Fótbolti

France Football tilnefnir bestu fótboltamenn heims í allan dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi með fimmta Gullboltann sinn.
Lionel Messi með fimmta Gullboltann sinn. Vísir/Getty
France Football ætlar að velja besta knattspyrnumann ársins og afhenda honum Gullboltann þrátt fyrir að samstarfinu við FIFA sé nú lokið.

France Football hefur staðið fyrir verðlaununum frá 1956 en undanfarin sex ár hafði blaðið verið í samstarfi með Alþjóðaknattspyrnusambandinu. FIFA tilkynnti í síðasta mánuði að samstarfinu væri lokið.

Frakkarnir gáfu það út um leið að þeir ætluðu að halda ótrauðir áfram og ætluðu jafnvel að bjóða upp á einhverjaer nýjungar. Sú fyrsta af þeim er að gefa ekki út allar tilnefningarnar í einu.

Lionel Messi er handhafi Gullbolta Evrópu en hann vann hann í fimmta sinn í fyrra. Annaðhvort Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo hafa unnið þessi verðlaun frá og með árinu 2008.

France Football tilnefnir alls 30 leikmenn sem koma til greina í valinu og ætlar að greina frá tilnefningum sínum í allan dag.

Fimm leikmenn eru kynntir inn í einu og mun France Football halda síðan áfram að bæta í hópinn fram eftir degi. Fyrstu tilnefningarnar voru tilkynntar snemma í morgun.  

Liðsfélagarnir og stórstjörnurnar hjá Evrópumeisturum Real Madrid, Gareth Bale og Cristiano Ronaldo, voru báðir í fyrsta hópnum.

Þessir koma til greina sem Knattspyrnumaður ársins 2016:

Sergio Aguero (Manchester City)

Pierre-Emerick Aubameyang (Borussia Dortmund)

Gareth Bale (Real Madrid)

Gianluigi Buffon (Juventus)

Cristiano Ronaldo (Real Madrid)

25 fleiri bætast í hópinn í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×