„Það velur engin kona að vera kúguð. Það velur engin kona að fá lægri laun en karl. Ef ójafnrétti væri sjálfstætt val þá værum við ekki hér," sagði Una Torfadóttir en kynslóðir kvenna ávörpuðu fundinn sem stýrt var af Ólafía Hrönn Jónsdóttur og Katrínu Halldóru Sigurðardóttur.
Baráttufundnir voru einnig haldnir á Akureyri, Grundarfirði, Hellu, Höfn í Hornafirði, Neskaupstað og Þorlákshöfn en hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarar Vísis tóku á Austurvelli í dag.

