Fótbolti

Forsætisráðherra Frakklands: EM verður haldið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklandi, segir að EM muni fara fram þar í landi í sumar þrátt fyrir hryðjuverkaárásirnar í París á síðasta ári og í Brussel í síðustu viku.

„Lífið sjálft er besta svarið. Hryðjuverkamennirnir vilja bæla það niður. EM ætti að vera haldið, og verður haldið,“ sagði Valls í sjónvarpsviðtali.

Forsætisráðherrann sagði ennfremur að öll öryggisgæsla í tengslum við EM yrði hert en óttast er að hryðjuverkamenn láti til skarar skríða á meðan á mótinu stendur.

EM hefst með opnunarleik Frakka og Rúmena á Stade de France 10. júní og lýkur með úrslitaleik á sama velli 10. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×