Rúrik: Betra að sýna hlutina í verki inn á vellinum en að hringja í blaðamenn að fyrra bragði Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. mars 2016 17:00 Rúrik Gíslason hefur verið frá síðan í október. vísir/valli Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur ekki spilað leik síðan í lok september á síðasta ári vegna meiðsla. Sæti hans í EM-hópnum gæti verið í hættu vegna meiðslanna en hann er að komast af stað núna á besta tíma. „Ég þurfti að fara í aðgerð því hásinin var að hluta til rifin. Hælbeinið var að skera meira og meira í hásinina þannig aðgerðin var óhjákvæmileg,“ sagði Rúrik um meiðslin í viðtali í Akraborginni á X977 í dag. „Ég fór í aðgerðina 20. október og mér var tjáð að þetta yrðu þrír mánuðir frá en þetta hefur tekið aðeins lengri tíma.“ „Ég spilaði með varaliðinu um síðustu helgi og reikna með því að vera með um helgina þannig þetta lítur allt vel út.“. „Ég er búinn að leggja mikið á mig í endurhæfingunni. Það er ekkert langt síðan ég byrjaði að æfa með liðinu en ég er samt sem áður í fínu hlaupaformi. Mér líður ekki eins og ég hafi verið meiddur í fimm mánuði,“ sagði Rúrik.Rúrik Gíslason samdi við Nürnberg fyrir tímabilið.vísir/gettyLangar með á EM Vegna meiðslanna hefur Rúrik ekkert verið með íslenska landsliðinu í síðustu vináttuleikjum. Aðeins fjórir leikir eru eftir þar til EM-hópurinn verður valinn, en á föstudaginn tilkynna Lars og Heimir hvaða leikmenn fara með í leikina gegn Dönum og Grikkjum. Rúrik, sem verður 28 ára gamall á árinu, á að baki 37 landsleiki með Íslandi en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2009. Hann hefur verið fastamaður í hóp Lars og Heimis og metur stöðu sína góða fyrir EM þrátt fyrir meiðslin. „Ég met stöðuna þannig að ég hef lagt mitt af mörkum fyrir landsliðið undanfarin ár. Auðvitað er komin mun meiri samkeppni en hefur verið oft áður, en ég trúi á sjálfan mig og er staðráðinn í að vinna mér sæti í þessum hóp,“ sagði Rúrik. „Eins og flestum íslenskum knattspyrnumönnum langar mig að fara með á þetta mót. Það er bara undir mér komið að sýna að ég eigi heima þarna,“ sagði RúrikLars og Heimir velja næsta hóp á föstudaginn.Vísir/VilhelmYrði mjög svekktur „Ég ætla ekkert að skafa af því að ég yrði svekktur ef ég væri ekki valinn í landsliðið. Það yrði þá í fyrsta skipti í nokkur ár sem ég væri ekki valinn í landsliðið þegar ég er heill. Auðvitað yrði ég mjög svekktur en ég þarf bara að leggja hart að mér og sýna mönnum að ég á heima í þessum hóp,“ sagði Rúrik, en hvað þarf hann að gera til að komast aftur í landsliðið? „Fyrst og fremst að byrja að spila og spila vel. Ég held að það segi miklu meira heldur en að menn séu að tala alltof mikið. Ég held að það skili manni alltaf lengst, að sýna hlutina bara í verki inn á vellinum og vera ekki mikið að hringja í blaðamenn að fyrra bragði. Það er galdurinn,“ sagði Rúrik Gíslason. Rúrik leikur með Nürnberg í þýsku 2. deildinni en liðið er á fínum skriði og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Íslenski landsliðsmaðurinn átti að vera í leikmannahópnum um síðustu helgi en allt kom fyrir ekki. „Ég náði að æfa þrisvar sinnum í síðustu viku og þjálfarinn vildi hafa mig í hópnum um síðustu helgi en læknirinn vildi ekki samþykkja það,“ sagði hann. „Ég reikna með að vera í hópnum um næstu helgi. Mér líður eins og ég sé tilbúinn og hef hef verið að sýna á æfingum að ég er í góðu formi,“ sagði Rúrik Gíslason. Allt viðtalið má heyra hér að neðan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira
Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur ekki spilað leik síðan í lok september á síðasta ári vegna meiðsla. Sæti hans í EM-hópnum gæti verið í hættu vegna meiðslanna en hann er að komast af stað núna á besta tíma. „Ég þurfti að fara í aðgerð því hásinin var að hluta til rifin. Hælbeinið var að skera meira og meira í hásinina þannig aðgerðin var óhjákvæmileg,“ sagði Rúrik um meiðslin í viðtali í Akraborginni á X977 í dag. „Ég fór í aðgerðina 20. október og mér var tjáð að þetta yrðu þrír mánuðir frá en þetta hefur tekið aðeins lengri tíma.“ „Ég spilaði með varaliðinu um síðustu helgi og reikna með því að vera með um helgina þannig þetta lítur allt vel út.“. „Ég er búinn að leggja mikið á mig í endurhæfingunni. Það er ekkert langt síðan ég byrjaði að æfa með liðinu en ég er samt sem áður í fínu hlaupaformi. Mér líður ekki eins og ég hafi verið meiddur í fimm mánuði,“ sagði Rúrik.Rúrik Gíslason samdi við Nürnberg fyrir tímabilið.vísir/gettyLangar með á EM Vegna meiðslanna hefur Rúrik ekkert verið með íslenska landsliðinu í síðustu vináttuleikjum. Aðeins fjórir leikir eru eftir þar til EM-hópurinn verður valinn, en á föstudaginn tilkynna Lars og Heimir hvaða leikmenn fara með í leikina gegn Dönum og Grikkjum. Rúrik, sem verður 28 ára gamall á árinu, á að baki 37 landsleiki með Íslandi en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2009. Hann hefur verið fastamaður í hóp Lars og Heimis og metur stöðu sína góða fyrir EM þrátt fyrir meiðslin. „Ég met stöðuna þannig að ég hef lagt mitt af mörkum fyrir landsliðið undanfarin ár. Auðvitað er komin mun meiri samkeppni en hefur verið oft áður, en ég trúi á sjálfan mig og er staðráðinn í að vinna mér sæti í þessum hóp,“ sagði Rúrik. „Eins og flestum íslenskum knattspyrnumönnum langar mig að fara með á þetta mót. Það er bara undir mér komið að sýna að ég eigi heima þarna,“ sagði RúrikLars og Heimir velja næsta hóp á föstudaginn.Vísir/VilhelmYrði mjög svekktur „Ég ætla ekkert að skafa af því að ég yrði svekktur ef ég væri ekki valinn í landsliðið. Það yrði þá í fyrsta skipti í nokkur ár sem ég væri ekki valinn í landsliðið þegar ég er heill. Auðvitað yrði ég mjög svekktur en ég þarf bara að leggja hart að mér og sýna mönnum að ég á heima í þessum hóp,“ sagði Rúrik, en hvað þarf hann að gera til að komast aftur í landsliðið? „Fyrst og fremst að byrja að spila og spila vel. Ég held að það segi miklu meira heldur en að menn séu að tala alltof mikið. Ég held að það skili manni alltaf lengst, að sýna hlutina bara í verki inn á vellinum og vera ekki mikið að hringja í blaðamenn að fyrra bragði. Það er galdurinn,“ sagði Rúrik Gíslason. Rúrik leikur með Nürnberg í þýsku 2. deildinni en liðið er á fínum skriði og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Íslenski landsliðsmaðurinn átti að vera í leikmannahópnum um síðustu helgi en allt kom fyrir ekki. „Ég náði að æfa þrisvar sinnum í síðustu viku og þjálfarinn vildi hafa mig í hópnum um síðustu helgi en læknirinn vildi ekki samþykkja það,“ sagði hann. „Ég reikna með að vera í hópnum um næstu helgi. Mér líður eins og ég sé tilbúinn og hef hef verið að sýna á æfingum að ég er í góðu formi,“ sagði Rúrik Gíslason. Allt viðtalið má heyra hér að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira