Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2016 12:06 vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra birti nú rétt í þessu pistil þar sem hann beinir máli sínu sérstaklega að Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Skærur þeirra á ritvellinum hafa þegar ratað í fréttir, til dæmis hér þar sem vitnað er í Kára með það að Sigmundur Davíð hafi reynt að vera skemmtilegur á sinn kostnað en hann sé reyndar fýldur út í allt og alla, þá sérstaklega „þjóðina sem hann á að stjórna“. Ágreiningsefni þeirra snúa að heilbrigðiskerfinu, og undirskriftasöfnun Kára sem er undir yfirskriftinni „endurreisn heilbrigðiskerfisins“ og er nú komin vel yfir 50 þúsund undirskriftir. Pistil sinn hefur Sigmundur Davíð á því að segja að „pennavinur minn, Kári Stefánsson mannvinur,“ hafi tekið því óstinnt upp að hann væri Kára sammála um mikilvægi stórefldrar eflingar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Sigmundur Davíð segir jafnframt að Kári virðist telja að hann hafi verið að gera grín að sér. „Ég skal viðurkenna að ég þykist ekki skilja skilgreiningu Kára Stefánssonar á húmor en ég á bágt með að sjá að nokkuð í tölfræðinni sem ég benti á hafi verið til þess fallið að gera grín að Kára eða grín yfir höfuð.“ Og það sé einnig sem hinn „miskunnsami samfélagsrýnir“ heldur um afstöðu Sigmundar til fátækari ríkja. Sigmundur snýr sér þá að því að efast um að Kári kynni að fara með tölur. „Þegar sýnt var fram á það í sjónvarpsþætti að Kári færi rangt með tölur og að bæði samanburðurinn og viðmiðin voru röng voru viðbrögðin hefðbundinn fúkyrðaflaumur með fullyrðingum um að fólki sem gagnrýndi hann væri sama um þá sem minna mega sín eða vildi viðhalda þjáningum.“ Víst er að Sigmundur Davíð ætlar sér ekki að láta Kára Stefánsson eiga nokkuð inni hjá sér. Meðan fylgjast áhugamenn um þjóðmálaumræðu og örlög hins íslenska heilbrigðiskerfis spenntir með. Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29 Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07 Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra birti nú rétt í þessu pistil þar sem hann beinir máli sínu sérstaklega að Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Skærur þeirra á ritvellinum hafa þegar ratað í fréttir, til dæmis hér þar sem vitnað er í Kára með það að Sigmundur Davíð hafi reynt að vera skemmtilegur á sinn kostnað en hann sé reyndar fýldur út í allt og alla, þá sérstaklega „þjóðina sem hann á að stjórna“. Ágreiningsefni þeirra snúa að heilbrigðiskerfinu, og undirskriftasöfnun Kára sem er undir yfirskriftinni „endurreisn heilbrigðiskerfisins“ og er nú komin vel yfir 50 þúsund undirskriftir. Pistil sinn hefur Sigmundur Davíð á því að segja að „pennavinur minn, Kári Stefánsson mannvinur,“ hafi tekið því óstinnt upp að hann væri Kára sammála um mikilvægi stórefldrar eflingar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Sigmundur Davíð segir jafnframt að Kári virðist telja að hann hafi verið að gera grín að sér. „Ég skal viðurkenna að ég þykist ekki skilja skilgreiningu Kára Stefánssonar á húmor en ég á bágt með að sjá að nokkuð í tölfræðinni sem ég benti á hafi verið til þess fallið að gera grín að Kára eða grín yfir höfuð.“ Og það sé einnig sem hinn „miskunnsami samfélagsrýnir“ heldur um afstöðu Sigmundar til fátækari ríkja. Sigmundur snýr sér þá að því að efast um að Kári kynni að fara með tölur. „Þegar sýnt var fram á það í sjónvarpsþætti að Kári færi rangt með tölur og að bæði samanburðurinn og viðmiðin voru röng voru viðbrögðin hefðbundinn fúkyrðaflaumur með fullyrðingum um að fólki sem gagnrýndi hann væri sama um þá sem minna mega sín eða vildi viðhalda þjáningum.“ Víst er að Sigmundur Davíð ætlar sér ekki að láta Kára Stefánsson eiga nokkuð inni hjá sér. Meðan fylgjast áhugamenn um þjóðmálaumræðu og örlög hins íslenska heilbrigðiskerfis spenntir með.
Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29 Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07 Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Fleiri fréttir Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Sjá meira
Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47
Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29
Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07
Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55