Vigdís gefur ekkert fyrir ákúrur Jóhönnu Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2016 15:08 Vigdís og Jóhanna verða seint á eitt sáttar. „Halló Jóhanna - Samfylkingin var í ríkisstjórn í 6 ár - frá 2007 - 2013 Samfylking tók við búi sjáfrar sín eftir kosningarnar 2013 - sífellt er verið að endurskrifa söguna - almenningur man betur,“ skrifar Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar á Facebooksíðu sína og vísar í yfirlýsingar sem Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafði áður látið falla á Facebooksíðu sinni. Jóhanna er óhress með alhæfingar Vigdísar þess efnis að ríkisstjórn hafi „holað heilbrigðiskerfið að innan,“ en þau ummæli lét Vigdís meðal annars falla á hinu háa Alþingi í gær. „Ómerkilegt hjá formanni fjárlaganefndar að segja að fyrrverandi ríkisstjórn hafi holað heilbrigiskerfið að innan.- ríkisstjórn sem tók við gjaldþrota búi Framsóknar- og Sjálfstæðsiflokks með á þriðja hundrað milljarða í halla. Góðærið sem sú ríkisstjórn lagði grunn að geta þeir ekki einu sinni nýtt til að endurreisa heilbrigðiskerfið. Hafi þeir skömm fyrir,“ skrifar Jóhanna á Facebooksíðu sína.Jóhönnu blöskraði málflutningur Vigdísar og lét þá skoðun sína í ljós á Facebooksíðu sinni.Mjög er nú tekist á um heilbrigðiskerfið, einkum í tengslum við undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. Og hafa þeir eldað grátt silfur þeir Kári og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þar um. Í gær kom á daginn að Ísland státar af 8. besta heilbrigðiskerfi í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Health Consumer Powerhouse (HCP). Það var Vigdísi tilefni til ummæla á Facebook, þar sem hún beinir spjótum sínum að Kára: „- jæja - hvað segja "allir Kárar" landsins nú? Við erum með heilbrigðiskerfi í heimsklassa - og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála hefur verið í algjörum forgangi.“ Nokkrar umræður eru um málið á Facebook-síðu Vigdísar og meðal annarra stingur niður penna Anna Sigrún Baldursdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar heitins, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og bendir á að það sé áhyggjuefni að Ísland hafi fallið úr því 3. samkvæmt sambærilegri könnun ársins 2013. Tengdar fréttir Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06 Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
„Halló Jóhanna - Samfylkingin var í ríkisstjórn í 6 ár - frá 2007 - 2013 Samfylking tók við búi sjáfrar sín eftir kosningarnar 2013 - sífellt er verið að endurskrifa söguna - almenningur man betur,“ skrifar Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar á Facebooksíðu sína og vísar í yfirlýsingar sem Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafði áður látið falla á Facebooksíðu sinni. Jóhanna er óhress með alhæfingar Vigdísar þess efnis að ríkisstjórn hafi „holað heilbrigðiskerfið að innan,“ en þau ummæli lét Vigdís meðal annars falla á hinu háa Alþingi í gær. „Ómerkilegt hjá formanni fjárlaganefndar að segja að fyrrverandi ríkisstjórn hafi holað heilbrigiskerfið að innan.- ríkisstjórn sem tók við gjaldþrota búi Framsóknar- og Sjálfstæðsiflokks með á þriðja hundrað milljarða í halla. Góðærið sem sú ríkisstjórn lagði grunn að geta þeir ekki einu sinni nýtt til að endurreisa heilbrigðiskerfið. Hafi þeir skömm fyrir,“ skrifar Jóhanna á Facebooksíðu sína.Jóhönnu blöskraði málflutningur Vigdísar og lét þá skoðun sína í ljós á Facebooksíðu sinni.Mjög er nú tekist á um heilbrigðiskerfið, einkum í tengslum við undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. Og hafa þeir eldað grátt silfur þeir Kári og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þar um. Í gær kom á daginn að Ísland státar af 8. besta heilbrigðiskerfi í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Health Consumer Powerhouse (HCP). Það var Vigdísi tilefni til ummæla á Facebook, þar sem hún beinir spjótum sínum að Kára: „- jæja - hvað segja "allir Kárar" landsins nú? Við erum með heilbrigðiskerfi í heimsklassa - og forgangsröðun ríkisstjórnarinnar til heilbrigðismála hefur verið í algjörum forgangi.“ Nokkrar umræður eru um málið á Facebook-síðu Vigdísar og meðal annarra stingur niður penna Anna Sigrún Baldursdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Guðbjarts Hannessonar heitins, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og bendir á að það sé áhyggjuefni að Ísland hafi fallið úr því 3. samkvæmt sambærilegri könnun ársins 2013.
Tengdar fréttir Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06 Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47
Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Ritdeilum forsætisráðherra og Kára Stefánssonar er hvergi nærri lokið. 27. janúar 2016 12:06
Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07