Meirihluti þátttakenda vildi ekki nýjan Landspítala við Hringbraut Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2015 12:18 Landspítali Íslands við Hringbraut. Mynd/Vilhelm Meiri hluti þeirra sem tóku þátt í tveimur skoðanakönnunum sem MMR framkvæmdi fyrir samtökin Betri spítala vill ekki að nýi Landspítalinn verði byggður við gamla spítalann við Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum sem segja þátttakendur hafa nefnt marga mögulega staði fyrir nýjan spítala þegar það var spurt hvar hann ætti að vera. Auk Hringbrautar nefndu þátttakendur svo sem Vífilsstaði, Fossvog, voga Elliðaána og fleira. Þegar þátttakendur voru beðnir um að gera upp á milli tveggja efstu kostanna höfðu Vífilsstaðir í Garðabæ vinninginn með 59 prósent. Í könnuninni voru þátttakendur spurðir hvort þeir væru sáttir eða ósáttir við að nýr Landspítali yrði byggður við Hringbraut. Samtökin segja þá sem voru mjög eða frekar sátta með að nýi Landspítalinn rísi við Hringbraut hafa verið 35,5 prósent. 54,5 prósent voru ósáttir eða tóku ekki afstöðu. Þegar þátttakendur voru spurði hvar nýr Landspítali eigi að rísa völdu 31,2 prósent Hringbraut, 29,3 prósent Vífilsstaði, 21,6 prósent í Fossvogi, 6,7 prósent voga Elliðaánna og 4,5 prósent Keldnaland.69 prósent völdu Vífilsstaðaland Samtökin fólu MMR að bæta við viðbótarspurningu í næsta spurningarvagni þar sem þátttakendur voru spurði hvort þeir myndu frekar velja Hringbraut í Reykjavík eða Vífilsstaðaland í Garðabæ ef einungis þessir tveir kostir væru í boði. 41 prósent völdu Hringbraut í Reykjavík og 59 prósent völdu Vífilsstaðaland í Garðabæ. Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri samtakanna Betri spítali, segir í fréttatilkynningunni að samtökin telji að byggja eigi nýjan og flottan hátæknispítala frá grunni á betri stað.Úrelt vegna þenslu „Með því er átt við stað sem liggur betur við samgöngum en Hringbrautin, er meira miðsvæðis, býður upp á meiri þróunarmöguleika til framtíðar litið og svo framvegis. Fyrsta skrefið er að gera nýtt faglegt staðarval fyrir nýja Landspítalann. Þau staðarvöl sem gerð hafa verið eru orðin úrelt vegna þenslu í miðbænum auk þess sem þau hafa ekki horft nægilega opið á málið. Þó stefnubreyting krefjist nýs undirbúnings er ljóst að byggingaframkvæmdir munu ganga mun hraðar fyrir sig, bjóða má verkið út í heilu lagi og fjármögnun verður tryggð fyrir fram. Stefnubreyting mun því ekki því tefja tilkomu nýs Landspítala. Þegar á allt er litið getum við fengið betri spítala á betri stað fyrr og fyrir minna fé,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Meiri hluti þeirra sem tóku þátt í tveimur skoðanakönnunum sem MMR framkvæmdi fyrir samtökin Betri spítala vill ekki að nýi Landspítalinn verði byggður við gamla spítalann við Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum sem segja þátttakendur hafa nefnt marga mögulega staði fyrir nýjan spítala þegar það var spurt hvar hann ætti að vera. Auk Hringbrautar nefndu þátttakendur svo sem Vífilsstaði, Fossvog, voga Elliðaána og fleira. Þegar þátttakendur voru beðnir um að gera upp á milli tveggja efstu kostanna höfðu Vífilsstaðir í Garðabæ vinninginn með 59 prósent. Í könnuninni voru þátttakendur spurðir hvort þeir væru sáttir eða ósáttir við að nýr Landspítali yrði byggður við Hringbraut. Samtökin segja þá sem voru mjög eða frekar sátta með að nýi Landspítalinn rísi við Hringbraut hafa verið 35,5 prósent. 54,5 prósent voru ósáttir eða tóku ekki afstöðu. Þegar þátttakendur voru spurði hvar nýr Landspítali eigi að rísa völdu 31,2 prósent Hringbraut, 29,3 prósent Vífilsstaði, 21,6 prósent í Fossvogi, 6,7 prósent voga Elliðaánna og 4,5 prósent Keldnaland.69 prósent völdu Vífilsstaðaland Samtökin fólu MMR að bæta við viðbótarspurningu í næsta spurningarvagni þar sem þátttakendur voru spurði hvort þeir myndu frekar velja Hringbraut í Reykjavík eða Vífilsstaðaland í Garðabæ ef einungis þessir tveir kostir væru í boði. 41 prósent völdu Hringbraut í Reykjavík og 59 prósent völdu Vífilsstaðaland í Garðabæ. Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri samtakanna Betri spítali, segir í fréttatilkynningunni að samtökin telji að byggja eigi nýjan og flottan hátæknispítala frá grunni á betri stað.Úrelt vegna þenslu „Með því er átt við stað sem liggur betur við samgöngum en Hringbrautin, er meira miðsvæðis, býður upp á meiri þróunarmöguleika til framtíðar litið og svo framvegis. Fyrsta skrefið er að gera nýtt faglegt staðarval fyrir nýja Landspítalann. Þau staðarvöl sem gerð hafa verið eru orðin úrelt vegna þenslu í miðbænum auk þess sem þau hafa ekki horft nægilega opið á málið. Þó stefnubreyting krefjist nýs undirbúnings er ljóst að byggingaframkvæmdir munu ganga mun hraðar fyrir sig, bjóða má verkið út í heilu lagi og fjármögnun verður tryggð fyrir fram. Stefnubreyting mun því ekki því tefja tilkomu nýs Landspítala. Þegar á allt er litið getum við fengið betri spítala á betri stað fyrr og fyrir minna fé,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira