Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2016 12:27 Frá tollaeftirliti við Seyðisfjörð. Vísir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari sem sækir málið gegn hollenska parinu sem flutti til landsins 209 þúsund e-töflur auk tíu kílóa af mulningi, segir erfitt að rökstyðja annað en hámarksrefsingu í málinu sem er tólf ár í málaflokknum. Maðurinn játar sök en konan hefur alltaf neitað að hafa verið meðvituð um tilgang ferðarinnar til Íslands. Maðurinn tekur undir það. Saksóknari telur hins vegar allt benda til þess að um samverknað hafi verið að ræða en þau komið sér saman um að yrðu þau gripin myndi hann taka á sig sökina. Það sem deilt er um fyrir dómi er hvort konan hafi verið meðvituð um tilgang ferðarinnar en þau voru handtekin við komuna til landsins með Norrænu í september. Taldi saksóknari upp fjölmargar staðreyndir sem bentu til þess að ólíklegt mætti telja að hún hafi verið ómeðvituð um tilgang ferðarinnar. Kolbrún Benediktsdóttir.vísir/valliFramburður dóttur um Spánarferð breyttist Í málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun lýsti saksóknari því hve ótrúverðugur framburður parsins væri. Mikilvægt væri að horfa til framburðar þeirra í skýrslutökum hjá lögreglu á fyrstu stigum á meðan þau sættu gæsluvarðhaldi og gátu ekki komið sér saman um framburð. Sá framburður hefur síðan tekið töluverðum breytingum og væru þau margsaga og missaga um fjölmörg atriði. Nefndi saksóknari sem dæmi svör ákærðu við skýrslutöku hjá lögreglu, um hvenær maðurinn tilkynnti henni um fyrirhugað ferðalag til Íslands. Það hafi verið um tveimur mánuðum fyrir komuna til Íslands, eða í júlí. Hún hefði frekar viljað fara til Spánar en hann verið harður á því að fara til Íslands. Hins vegar fundust upplýsingar í iPad þeirra að verið var að skoða upplýsingar um Ísland í maí, tveimur mánuðum fyrr. Þá var vísað til svara dóttur konunnar og nágrannakonu sem hefðu talið parið ætla í ferðalag til Spánar. Dóttirin breytti framburði sínum hvað þetta atriði varðaði á seinni stigum. Sömuleiðis sagðist konan í þriðju skýrslutöku að umræða um ferðalag til Íslands hefði hafist um hálfu ári fyrr. Um var að ræða breytingu á framburði.Hollenskt par var stöðvað með 209 þúsund e-töflur í húsbíl á Seyðisfirði í september í fyrra auk 10 kílóa af MDMA-mulningi.Vísir/GVASvaf af sér krókinn og léleg í landafræði Saksóknari nefndi einnig ósamræmi varðandi ferðalagið þar sem sögum ber ekki saman um hvort komið hafi verið við hjá ættingja konunnar á leiðinni til Belgíu. Þá sé 250 kílómetra krókur í suðurátt á leiðinni norður til Danmerkur undanarlegur og skrýtið að konan hafi ekki sett spurningamerki við það. Voru svör konunnar á þá leið að hún hefði sofnað en maðurinn sagði henni að krókurinn hefði verið tekinn fyrir hana. Hún væri auk þess ekki góð í landafræði. Við verslunarmiðstöð í Belgíu brá ákærði sér út á meðan konan var að versla, hitti fyrir skipuleggjendur sem komu fyrir nýju varadekki og gaskútum og afhentu fjórtán niðursuðudósir Ein stærsta deilan fyrir dómi snýr að því hvernig manninum tókst að halda poka eða tösku með fjórtán niðursuðudósum leyndum fyrir konunni. Framburður mannsins er afar óljós um þetta atriði og hefur tekið breytingum. Sagðist hann hafa falið niðursuðudósirnar á stöðum sem lögreglumönnum reyndist allskostar ómögulegt að koma dósunum fyrir á. Síðasti framburðurinn var á þann veg að pokinn hefði verið falinn vinstra megin við bílstjórasætið en þá var ekki hægt að ganga um bílstjóradyrnar. Sagðist hann hafa gengið um dyrnar aftan í bílnum þann tíma, innan við sólarhring sem hann hélt niðursuðudósunum földum fyrir konu sinni. Saksóknari minnti á að málið ætti sér ekki hliðstæðu hvað varðaði magn þeirra fíkniefna sem flutt var til landsins. Úr tíu kílóum af MDMA-mulningi megi framleiða 85 þúsund e-töflur og því í heildina um að ræða tæplega 300 þúsund e-töflum. Vísaði hún til dóma þar sem meðal annars var níu ára fangelsi í héraði fyrir innflutning á tæplega 15 þúsund e-töflum. Þá vísaði hún til hollensku konunnar sem fékk ellefu ár í héraði og svo átta í Hæstarétti á dögunum en þar var magn efnis töluvert minna en í því máli sem hér er til umfjöllunar. Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari sem sækir málið gegn hollenska parinu sem flutti til landsins 209 þúsund e-töflur auk tíu kílóa af mulningi, segir erfitt að rökstyðja annað en hámarksrefsingu í málinu sem er tólf ár í málaflokknum. Maðurinn játar sök en konan hefur alltaf neitað að hafa verið meðvituð um tilgang ferðarinnar til Íslands. Maðurinn tekur undir það. Saksóknari telur hins vegar allt benda til þess að um samverknað hafi verið að ræða en þau komið sér saman um að yrðu þau gripin myndi hann taka á sig sökina. Það sem deilt er um fyrir dómi er hvort konan hafi verið meðvituð um tilgang ferðarinnar en þau voru handtekin við komuna til landsins með Norrænu í september. Taldi saksóknari upp fjölmargar staðreyndir sem bentu til þess að ólíklegt mætti telja að hún hafi verið ómeðvituð um tilgang ferðarinnar. Kolbrún Benediktsdóttir.vísir/valliFramburður dóttur um Spánarferð breyttist Í málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun lýsti saksóknari því hve ótrúverðugur framburður parsins væri. Mikilvægt væri að horfa til framburðar þeirra í skýrslutökum hjá lögreglu á fyrstu stigum á meðan þau sættu gæsluvarðhaldi og gátu ekki komið sér saman um framburð. Sá framburður hefur síðan tekið töluverðum breytingum og væru þau margsaga og missaga um fjölmörg atriði. Nefndi saksóknari sem dæmi svör ákærðu við skýrslutöku hjá lögreglu, um hvenær maðurinn tilkynnti henni um fyrirhugað ferðalag til Íslands. Það hafi verið um tveimur mánuðum fyrir komuna til Íslands, eða í júlí. Hún hefði frekar viljað fara til Spánar en hann verið harður á því að fara til Íslands. Hins vegar fundust upplýsingar í iPad þeirra að verið var að skoða upplýsingar um Ísland í maí, tveimur mánuðum fyrr. Þá var vísað til svara dóttur konunnar og nágrannakonu sem hefðu talið parið ætla í ferðalag til Spánar. Dóttirin breytti framburði sínum hvað þetta atriði varðaði á seinni stigum. Sömuleiðis sagðist konan í þriðju skýrslutöku að umræða um ferðalag til Íslands hefði hafist um hálfu ári fyrr. Um var að ræða breytingu á framburði.Hollenskt par var stöðvað með 209 þúsund e-töflur í húsbíl á Seyðisfirði í september í fyrra auk 10 kílóa af MDMA-mulningi.Vísir/GVASvaf af sér krókinn og léleg í landafræði Saksóknari nefndi einnig ósamræmi varðandi ferðalagið þar sem sögum ber ekki saman um hvort komið hafi verið við hjá ættingja konunnar á leiðinni til Belgíu. Þá sé 250 kílómetra krókur í suðurátt á leiðinni norður til Danmerkur undanarlegur og skrýtið að konan hafi ekki sett spurningamerki við það. Voru svör konunnar á þá leið að hún hefði sofnað en maðurinn sagði henni að krókurinn hefði verið tekinn fyrir hana. Hún væri auk þess ekki góð í landafræði. Við verslunarmiðstöð í Belgíu brá ákærði sér út á meðan konan var að versla, hitti fyrir skipuleggjendur sem komu fyrir nýju varadekki og gaskútum og afhentu fjórtán niðursuðudósir Ein stærsta deilan fyrir dómi snýr að því hvernig manninum tókst að halda poka eða tösku með fjórtán niðursuðudósum leyndum fyrir konunni. Framburður mannsins er afar óljós um þetta atriði og hefur tekið breytingum. Sagðist hann hafa falið niðursuðudósirnar á stöðum sem lögreglumönnum reyndist allskostar ómögulegt að koma dósunum fyrir á. Síðasti framburðurinn var á þann veg að pokinn hefði verið falinn vinstra megin við bílstjórasætið en þá var ekki hægt að ganga um bílstjóradyrnar. Sagðist hann hafa gengið um dyrnar aftan í bílnum þann tíma, innan við sólarhring sem hann hélt niðursuðudósunum földum fyrir konu sinni. Saksóknari minnti á að málið ætti sér ekki hliðstæðu hvað varðaði magn þeirra fíkniefna sem flutt var til landsins. Úr tíu kílóum af MDMA-mulningi megi framleiða 85 þúsund e-töflur og því í heildina um að ræða tæplega 300 þúsund e-töflum. Vísaði hún til dóma þar sem meðal annars var níu ára fangelsi í héraði fyrir innflutning á tæplega 15 þúsund e-töflum. Þá vísaði hún til hollensku konunnar sem fékk ellefu ár í héraði og svo átta í Hæstarétti á dögunum en þar var magn efnis töluvert minna en í því máli sem hér er til umfjöllunar.
Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30