Heimir fékk Abel til ÍBV árið 2011 og gerði sér ferð til Úganda til að votta markverðinum virðingu sína.
Heimir gaf sér einnig tíma til að stjórna æfingum í knattspyrnuskóla Andrew Mwesigwa í gær.
Mwesigwa kom til ÍBV 2006 og var þá fyrsti Úgandamaðurinn til að leika fyrir Eyjaliðið. Hann lék með ÍBV til 2009 en leikur í dag í Víetnam auk þess sem hann rekur Andy Mwesigwa Soccer Academy (AMSA) í heimalandinu.
Mwesigwa birti nokkrar myndir af æfingunni sem Heimir stjórnaði í Úganda í gær á Facebook-síðu sinni en þær má sjá hér að neðan.