðildar að umfangsmiklu fíkniefnasmygli, borðaði heima hjá Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, á jóladag. 28. desember 2015 14:24 Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00 Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Angelo Uyleman, 29 ára gamall hollenskur ríkisborgari sem ákærður er fyrir að hafa flutt rúmlega 20 kíló af amfetamíni og um 2,6 kíló af kókaíni hingað til lands með Norrænu í september í fyrra átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í „fallega ferð til Íslands” eins og hann orðaði það fyrir dómi í dag. Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi frá því sem hann sagði hjá lögreglu á sínum tíma þar sem hann kvaðst hafa vitað af fíkniefnunum í bílnum sem hann fór með hingað til lands. Í dag sagðist hann ekki hafa vitað af efnunum.Tvisvar til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum, Hollendingi og tveimur Íslendingum, vegna fíkniefnainnflutningsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Angelo var fyrstur sakborninga til að bera vitni og kvaðst hann hafa verið beðinn um að fara í ferðina af hollenskum manni sem hann nafngreindi fyrir dómi í dag. „Það var talað um skemmtilega ferð sem ég átti að fara í til Íslands og ég átti að fá pening fyrir það en ég vissi ekki hvað var í bílnum,” sagði Angelo í dag en hann bar vitni á hollensku með aðstoð túlks. Angelo kom í tvígang hingað til lands í september 2015. Hann kom hingað á bíl með Norrænu en fíkniefnin voru falin í þremur pökkum í bílnum. Angelo kom til Seyðisfjarðar ásamt hollenskri konu þann 22. september. Þau keyrðu þaðan til Hafnar í Hornafirði og héldu svo áfram daginn eftir frá Höfn til höfuðborgarsvæðisins. Daginn eftir keyrðu þau síðan til Keflavíkur, skildu bílinn eftir á skammtímastæði við Keflavíkurflugvöll og héldu af landi brott.Grunaði ekki að neitt væri „í ólagi“ Angelo kom svo aftur hingað til lands mánudaginn 28. ásamt hinum hollenska manninum sem ákærður er í málinu. Þeir keyrðu að bænum Stóra Knarrarnesi þar sem þeir voru handteknir af lögreglu. Fíkniefnin í pökkunum þremur fundust síðar við leit í bílnm. Angelo kvaðst fyrir dómi í dag hafa vitað af þremur pökkum í bílnum en hann sagðist ekki hafa vitað hvað væri í þeim. Hann hafi ekki grunað að neitt væri „í ólagi“ þegar hann fór til Íslands eins og hann orðaði það. Hann sagði að fyrst hefði verið talað um pakkana í bílnum tveimur til þremur vikum áður en hann fór í ferðina. Angelo hafi fengið bíl til umráða; hann vissi ekki hver átti bílinn en hann hafi verið skráður á hann fyrir ferðina. Þegar hingað var komið sagðist Angelo hafa fengið leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara í gegnum síma frá manninum sem bað hann um að fara í ferðina. Þá hafi sá maður einnig látið hann hafa skriflegar leiðbeiningar um hvað Angelo ætti að gera og fundust þær í bílnum við leit lögreglu. Var að deyja úr stressi Við lok skýrslutökunnar fyrir dómi í dag bar saksóknari í málinu skýrslu sem tekin var af Angelo hjá lögreglu undir hann. Hjá lögreglu kvaðst Angelo hafa vitað að það væru fíkniefni í bílnum; um það hafði verið rætt úti í Hollandi áður en hann fór til Íslands, en fyrir dómi í dag sagðist Angelo ekki hafa vitað af fíkniefnunum í bílnum. Saksóknari spurði hann hvers vegna framburður hans fyrir dómi í dag væri að öllu leyti í samræmi við framburð hans hjá lögreglu fyrir utan þetta atriði. Angelo sagðist ekki muna eftir þessum framburði sínum hjá lögreglu en þegar saksóknari spurði hann nánar út í málið sagði hann: „Ég hef sagt þetta vegna þess að ég var að deyja úr stressi og hausinn minn var í rugli en núna er ég miklu rólegri og veit betur hvað var að gerast.”
Tengdar fréttir Systir Hreiðars Más um Angelo: „Einstaklega hlýr og góður drengur“ Angelo Uijleman, Hollendingur sem nú sætir farbanni vegna aðildar að umfangsmiklu fíkniefnasmygli, borðaði heima hjá Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, á jóladag. 28. desember 2015 14:24 Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00 Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Systir Hreiðars Más um Angelo: „Einstaklega hlýr og góður drengur“ Angelo Uijleman, Hollendingur sem nú sætir farbanni vegna aðildar að umfangsmiklu fíkniefnasmygli, borðaði heima hjá Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, á jóladag. 28. desember 2015 14:24
Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00
Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00