Rúrik: Betra að sýna hlutina í verki inn á vellinum en að hringja í blaðamenn að fyrra bragði Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. mars 2016 17:00 Rúrik Gíslason hefur verið frá síðan í október. vísir/valli Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur ekki spilað leik síðan í lok september á síðasta ári vegna meiðsla. Sæti hans í EM-hópnum gæti verið í hættu vegna meiðslanna en hann er að komast af stað núna á besta tíma. „Ég þurfti að fara í aðgerð því hásinin var að hluta til rifin. Hælbeinið var að skera meira og meira í hásinina þannig aðgerðin var óhjákvæmileg,“ sagði Rúrik um meiðslin í viðtali í Akraborginni á X977 í dag. „Ég fór í aðgerðina 20. október og mér var tjáð að þetta yrðu þrír mánuðir frá en þetta hefur tekið aðeins lengri tíma.“ „Ég spilaði með varaliðinu um síðustu helgi og reikna með því að vera með um helgina þannig þetta lítur allt vel út.“. „Ég er búinn að leggja mikið á mig í endurhæfingunni. Það er ekkert langt síðan ég byrjaði að æfa með liðinu en ég er samt sem áður í fínu hlaupaformi. Mér líður ekki eins og ég hafi verið meiddur í fimm mánuði,“ sagði Rúrik.Rúrik Gíslason samdi við Nürnberg fyrir tímabilið.vísir/gettyLangar með á EM Vegna meiðslanna hefur Rúrik ekkert verið með íslenska landsliðinu í síðustu vináttuleikjum. Aðeins fjórir leikir eru eftir þar til EM-hópurinn verður valinn, en á föstudaginn tilkynna Lars og Heimir hvaða leikmenn fara með í leikina gegn Dönum og Grikkjum. Rúrik, sem verður 28 ára gamall á árinu, á að baki 37 landsleiki með Íslandi en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2009. Hann hefur verið fastamaður í hóp Lars og Heimis og metur stöðu sína góða fyrir EM þrátt fyrir meiðslin. „Ég met stöðuna þannig að ég hef lagt mitt af mörkum fyrir landsliðið undanfarin ár. Auðvitað er komin mun meiri samkeppni en hefur verið oft áður, en ég trúi á sjálfan mig og er staðráðinn í að vinna mér sæti í þessum hóp,“ sagði Rúrik. „Eins og flestum íslenskum knattspyrnumönnum langar mig að fara með á þetta mót. Það er bara undir mér komið að sýna að ég eigi heima þarna,“ sagði RúrikLars og Heimir velja næsta hóp á föstudaginn.Vísir/VilhelmYrði mjög svekktur „Ég ætla ekkert að skafa af því að ég yrði svekktur ef ég væri ekki valinn í landsliðið. Það yrði þá í fyrsta skipti í nokkur ár sem ég væri ekki valinn í landsliðið þegar ég er heill. Auðvitað yrði ég mjög svekktur en ég þarf bara að leggja hart að mér og sýna mönnum að ég á heima í þessum hóp,“ sagði Rúrik, en hvað þarf hann að gera til að komast aftur í landsliðið? „Fyrst og fremst að byrja að spila og spila vel. Ég held að það segi miklu meira heldur en að menn séu að tala alltof mikið. Ég held að það skili manni alltaf lengst, að sýna hlutina bara í verki inn á vellinum og vera ekki mikið að hringja í blaðamenn að fyrra bragði. Það er galdurinn,“ sagði Rúrik Gíslason. Rúrik leikur með Nürnberg í þýsku 2. deildinni en liðið er á fínum skriði og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Íslenski landsliðsmaðurinn átti að vera í leikmannahópnum um síðustu helgi en allt kom fyrir ekki. „Ég náði að æfa þrisvar sinnum í síðustu viku og þjálfarinn vildi hafa mig í hópnum um síðustu helgi en læknirinn vildi ekki samþykkja það,“ sagði hann. „Ég reikna með að vera í hópnum um næstu helgi. Mér líður eins og ég sé tilbúinn og hef hef verið að sýna á æfingum að ég er í góðu formi,“ sagði Rúrik Gíslason. Allt viðtalið má heyra hér að neðan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira
Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur ekki spilað leik síðan í lok september á síðasta ári vegna meiðsla. Sæti hans í EM-hópnum gæti verið í hættu vegna meiðslanna en hann er að komast af stað núna á besta tíma. „Ég þurfti að fara í aðgerð því hásinin var að hluta til rifin. Hælbeinið var að skera meira og meira í hásinina þannig aðgerðin var óhjákvæmileg,“ sagði Rúrik um meiðslin í viðtali í Akraborginni á X977 í dag. „Ég fór í aðgerðina 20. október og mér var tjáð að þetta yrðu þrír mánuðir frá en þetta hefur tekið aðeins lengri tíma.“ „Ég spilaði með varaliðinu um síðustu helgi og reikna með því að vera með um helgina þannig þetta lítur allt vel út.“. „Ég er búinn að leggja mikið á mig í endurhæfingunni. Það er ekkert langt síðan ég byrjaði að æfa með liðinu en ég er samt sem áður í fínu hlaupaformi. Mér líður ekki eins og ég hafi verið meiddur í fimm mánuði,“ sagði Rúrik.Rúrik Gíslason samdi við Nürnberg fyrir tímabilið.vísir/gettyLangar með á EM Vegna meiðslanna hefur Rúrik ekkert verið með íslenska landsliðinu í síðustu vináttuleikjum. Aðeins fjórir leikir eru eftir þar til EM-hópurinn verður valinn, en á föstudaginn tilkynna Lars og Heimir hvaða leikmenn fara með í leikina gegn Dönum og Grikkjum. Rúrik, sem verður 28 ára gamall á árinu, á að baki 37 landsleiki með Íslandi en hann spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2009. Hann hefur verið fastamaður í hóp Lars og Heimis og metur stöðu sína góða fyrir EM þrátt fyrir meiðslin. „Ég met stöðuna þannig að ég hef lagt mitt af mörkum fyrir landsliðið undanfarin ár. Auðvitað er komin mun meiri samkeppni en hefur verið oft áður, en ég trúi á sjálfan mig og er staðráðinn í að vinna mér sæti í þessum hóp,“ sagði Rúrik. „Eins og flestum íslenskum knattspyrnumönnum langar mig að fara með á þetta mót. Það er bara undir mér komið að sýna að ég eigi heima þarna,“ sagði RúrikLars og Heimir velja næsta hóp á föstudaginn.Vísir/VilhelmYrði mjög svekktur „Ég ætla ekkert að skafa af því að ég yrði svekktur ef ég væri ekki valinn í landsliðið. Það yrði þá í fyrsta skipti í nokkur ár sem ég væri ekki valinn í landsliðið þegar ég er heill. Auðvitað yrði ég mjög svekktur en ég þarf bara að leggja hart að mér og sýna mönnum að ég á heima í þessum hóp,“ sagði Rúrik, en hvað þarf hann að gera til að komast aftur í landsliðið? „Fyrst og fremst að byrja að spila og spila vel. Ég held að það segi miklu meira heldur en að menn séu að tala alltof mikið. Ég held að það skili manni alltaf lengst, að sýna hlutina bara í verki inn á vellinum og vera ekki mikið að hringja í blaðamenn að fyrra bragði. Það er galdurinn,“ sagði Rúrik Gíslason. Rúrik leikur með Nürnberg í þýsku 2. deildinni en liðið er á fínum skriði og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Íslenski landsliðsmaðurinn átti að vera í leikmannahópnum um síðustu helgi en allt kom fyrir ekki. „Ég náði að æfa þrisvar sinnum í síðustu viku og þjálfarinn vildi hafa mig í hópnum um síðustu helgi en læknirinn vildi ekki samþykkja það,“ sagði hann. „Ég reikna með að vera í hópnum um næstu helgi. Mér líður eins og ég sé tilbúinn og hef hef verið að sýna á æfingum að ég er í góðu formi,“ sagði Rúrik Gíslason. Allt viðtalið má heyra hér að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sjá meira