Kjörseðillinn: Strika má yfir að vild en ekki birta mynd á Facebook Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. október 2016 10:12 Ansi langt er hægt að ganga í yfirstrikunum og uppröðunum, en þó er eitt og annað sem má ekki gera við kjörseðilinn. Vísir/Eyþór Nú þegar fimm dagar eru til kosninga er ekki úr vegi að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera í kjörklefa. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Hér er reynt að greina frá því hvað má og hvað ekki á mannamáli. Atkvæði er greitt með því að að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa. Hægt er að breyta uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Ekki sýna öðrum kjörseðilinnLáti kjósandi sjá hvað er á kjörseðli hans, það er að segja hvernig er kosið, er seðillinn ónýtur og ekki má skila honum í atkvæðakassa. Þetta þýðir að ekki má sýna neinum kjörseðil sinn eða taka mynd af honum og birta á samfélagsmiðlum. Ef kjósandi gerir þessi mistök, eða ef rangt kjörmerki er sett á seðil eða krotað er á hann af gáleysi, á kjósandi rétt á að fá nýjan kjörseðil. Fyrri kjörseðill skal afhenda kjörstjórn. Ef kosið er utan kjörfundar er þó hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og hið fyrra er ekki tekið með í talningu. Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutaðTrúnaður milli kjósanda og kjörstjórnarKjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Láti kjósandi sjá hvað á seðli hans er er seðillinn ónýtur og má ekki leggja hann í atkvæðakassann. Ef kjósanda verður þetta á eða ef hann setur skakkt kjörmerki á seðil eða seðill krotast hjá honum af vangá á hann rétt á að fá nýjan kjörseðil. Skal hann þá afhenda kjörstjórninni hinn fyrri seðil. Gengið er til kosninga næstkomandi laugardag, 29. október. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Innanríkisráðuneytisins. Kosningar 2016 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Nú þegar fimm dagar eru til kosninga er ekki úr vegi að fara yfir hvað má og hvað má ekki gera í kjörklefa. Strangar reglur gilda um hegðun í kjörklefa og hvenær kjörseðlar eru ógildir. Hér er reynt að greina frá því hvað má og hvað ekki á mannamáli. Atkvæði er greitt með því að að gera kross í ferning fyrir framan bókstaf þess lista á kjörseðlinum sem hann vill kjósa. Hægt er að breyta uppröðun á þeim lista sem kosinn er með því að setja tölustafinn 1 sem viðkomandi vill hafa efst, 2 fyrir framan þann sem á að vera annar í röðinni og svo framvegis. Það má breyta uppröðun á lista eins mikið og vilji er fyrir. Ef kjósandi vill, af einhverri ástæðu, hafna frambjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn viðkomandi. Strika má yfir eins mörg nöfn og vilji er fyrir. Kjósandi má ekki strika yfir eða endurraða þeim listum sem hann kýs ekki. Sé það gert er kjörseðillinn ógildur.Ekki sýna öðrum kjörseðilinnLáti kjósandi sjá hvað er á kjörseðli hans, það er að segja hvernig er kosið, er seðillinn ónýtur og ekki má skila honum í atkvæðakassa. Þetta þýðir að ekki má sýna neinum kjörseðil sinn eða taka mynd af honum og birta á samfélagsmiðlum. Ef kjósandi gerir þessi mistök, eða ef rangt kjörmerki er sett á seðil eða krotað er á hann af gáleysi, á kjósandi rétt á að fá nýjan kjörseðil. Fyrri kjörseðill skal afhenda kjörstjórn. Ef kosið er utan kjörfundar er þó hægt að kjósa aftur á kjördag. Þá gildir seinna atkvæðið og hið fyrra er ekki tekið með í talningu. Atkvæði er ógilt: - Ef kjörseðill er auður - Ef ekki er augljóst við hvaða lista er merkt eða ef ekki er augljóst hvort það sem stendur á utankjörfundarseðli geti átt við nokkurn af listum sem í kjöri eru - Ef merkt er við fleiri listabókstaf en einn eða endurraðað er á fleiri en einum lista, eða fleiri en einn listabókstafur er á utankjörfundarseðli - Ef áletrun er á kjörseðli umfram það sem fyrir er mælt eða ef einkennileg merki sem eru sett þar af ásettu ráði til að gera seðilinn auðkennilegan - Ef annað en kjörseðill eru í umslagi með utankjörfundarseðli - Ef kjörseðill er annar en sá sem kjörstjórn hefur úthlutaðTrúnaður milli kjósanda og kjörstjórnarKjósandi verður að vera einn í kjörklefa. Gerðar eru ráðstafanir svo að blindir geti verið einir inni í kjörklefum og kosið sjálfir. Gerðar eru undantekningar ef að kjósandi getur ekki, vegna sjónleysis eða ónýtrar handar, greitt atkvæði sjálfur. Þá þarf að greina kjörstjórn frá því hvers vegna viðkomandi getur ekki greitt atkvæði sjálfur. Þá valið fulltrúa úr kjörstjórn til að aðstoða hann í kjörklefanum. Fullur trúnaður ríkir milli kjósanda og meðlima kjörstjórnar. Láti kjósandi sjá hvað á seðli hans er er seðillinn ónýtur og má ekki leggja hann í atkvæðakassann. Ef kjósanda verður þetta á eða ef hann setur skakkt kjörmerki á seðil eða seðill krotast hjá honum af vangá á hann rétt á að fá nýjan kjörseðil. Skal hann þá afhenda kjörstjórninni hinn fyrri seðil. Gengið er til kosninga næstkomandi laugardag, 29. október. Frekari upplýsingar um kosningarnar, sem og hvar kjósendur eru á kjörskrá, er að finna á kosningavef Innanríkisráðuneytisins.
Kosningar 2016 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira