Fátt sem kemur í veg fyrir notkun myndbandsdómara Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2016 08:30 Cristiano Ronaldo á orð við paragvæska dómarann Eduardo Cardozo sem beið með að dæma markið hans í Japan löglegt í gær. vísir/Getty „Ég get fullyrt það, að miðað við þá þekkingu sem ég hef og það sem hefur verið sagt við mig hingað til er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta verður notað á stærra sviði. Þetta er bara komið það langt.“ Þetta segir Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ og fremsti íslenski dómari sögunnar, við Fréttablaðið aðspurður um myndbandsdómaratæknina sem nú er verið að prófa á heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan. „Það er búið að vera að æfa þetta undanfarna mánuði og búa til verklagsreglur. Nú þegar komin var mynd á þetta þurfti að prófa í praktík til að vita til dæmis hvenær á að stoppa, af hverju og á yfir höfuð að stöðva leikinn,“ segir Kristinn. Sitt sýnist hverjum um myndbandsdómgæslu sem virkar þannig, að ef aðaldómari vallarins er ekki alveg sáttur við ákvörðun sína og vill fá hjálp frá her manna utan vallar sem sitja með nýjustu tækni við sjónvarpsskjá gerir hann ákveðið merki. Eins og þetta virkar núna heldur leikurinn áfram en það var í besta falli kjánalegt þegar paravgæski dómarinn fékk myndbandshjálp til að úrskurða um algjörlega löglegt mark Cristiano Ronaldo í undanúrslitum mótsins gegn Club Ameríca í gær.„Svona stundir eru ekki góðar og menn spyrja sig eðlilega hvort þetta sé fótbolti. En það er bara verið að prófa þetta og sannreyna hvort þetta sé eitthvað sem eykur gæðin í dómgæslunni,“ segir Kristinn og bendir á að einhverstaðar þurfi nú að prófa þetta í alvöru leikjum. „Þegar þessi tækni dettur inn á stóra sviðið og kemur til með að hafa áhrif á stærri leiki verður þetta að vera orðið fullmótað. Einhverstaðar verður að byrja að æfa þetta, það er ekki gert í kartöflugarði. Ég vil líka benda á að öll liðin á mótinu samþykktu að prófa þetta, það er ekki verið að koma aftan að neinum.“ Kristinn er fullviss um að þetta er það sem koma skal enda hefur FIFA eytt ógrynni fjár í að þróa þetta og er með sína bestu menn í verkinu. Sá sem fer fyrir því er Ítalinn Roberto Rossetti sem dæmdi úrslitaleik EM 2008. „Það er búið að eyða gríðarlegum fjármunum í þetta og það eru menn í fullu starfi að vinna í málunum. Við erum ekki að tala um neina þúsund kalla sem búið er að eyða í þetta verkefni. Þetta verður svo væntanlega notað í lokakeppni HM U17 á næsta ári þar sem betri mynd kemur á þetta,“ segir hann. Kristinn er sá maður sem náði lengst allra íslenskra dómara og hefur eina mestu reynslu allra á landinu í þessum málum. Hvað finnst honum persónulega um myndbandsdómara? „Ég held að þetta komi eingöngu til með að hjálpa dómurum að taka réttar ákvarðanir, það er ekki spurning. Spurningin er hvaða aðildarlönd hafa fjármuni til að framkvæmda þetta. Við erum oft bara með eina myndavél í Pepsi-deildinni þegar það þarf ellefu vélar á hvort mark bara til að vera með marklínutækni, hvað þá tækni til að vera með myndbandsdómara. Ég endurtek samt að það er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta kemur alfarið inn í fótboltann,“ segir Kristinn Jakobsson. Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
„Ég get fullyrt það, að miðað við þá þekkingu sem ég hef og það sem hefur verið sagt við mig hingað til er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta verður notað á stærra sviði. Þetta er bara komið það langt.“ Þetta segir Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ og fremsti íslenski dómari sögunnar, við Fréttablaðið aðspurður um myndbandsdómaratæknina sem nú er verið að prófa á heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan. „Það er búið að vera að æfa þetta undanfarna mánuði og búa til verklagsreglur. Nú þegar komin var mynd á þetta þurfti að prófa í praktík til að vita til dæmis hvenær á að stoppa, af hverju og á yfir höfuð að stöðva leikinn,“ segir Kristinn. Sitt sýnist hverjum um myndbandsdómgæslu sem virkar þannig, að ef aðaldómari vallarins er ekki alveg sáttur við ákvörðun sína og vill fá hjálp frá her manna utan vallar sem sitja með nýjustu tækni við sjónvarpsskjá gerir hann ákveðið merki. Eins og þetta virkar núna heldur leikurinn áfram en það var í besta falli kjánalegt þegar paravgæski dómarinn fékk myndbandshjálp til að úrskurða um algjörlega löglegt mark Cristiano Ronaldo í undanúrslitum mótsins gegn Club Ameríca í gær.„Svona stundir eru ekki góðar og menn spyrja sig eðlilega hvort þetta sé fótbolti. En það er bara verið að prófa þetta og sannreyna hvort þetta sé eitthvað sem eykur gæðin í dómgæslunni,“ segir Kristinn og bendir á að einhverstaðar þurfi nú að prófa þetta í alvöru leikjum. „Þegar þessi tækni dettur inn á stóra sviðið og kemur til með að hafa áhrif á stærri leiki verður þetta að vera orðið fullmótað. Einhverstaðar verður að byrja að æfa þetta, það er ekki gert í kartöflugarði. Ég vil líka benda á að öll liðin á mótinu samþykktu að prófa þetta, það er ekki verið að koma aftan að neinum.“ Kristinn er fullviss um að þetta er það sem koma skal enda hefur FIFA eytt ógrynni fjár í að þróa þetta og er með sína bestu menn í verkinu. Sá sem fer fyrir því er Ítalinn Roberto Rossetti sem dæmdi úrslitaleik EM 2008. „Það er búið að eyða gríðarlegum fjármunum í þetta og það eru menn í fullu starfi að vinna í málunum. Við erum ekki að tala um neina þúsund kalla sem búið er að eyða í þetta verkefni. Þetta verður svo væntanlega notað í lokakeppni HM U17 á næsta ári þar sem betri mynd kemur á þetta,“ segir hann. Kristinn er sá maður sem náði lengst allra íslenskra dómara og hefur eina mestu reynslu allra á landinu í þessum málum. Hvað finnst honum persónulega um myndbandsdómara? „Ég held að þetta komi eingöngu til með að hjálpa dómurum að taka réttar ákvarðanir, það er ekki spurning. Spurningin er hvaða aðildarlönd hafa fjármuni til að framkvæmda þetta. Við erum oft bara með eina myndavél í Pepsi-deildinni þegar það þarf ellefu vélar á hvort mark bara til að vera með marklínutækni, hvað þá tækni til að vera með myndbandsdómara. Ég endurtek samt að það er ekki spurning um hvort heldur hvenær þetta kemur alfarið inn í fótboltann,“ segir Kristinn Jakobsson.
Fótbolti Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira