Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2016 11:41 Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, tekur til máls á Alþingi í morgun. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlýðir á. Vísir/Pjetur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir trúnaðarbrest milli stjórnmálamanna og almennings í kjölfar uppljóstrunar um eigur Íslendinga í skattaskjólum enn til staðar. Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, segir að skoða þurfi siðareglur þingmanna og hagsmunaskráningu vegna málsins. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Katrín sagði í fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við umfjöllun um skattaskjól Íslendinga, meðal annarra fráfarandi forsætisráðherra, ekki hafa verið þau að fordæma þá staðreynd að Íslendingar virðist eiga heimsmet í eignum í skattaskjólum. Á þessu þurfi að taka. „Hæstvirtur forsætisráðherra sagði hinsvegar þegar hann var spurður að það væri auðvitað talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi,“ sagði Katrín og átti við Sigurð Inga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að halda áfram að verja heimsmet Íslendinga eða ætlar hann að taka upp aðra stefnu í þessu máli?“ Sigurður Ingi sagði í svari sínu meðal annars að hann væri ekki enn orðinn forsætisráðherra. Sá fjöldi Íslendinga sem hefði kosið að setja eignir sína á lágskattasvæði væri vissulega fordæmalaus en ekkert væri að því að gera það á réttan og löglegan hátt. Það væri hinsvegar verulega í ólagi að gera það ólöglega og sagðist Sigurður Ingi vilja taka tækifærið til að hvetja alla þá sem slíkt gera að koma heim peninga sína og gera hreint fyrir sínum dyrum. Það þurfi sömuleiðis að fara yfir það á þingi hvort lagaumhverfið sé nægilega gott hvað það varðar. „Við þurfum öll hér inni að axla þá ábyrgð. Það er mín skoðun,“ sagði Sigurður Ingi. „Ég biðst forláts á því að kalla hæstvirtan atvinnuvegaráðherra forsætisráðherra en það er erfitt að átta sig á ráðherraskipan í þessari ríkisstjórn,“ sagði Katrín meðal annars síðar. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gerði siðareglur þingmanna að umræðuefni í fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga og spurði hvernig þeim málum yrði háttað í ríkisstjórn hans. „Mig langar til að spyrja út í fílinn í stofunni,“ sagði Óttarr. Við erum hér samankomin í kjölfar algjörs siðrofs í íslenskum stjórnmálum. Þessir dagar hafa verið algjör farsi sem náði hámarki í gærkvöldi með leikriti í stigagangi Alþingisshússins.“ Hann sagði mikla reiði enn í garð ráðamanna hjá almenningi vegna þess. „Því vil ég spyrja, í nýrri útgáfu af ríkisstjórn, hvernig hyggst ráðherra haga málum siðareglna ráðherra? Hvernig mun hann ganga á eftir því að ráðherrar muni sinna þeim málum?“ Sigurður Ingi segir það þurfa að vera skýrt fyrir hvað slíkar reglur standi. Hagsmunaskrá Alþingismanna sé til að mynda ekki nægilega skýr. „Varðandi siðareglur, þá er augljóst að eitt af þeim verkum sem við þurfum að ráðast í sé hvort að sú skráning sé rétt og hvort þær reglur séu nægilega skýrar,“ sagði Sigurður Ingi. „Ég held að þetta sé eitt af þeim verkefnum sem við verðum að nálgast af auðmýkt.“ Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Hlátur á þingi þegar Bjarni sagði Árna Pál persónugera umræðuna "Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði formaður Samfylkingarinnar á þingi í dag. 7. apríl 2016 11:20 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir trúnaðarbrest milli stjórnmálamanna og almennings í kjölfar uppljóstrunar um eigur Íslendinga í skattaskjólum enn til staðar. Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, segir að skoða þurfi siðareglur þingmanna og hagsmunaskráningu vegna málsins. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Katrín sagði í fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við umfjöllun um skattaskjól Íslendinga, meðal annarra fráfarandi forsætisráðherra, ekki hafa verið þau að fordæma þá staðreynd að Íslendingar virðist eiga heimsmet í eignum í skattaskjólum. Á þessu þurfi að taka. „Hæstvirtur forsætisráðherra sagði hinsvegar þegar hann var spurður að það væri auðvitað talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi,“ sagði Katrín og átti við Sigurð Inga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að halda áfram að verja heimsmet Íslendinga eða ætlar hann að taka upp aðra stefnu í þessu máli?“ Sigurður Ingi sagði í svari sínu meðal annars að hann væri ekki enn orðinn forsætisráðherra. Sá fjöldi Íslendinga sem hefði kosið að setja eignir sína á lágskattasvæði væri vissulega fordæmalaus en ekkert væri að því að gera það á réttan og löglegan hátt. Það væri hinsvegar verulega í ólagi að gera það ólöglega og sagðist Sigurður Ingi vilja taka tækifærið til að hvetja alla þá sem slíkt gera að koma heim peninga sína og gera hreint fyrir sínum dyrum. Það þurfi sömuleiðis að fara yfir það á þingi hvort lagaumhverfið sé nægilega gott hvað það varðar. „Við þurfum öll hér inni að axla þá ábyrgð. Það er mín skoðun,“ sagði Sigurður Ingi. „Ég biðst forláts á því að kalla hæstvirtan atvinnuvegaráðherra forsætisráðherra en það er erfitt að átta sig á ráðherraskipan í þessari ríkisstjórn,“ sagði Katrín meðal annars síðar. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, gerði siðareglur þingmanna að umræðuefni í fyrirspurn sinni til Sigurðar Inga og spurði hvernig þeim málum yrði háttað í ríkisstjórn hans. „Mig langar til að spyrja út í fílinn í stofunni,“ sagði Óttarr. Við erum hér samankomin í kjölfar algjörs siðrofs í íslenskum stjórnmálum. Þessir dagar hafa verið algjör farsi sem náði hámarki í gærkvöldi með leikriti í stigagangi Alþingisshússins.“ Hann sagði mikla reiði enn í garð ráðamanna hjá almenningi vegna þess. „Því vil ég spyrja, í nýrri útgáfu af ríkisstjórn, hvernig hyggst ráðherra haga málum siðareglna ráðherra? Hvernig mun hann ganga á eftir því að ráðherrar muni sinna þeim málum?“ Sigurður Ingi segir það þurfa að vera skýrt fyrir hvað slíkar reglur standi. Hagsmunaskrá Alþingismanna sé til að mynda ekki nægilega skýr. „Varðandi siðareglur, þá er augljóst að eitt af þeim verkum sem við þurfum að ráðast í sé hvort að sú skráning sé rétt og hvort þær reglur séu nægilega skýrar,“ sagði Sigurður Ingi. „Ég held að þetta sé eitt af þeim verkefnum sem við verðum að nálgast af auðmýkt.“
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Hlátur á þingi þegar Bjarni sagði Árna Pál persónugera umræðuna "Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði formaður Samfylkingarinnar á þingi í dag. 7. apríl 2016 11:20 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Hlátur á þingi þegar Bjarni sagði Árna Pál persónugera umræðuna "Hvers vegna er hann að ata alla aðra auri í staðinn fyrir að hreinsa orðstír Íslands?“ spurði formaður Samfylkingarinnar á þingi í dag. 7. apríl 2016 11:20