Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2016 14:39 Nýi Landspítalinn við Hringbraut, séð til suðurs af svölum gamla spítalans, en Sigmundur Davíð vill sjá spítalann annars staðar. vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að nýr Landspítali rísi við Vífilsstaði. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag og rætt við Gunnar Einarsson, bæjarstjóra Garðabæjar, þar sem hann lýsti því að bærinn væri tilbúinn í samstarf við stjórnvöld svo reisa mætti nýjan spítala við Vífilsstaði. Í færslu á heimasíðu sinni rekur forsætisráðherra stöðu málsins nokkuð ítarlega en hann hefur oft lýst þeirri skoðun sinni að hann teldi æskilegt að nýr Landspítali myndi rísa annars staðar en við Hringbraut, eins og nú er gert ráð fyrir. Þrátt fyrir það kveðst hann hafa haft þá stefnu að gera ekkert sem gæti tafið nauðsynlegar úrbætur við Hringbraut eða framtíðaruppbyggingu þar.Betur í stakk búin nú til að byggja nýjan spítala Að mati Sigmundar er hins vegar rétti tíminn nú til að ræða hvort betra geti verið að reisa nýjan spítala annars staðar en við Hringbraut og vísar til að mynda í að mikil og dýr hönnunarvinna sé framundan enda sé ekki gert ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist fyrr en árið 2019: „Ég hef því stutt og talað fyrir öllum áformum um auknar fjárveitingar til spítalans og jafnvel hönnunarvinnu nýframkvæmda. Nauðsynleg frumhönnun nýtist að mestu leyti óháð staðsetningu en getur um leið verið til þess fallin að draga betur fram kosti og galla þeirra áforma sem unnið er út frá og um leið staðsetningar. Það er mikil og dýr hönnunarvinna framundan. Hún mun taka nokkur ár. Við erum nú stödd á tímapunkti þar sem okkur hefur tekist að endurreisa efnahag landsins og erum fyrir vikið að verða í stakk búin til að ráðast í hið langþráða stórvirki að byggja nýjan Landspítala. Í nýjustu áætlunum er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 2019 en unnið verði að hönnun fram að því. Eftir því sem nær dregur framkvæmdum verður hönnunarvinnan hins vegar sérhæfðari og háðari staðsetningu og endanlegu útliti,“ segir Sigmundur á heimasíðu sinni.Telur að hægt væri að byggja spítala við Vífilsstaði hraðar og á hagkvæmari hátt Hann ber síðan saman kostina tvo, að halda áfram uppbyggingu við Hringbraut eða byggja nýjan spítala við Vífilsstaði. Um fyrri valkostinn segir Sigmundur meðal annars: „Húsakostur Landspítalans virðist vera í miklu verra ástandi og henta mun verr en ráð var fyrir gert þegar forsendur staðarvals byggðust á því að mikilvægt væri að nýta gamla húsnæðið. Varla líður sú vika að ekki séu sagðar fréttir af myglu, maurum, músum eða öðrum plágum sem herja á spítalann. Svo ekki sé minnst á hvað húsnæðið er allt orðið lélegt og óhentugt. Af fréttum að dæma virðist vandfundin sú starfsemi sem hentar jafnilla í núverandi húsnæði Landspítalans við Hringbraut og sjúkrahúsrekstur.“ Sigmundur er hins vegar hrifnari af síðari kostinum enda telur hann að hægt væri að byggja spítala við Vífilsstaði „hraðar, á hagkvæmari hátt og miklu, miklu betur.“„Varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin“ Í lok færslu sinnar segir Sigmundur svo: „Það er því hugsanlegt að valið standi á milli eftirfarandi kosta: 1. Áframhaldandi óljós, hægvirkur og óhagkvæmur bútasaumur við Hringbraut. Endalaus barátta við alkalískemmdir, myglu, gamalt lagnakerfi og úrelta tækni í tugum bygginga og við að tengja það gamla við nýbyggingar til að láta allt virka sem heild. Rannsóknarstörf, kennsla, aðgerðir, sjúkrahússlega veiks fólks og aðrar lækningar færu fram á meðan loftborarnir hamast fyrir utan og grjótinu er mokað í vörubíla. Eftir stendur svo þyrping ólíkra gamalla kassa og nýrra stærri grárra kassa. Þyrping sem stendur utarlega á nesi sem tengt er restinni af höfuðborgarsvæðinu með götum þar sem umferðarteppur eru regla fremur en undantekning. 2. Glænýr heildstæður hátæknispítali, hannaður til að virka sem ein heild og veita umgjörð um bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Fallegt hús að innan sem utan á jaðri byggðarinnar, umkringt dásamlegri náttúru og útivistarsvæðum. Húsið mætti byggja hratt með lágmarkstruflun á framkvæmdum og lágmarkstruflun fyrir borgarbúa og fjármagna verkefnið að miklu leyti með sölu á eignum við Hringbraut. Eignum sem ganga svo í endurnýjun lífdaga með nýtingu sem hentar svæðinu og styrkja og vernda miðborgina. Væri ekki óábyrgt að velta þessu ekki fyrir sér á þessum tímapunkti, nú þegar ljóst er að Vífilsstaðaleiðin er fær? Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin. Sunnan við Vífilsstaðatúnin er lítil mýri sem heitir Vatnsmýri. Mér sýnist allt benda til að rétt sé að byggja nýjan spítala við Vatnsmýri en það sé gríðarlega mikilvægt að það sé rétta Vatnsmýrin.“ Tengdar fréttir Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetin Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð. 4. nóvember 2015 12:04 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Meirihluti þátttakenda vildi ekki nýjan Landspítala við Hringbraut Margir vilja nýjan Landspítala á Vífilsstaðalandið í Garðabæ. 12. september 2015 12:18 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að nýr Landspítali rísi við Vífilsstaði. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í dag og rætt við Gunnar Einarsson, bæjarstjóra Garðabæjar, þar sem hann lýsti því að bærinn væri tilbúinn í samstarf við stjórnvöld svo reisa mætti nýjan spítala við Vífilsstaði. Í færslu á heimasíðu sinni rekur forsætisráðherra stöðu málsins nokkuð ítarlega en hann hefur oft lýst þeirri skoðun sinni að hann teldi æskilegt að nýr Landspítali myndi rísa annars staðar en við Hringbraut, eins og nú er gert ráð fyrir. Þrátt fyrir það kveðst hann hafa haft þá stefnu að gera ekkert sem gæti tafið nauðsynlegar úrbætur við Hringbraut eða framtíðaruppbyggingu þar.Betur í stakk búin nú til að byggja nýjan spítala Að mati Sigmundar er hins vegar rétti tíminn nú til að ræða hvort betra geti verið að reisa nýjan spítala annars staðar en við Hringbraut og vísar til að mynda í að mikil og dýr hönnunarvinna sé framundan enda sé ekki gert ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist fyrr en árið 2019: „Ég hef því stutt og talað fyrir öllum áformum um auknar fjárveitingar til spítalans og jafnvel hönnunarvinnu nýframkvæmda. Nauðsynleg frumhönnun nýtist að mestu leyti óháð staðsetningu en getur um leið verið til þess fallin að draga betur fram kosti og galla þeirra áforma sem unnið er út frá og um leið staðsetningar. Það er mikil og dýr hönnunarvinna framundan. Hún mun taka nokkur ár. Við erum nú stödd á tímapunkti þar sem okkur hefur tekist að endurreisa efnahag landsins og erum fyrir vikið að verða í stakk búin til að ráðast í hið langþráða stórvirki að byggja nýjan Landspítala. Í nýjustu áætlunum er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 2019 en unnið verði að hönnun fram að því. Eftir því sem nær dregur framkvæmdum verður hönnunarvinnan hins vegar sérhæfðari og háðari staðsetningu og endanlegu útliti,“ segir Sigmundur á heimasíðu sinni.Telur að hægt væri að byggja spítala við Vífilsstaði hraðar og á hagkvæmari hátt Hann ber síðan saman kostina tvo, að halda áfram uppbyggingu við Hringbraut eða byggja nýjan spítala við Vífilsstaði. Um fyrri valkostinn segir Sigmundur meðal annars: „Húsakostur Landspítalans virðist vera í miklu verra ástandi og henta mun verr en ráð var fyrir gert þegar forsendur staðarvals byggðust á því að mikilvægt væri að nýta gamla húsnæðið. Varla líður sú vika að ekki séu sagðar fréttir af myglu, maurum, músum eða öðrum plágum sem herja á spítalann. Svo ekki sé minnst á hvað húsnæðið er allt orðið lélegt og óhentugt. Af fréttum að dæma virðist vandfundin sú starfsemi sem hentar jafnilla í núverandi húsnæði Landspítalans við Hringbraut og sjúkrahúsrekstur.“ Sigmundur er hins vegar hrifnari af síðari kostinum enda telur hann að hægt væri að byggja spítala við Vífilsstaði „hraðar, á hagkvæmari hátt og miklu, miklu betur.“„Varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin“ Í lok færslu sinnar segir Sigmundur svo: „Það er því hugsanlegt að valið standi á milli eftirfarandi kosta: 1. Áframhaldandi óljós, hægvirkur og óhagkvæmur bútasaumur við Hringbraut. Endalaus barátta við alkalískemmdir, myglu, gamalt lagnakerfi og úrelta tækni í tugum bygginga og við að tengja það gamla við nýbyggingar til að láta allt virka sem heild. Rannsóknarstörf, kennsla, aðgerðir, sjúkrahússlega veiks fólks og aðrar lækningar færu fram á meðan loftborarnir hamast fyrir utan og grjótinu er mokað í vörubíla. Eftir stendur svo þyrping ólíkra gamalla kassa og nýrra stærri grárra kassa. Þyrping sem stendur utarlega á nesi sem tengt er restinni af höfuðborgarsvæðinu með götum þar sem umferðarteppur eru regla fremur en undantekning. 2. Glænýr heildstæður hátæknispítali, hannaður til að virka sem ein heild og veita umgjörð um bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Fallegt hús að innan sem utan á jaðri byggðarinnar, umkringt dásamlegri náttúru og útivistarsvæðum. Húsið mætti byggja hratt með lágmarkstruflun á framkvæmdum og lágmarkstruflun fyrir borgarbúa og fjármagna verkefnið að miklu leyti með sölu á eignum við Hringbraut. Eignum sem ganga svo í endurnýjun lífdaga með nýtingu sem hentar svæðinu og styrkja og vernda miðborgina. Væri ekki óábyrgt að velta þessu ekki fyrir sér á þessum tímapunkti, nú þegar ljóst er að Vífilsstaðaleiðin er fær? Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin. Sunnan við Vífilsstaðatúnin er lítil mýri sem heitir Vatnsmýri. Mér sýnist allt benda til að rétt sé að byggja nýjan spítala við Vatnsmýri en það sé gríðarlega mikilvægt að það sé rétta Vatnsmýrin.“
Tengdar fréttir Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetin Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð. 4. nóvember 2015 12:04 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Meirihluti þátttakenda vildi ekki nýjan Landspítala við Hringbraut Margir vilja nýjan Landspítala á Vífilsstaðalandið í Garðabæ. 12. september 2015 12:18 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetin Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð. 4. nóvember 2015 12:04
Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23
Meirihluti þátttakenda vildi ekki nýjan Landspítala við Hringbraut Margir vilja nýjan Landspítala á Vífilsstaðalandið í Garðabæ. 12. september 2015 12:18