Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 19:07 Dagný Brynjarsdóttir í eldlínunni með íslenska landsliðinu. Vísir/Eyþór Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í knattspyrnu, segir ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum, að meina stelpu sem spilaði með strákaliði Gróttu á mótinu að vera fulltrúi félagsins í landsleiknum, fáránlega. Dagný þekkir það vel að spila með strákum og er ein nokkurra landsliðskvenna sem spilaði með strákunum í yngri flokkum til að fá samkeppni við hæfi. „Ég held að þetta fólk í stjórn þurfi eitthvað að fara að hugsa sinn gang,“ segir Dagný. Mótstjórn Orkumótsins segir mótið fyrir stráka en ekki stelpur. TM-mótið sé fyrir stelpur og telur Gróttu hafa höndlað málið illa. „Ég hef einu sinni keppt á Pæjumótinu í Eyjum og það var þegar ég var þrettán ára, fyrsta stelpumótið sem ég tók þátt í,“ rifjar Dagný upp. Dagný er frá Hellu og keppti með liði Knattspyrnufélagi Rangæinga á mótinu. „Fyrir verðlaunaafhendinguna tilkynnti þjálfarinn minn mér að ég hefði verið kosin besti leikmaður mótsins. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni fékk leikmaður ÍBV verðlaunin. Stjórnin komst að þeirri niðurstöðu að ÍBV sem sigurlið Pæjumótsins ætti að eiga besta leikmann mótsins.“Athygli vakti í fyrra þegar í ljós kom að verðlaunin á Orkumótinu voru mun veglegri en á TM-mótinu. Eyjamenn ætluðu hins vegar að laga það fyrir árið í ár. Hrósar þjálfara Gróttu Dagný er þeirrar skoðunar að hvort sem þú ert stelpa eða strákur, frá litlu eða stóru félagi, þá eigi einstaklingur að fá þau verðlaun sem hann eða hún eigi skilið. „Þjálfari Gróttu veit betur en allir hvað þessi einstaklingur getur og þó hún sé stelpa getur hún verið besti leikmaður flokksins.“ segir Dagný og hrósar félaginu á Seltjarnarnesi. „Mér finnst Grótta geggjaðir að leyfa efnilegum stelpum að æfa með strákum og mér finnst að önnur félög mættu gera meira af þessu.“Enginn líkamlegur munur„Þegar þú ert tólf ára og yngri er enginn munur á kynjunum líkamlega. Ég trúi ekki að þetta sé að ske árið 2016,“ segir Dagný. „Ég spilaði einungis með strákum þar til ég varð þréttán ára og var alltaf í A-liðinu hjá þeim fyrir utan einstaka skipti þegar ég var á yngra ári og með mínum vinum í B-liðinu, en þá var ég fyrirliði.“ Dagný segir að önnur lið og klúbbar megi taka Gróttu til fyrirmyndar og leyfa efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðum því bæði strákaliðin og stelpurnar sjálfar hagnist af þessu. „KFR er mjög lítill klúbbur en það hefur skilað átta stelpum í Pepsi deildina sem eru fæddar 1984-1996, sjö þeirra hafa spilað fyrir yngri landsliðin og þrjár þeirra fyrir A-landsliðið en við eigum allar það sameiginlegt að hafa æft og spilað með strákum.“ Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í knattspyrnu, segir ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum, að meina stelpu sem spilaði með strákaliði Gróttu á mótinu að vera fulltrúi félagsins í landsleiknum, fáránlega. Dagný þekkir það vel að spila með strákum og er ein nokkurra landsliðskvenna sem spilaði með strákunum í yngri flokkum til að fá samkeppni við hæfi. „Ég held að þetta fólk í stjórn þurfi eitthvað að fara að hugsa sinn gang,“ segir Dagný. Mótstjórn Orkumótsins segir mótið fyrir stráka en ekki stelpur. TM-mótið sé fyrir stelpur og telur Gróttu hafa höndlað málið illa. „Ég hef einu sinni keppt á Pæjumótinu í Eyjum og það var þegar ég var þrettán ára, fyrsta stelpumótið sem ég tók þátt í,“ rifjar Dagný upp. Dagný er frá Hellu og keppti með liði Knattspyrnufélagi Rangæinga á mótinu. „Fyrir verðlaunaafhendinguna tilkynnti þjálfarinn minn mér að ég hefði verið kosin besti leikmaður mótsins. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni fékk leikmaður ÍBV verðlaunin. Stjórnin komst að þeirri niðurstöðu að ÍBV sem sigurlið Pæjumótsins ætti að eiga besta leikmann mótsins.“Athygli vakti í fyrra þegar í ljós kom að verðlaunin á Orkumótinu voru mun veglegri en á TM-mótinu. Eyjamenn ætluðu hins vegar að laga það fyrir árið í ár. Hrósar þjálfara Gróttu Dagný er þeirrar skoðunar að hvort sem þú ert stelpa eða strákur, frá litlu eða stóru félagi, þá eigi einstaklingur að fá þau verðlaun sem hann eða hún eigi skilið. „Þjálfari Gróttu veit betur en allir hvað þessi einstaklingur getur og þó hún sé stelpa getur hún verið besti leikmaður flokksins.“ segir Dagný og hrósar félaginu á Seltjarnarnesi. „Mér finnst Grótta geggjaðir að leyfa efnilegum stelpum að æfa með strákum og mér finnst að önnur félög mættu gera meira af þessu.“Enginn líkamlegur munur„Þegar þú ert tólf ára og yngri er enginn munur á kynjunum líkamlega. Ég trúi ekki að þetta sé að ske árið 2016,“ segir Dagný. „Ég spilaði einungis með strákum þar til ég varð þréttán ára og var alltaf í A-liðinu hjá þeim fyrir utan einstaka skipti þegar ég var á yngra ári og með mínum vinum í B-liðinu, en þá var ég fyrirliði.“ Dagný segir að önnur lið og klúbbar megi taka Gróttu til fyrirmyndar og leyfa efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðum því bæði strákaliðin og stelpurnar sjálfar hagnist af þessu. „KFR er mjög lítill klúbbur en það hefur skilað átta stelpum í Pepsi deildina sem eru fæddar 1984-1996, sjö þeirra hafa spilað fyrir yngri landsliðin og þrjár þeirra fyrir A-landsliðið en við eigum allar það sameiginlegt að hafa æft og spilað með strákum.“
Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53
Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent