Ungar konur eru ánægðari með lífið en ungir karlmenn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2016 07:00 Þessar fimleikastúlkur fá nóg af hreyfingu og eru því með gott þrek en þó skiptir sjálfsmatið meira máli en mæling á þreki þegar kemur að líkamsmynd stúlkna. vísir/vilhelm Fimmtán ára drengir eru með meira sjálfsálit en fimmtán ára stúlkur en við 23 ára aldurinn jafnast munurinn á milli kynjanna og stúlkurnar mælast með meiri lífsánægju. Þetta kemur fram í doktorsrannsókn Sunnu Gestsdóttur í íþrótta- og heilsufræði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða breytingar á andlegri líðan ungmenna milli 15 og 23 ára aldurs og kanna hvernig líðanin tengist þreki og hreyfingu. „Rannsóknir hafa almennt sýnt að drengir séu yfirleitt með betri andlega líðan en þetta aldurstímabil hefur verið lítið rannsakað. Þessi rannsókn sýnir að drengirnir hafa meira sjálfsálit um fimmtán ára aldur en stúlkurnar ná drengjunum við 23 ára aldur. Sjálfsálit stúlkna eykst en ekki hjá drengjum,“ segir Sunna. „Mælingarnar sýndu einnig að stúlkur voru ánægðari með lífið við 23 ára aldurinn. Aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt kynjamun á lífsánægju þannig að þessar niðurstöður voru ansi athyglisverðar.“Sunna Gestsdóttir, doktor í íþrótta- og heilsufræði.vísir/stefánAðeins er hægt að álykta hvað veldur þessum breytingum en niðurstöður rannsóknarinnar sýna til dæmis að fleiri ungar konur voru í námi 23 ára en ungir menn og segir Sunna spurningu hvort námið auki sjálfsálit. Einnig minnkar hreyfing og þrek drengja meira en stúlkna á tímabilinu sem gæti haft áhrif á andlega líðan. Sunna kannaði einnig líkamsmynd ungmennanna. „Líkamsmyndin hefur svo sterk áhrif á sjálfsálitið og ég vildi kanna hvað hefði áhrif á líkamsmyndina. Athyglisvert er að þrekmæling við fimmtán ára aldur spáði best fyrir um líkamsmyndina átta árum síðar. Þeim mun betra formi, sem fimmtán ára unglingur er í, því betri líkamsmynd er hann með 23 ára.“ Sunna segir rannsóknina sýna að nálgast þurfi kynin með ólíkum hætti þegar efla á líkamsmynd og sjálfsálit. Huglægt mat hefur áhrif hjá stúlkum en hlutlægt mat hjá drengjum. „Þrek drengja hefur mestu áhrifin á líkamsmyndina. En hjá stelpunum hafði sjálfsmat meiri áhrif en sjálf útkoman í þrekprófinu. Það þýðir að það þarf að efla þrek hjá strákum en einblína meira á andlega uppbyggingu hjá stelpum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Fimmtán ára drengir eru með meira sjálfsálit en fimmtán ára stúlkur en við 23 ára aldurinn jafnast munurinn á milli kynjanna og stúlkurnar mælast með meiri lífsánægju. Þetta kemur fram í doktorsrannsókn Sunnu Gestsdóttur í íþrótta- og heilsufræði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða breytingar á andlegri líðan ungmenna milli 15 og 23 ára aldurs og kanna hvernig líðanin tengist þreki og hreyfingu. „Rannsóknir hafa almennt sýnt að drengir séu yfirleitt með betri andlega líðan en þetta aldurstímabil hefur verið lítið rannsakað. Þessi rannsókn sýnir að drengirnir hafa meira sjálfsálit um fimmtán ára aldur en stúlkurnar ná drengjunum við 23 ára aldur. Sjálfsálit stúlkna eykst en ekki hjá drengjum,“ segir Sunna. „Mælingarnar sýndu einnig að stúlkur voru ánægðari með lífið við 23 ára aldurinn. Aðrar rannsóknir hafa ekki sýnt kynjamun á lífsánægju þannig að þessar niðurstöður voru ansi athyglisverðar.“Sunna Gestsdóttir, doktor í íþrótta- og heilsufræði.vísir/stefánAðeins er hægt að álykta hvað veldur þessum breytingum en niðurstöður rannsóknarinnar sýna til dæmis að fleiri ungar konur voru í námi 23 ára en ungir menn og segir Sunna spurningu hvort námið auki sjálfsálit. Einnig minnkar hreyfing og þrek drengja meira en stúlkna á tímabilinu sem gæti haft áhrif á andlega líðan. Sunna kannaði einnig líkamsmynd ungmennanna. „Líkamsmyndin hefur svo sterk áhrif á sjálfsálitið og ég vildi kanna hvað hefði áhrif á líkamsmyndina. Athyglisvert er að þrekmæling við fimmtán ára aldur spáði best fyrir um líkamsmyndina átta árum síðar. Þeim mun betra formi, sem fimmtán ára unglingur er í, því betri líkamsmynd er hann með 23 ára.“ Sunna segir rannsóknina sýna að nálgast þurfi kynin með ólíkum hætti þegar efla á líkamsmynd og sjálfsálit. Huglægt mat hefur áhrif hjá stúlkum en hlutlægt mat hjá drengjum. „Þrek drengja hefur mestu áhrifin á líkamsmyndina. En hjá stelpunum hafði sjálfsmat meiri áhrif en sjálf útkoman í þrekprófinu. Það þýðir að það þarf að efla þrek hjá strákum en einblína meira á andlega uppbyggingu hjá stelpum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira