Cameron sagði ósatt um tengsl við aflandsfélag Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2016 21:24 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið staðinn að því að segja ósatt um hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Boðað hefur verið mótmæla fyrir utan bústað forsætisráðherrans í Downingstræti á morgun. Í Panama lekanum kom fram að faðir Cameron hafi átt félagið Blairmore sem skráð var í Panama og strax hófust umræður um mögulega hagsmuni forsætisráðherrans í aflandsfélaginu. Hann þvertók fyrir það þegar hann var spurður út í málið á þriðjudag. „Ég á nokkurn sparnað sem ég hef einhverjar vaxtatekjur af og ég á hús sem við bjuggum í áður en við leigjum út á meðan við búum í Downingstræti. Það er allt sem ég á. Ég á engin hlutabréf, enga aflandssjóði eða nokkuð í þá átt,“ sagði Cameron á þriðjudag. Í gær viðurkenndi forsætisráðherrann hins vegar að hann og eiginkona hans hafi átt hlut í aflandsfélagi föður hans að verðmæti um sex milljónum króna. „Sem við seldum í janúar árið 2010 (áður en hann varð forsætisráðherra). Verðmæti hlutarins var í kring um 30 þúsund pund. Ég borgaði tekjuskatt af hagnaðinum en upphæðin var innan marka fjármagnstekjuskatts þannig að ég borgaði hann ekki,“ sagði Cameron í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Verkamannaflokksins, segir þessi mál ekki vera einkamál forsætisráðherrans hafi allir skattar ekki verið greiddir. „Þannig að það þarf að fara fram sjálfstæð rannsókn á þessu máli og kanna hvort skattar allir skattar sem greiða á voru greiddir eða ekki,“ segir Corbyn. Málið gæti átt eftir að reynast Cameron erfitt og nú þegar er byrjað að ræða í breskum fjölmiðlum hvort hann þurfi að segja af sér eins og forsætisráðherra Íslands, þótt hagnaðurinn hafi verið greiddur áður en Cameron varð forsætisráðherra. En hann erfði líka um 300 þúsund pund eftir föður sinn, eða um 60 milljónir króna. Þá átti Cameron sjálfur reikning á aflandseyjunni Jersey. „Ég hef aldrei farið í grafgötur með að ég hef verið mjög lánsamur maður. Ég átti efnaða foreldra sem veittu mér frábært uppeldi og greiddu fyrir mig skólagjöld í frábæran skóla. Ég hef aldrei þóst vera annar en ég er,“ sagði David Cameron. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið staðinn að því að segja ósatt um hlut í aflandsfélagi föður hans í Panama. Boðað hefur verið mótmæla fyrir utan bústað forsætisráðherrans í Downingstræti á morgun. Í Panama lekanum kom fram að faðir Cameron hafi átt félagið Blairmore sem skráð var í Panama og strax hófust umræður um mögulega hagsmuni forsætisráðherrans í aflandsfélaginu. Hann þvertók fyrir það þegar hann var spurður út í málið á þriðjudag. „Ég á nokkurn sparnað sem ég hef einhverjar vaxtatekjur af og ég á hús sem við bjuggum í áður en við leigjum út á meðan við búum í Downingstræti. Það er allt sem ég á. Ég á engin hlutabréf, enga aflandssjóði eða nokkuð í þá átt,“ sagði Cameron á þriðjudag. Í gær viðurkenndi forsætisráðherrann hins vegar að hann og eiginkona hans hafi átt hlut í aflandsfélagi föður hans að verðmæti um sex milljónum króna. „Sem við seldum í janúar árið 2010 (áður en hann varð forsætisráðherra). Verðmæti hlutarins var í kring um 30 þúsund pund. Ég borgaði tekjuskatt af hagnaðinum en upphæðin var innan marka fjármagnstekjuskatts þannig að ég borgaði hann ekki,“ sagði Cameron í gær. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Verkamannaflokksins, segir þessi mál ekki vera einkamál forsætisráðherrans hafi allir skattar ekki verið greiddir. „Þannig að það þarf að fara fram sjálfstæð rannsókn á þessu máli og kanna hvort skattar allir skattar sem greiða á voru greiddir eða ekki,“ segir Corbyn. Málið gæti átt eftir að reynast Cameron erfitt og nú þegar er byrjað að ræða í breskum fjölmiðlum hvort hann þurfi að segja af sér eins og forsætisráðherra Íslands, þótt hagnaðurinn hafi verið greiddur áður en Cameron varð forsætisráðherra. En hann erfði líka um 300 þúsund pund eftir föður sinn, eða um 60 milljónir króna. Þá átti Cameron sjálfur reikning á aflandseyjunni Jersey. „Ég hef aldrei farið í grafgötur með að ég hef verið mjög lánsamur maður. Ég átti efnaða foreldra sem veittu mér frábært uppeldi og greiddu fyrir mig skólagjöld í frábæran skóla. Ég hef aldrei þóst vera annar en ég er,“ sagði David Cameron.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira