Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Bjarki Ármannsson skrifar 5. febrúar 2016 16:03 Steiktar krybbur þykja herramannsmatur víða um heim, en ekki er hefð fyrir skordýraáti í Evrópu. Vísir/Getty Framleiðendur orkustanga sem innihalda prótein unnið úr krybbum þurfa að sækja um leyfi til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að fá að selja þær í verslunum hér á landi. Reglugerð sem fjallar um nýfæði, sem er allur matur sem ekki var hefð fyrir í Evrópu fyrir árið 1997, kemur í veg fyrir sölu orkustanganna. Reglugerðin sem gildir um þessi matvæli kveður á um að sækja þurfi um sérstakt leyfi til þess að setja þau á markað.Sjá einnig: Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir að það sé einfaldlega svo að engin umsókn hafi borist um markaðssetningu skordýraafurða í Evrópu. Það felur meðal annars í sér að skordýraafurðir hafi ekki gengist undir áhættumat. „Til þess að mega markaðssetja þetta þá þarf að fá leyfi og matvælin þurfa að gangast undir áhættumat áður en ákvörðun er tekin um hvort matvælin verði leyfð eða ekki,“ segir Helga Margrét. „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði.“Matvælastofnun.Vísir/PjeturÞannig að það þarf einfaldlega að sækja um leyfi til Evrópusambandsins? „Já, í rauninni,“ segir Helga. „Þetta eru samræmdar reglur sem við tókum upp síðasta október. Það er hægt að sækja um, þá fer umsóknin í gegnum matvælastofnun í viðkomandi landi og til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem svo fjallar um umsóknina.“ Helga segist ekki beint geta svarað því hvort hættulegt sé að borða skordýr fyrst matvælin eru ekki leyfð. „Hinsvegar er mikið verið að skoða skordýr í Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að skoða skordýr með tilliti til matvæla og einnig til fóðurs.“ Hún segir það þannig alveg geta gerst á næstu árum að Evrópubúar fái tækifæri til að gæða sér á skordýraafurðum. Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Framleiðendur orkustanga sem innihalda prótein unnið úr krybbum þurfa að sækja um leyfi til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að fá að selja þær í verslunum hér á landi. Reglugerð sem fjallar um nýfæði, sem er allur matur sem ekki var hefð fyrir í Evrópu fyrir árið 1997, kemur í veg fyrir sölu orkustanganna. Reglugerðin sem gildir um þessi matvæli kveður á um að sækja þurfi um sérstakt leyfi til þess að setja þau á markað.Sjá einnig: Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir að það sé einfaldlega svo að engin umsókn hafi borist um markaðssetningu skordýraafurða í Evrópu. Það felur meðal annars í sér að skordýraafurðir hafi ekki gengist undir áhættumat. „Til þess að mega markaðssetja þetta þá þarf að fá leyfi og matvælin þurfa að gangast undir áhættumat áður en ákvörðun er tekin um hvort matvælin verði leyfð eða ekki,“ segir Helga Margrét. „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði.“Matvælastofnun.Vísir/PjeturÞannig að það þarf einfaldlega að sækja um leyfi til Evrópusambandsins? „Já, í rauninni,“ segir Helga. „Þetta eru samræmdar reglur sem við tókum upp síðasta október. Það er hægt að sækja um, þá fer umsóknin í gegnum matvælastofnun í viðkomandi landi og til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem svo fjallar um umsóknina.“ Helga segist ekki beint geta svarað því hvort hættulegt sé að borða skordýr fyrst matvælin eru ekki leyfð. „Hinsvegar er mikið verið að skoða skordýr í Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að skoða skordýr með tilliti til matvæla og einnig til fóðurs.“ Hún segir það þannig alveg geta gerst á næstu árum að Evrópubúar fái tækifæri til að gæða sér á skordýraafurðum.
Tengdar fréttir Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Búi Bjarmar Aðalsteinsson hefur hannað lirfubú sem á að breyta nálgun okkar á matvælaframleiðslu. 4. júní 2014 11:49
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent