Vigoda er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem skúrkurinn Salvatore „Sal“ Tessio í fyrstu tveimur myndum Francis Ford Coppola um Guðföðurinn, sem komu út 1972 og 1974.
Að sögn dóttur hans, Carol Vigoda Fuchs, andaðist Vigoda á heimili sínu í New Jersey í gær.
Vigoda gerði einnig garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í þáttunum Barney Miller á árunum 1974 til 1977.